Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Blaðsíða 17
leiðir að og frá skipinu, en vindrokurnar voru
orðnar svo harðar, að tæpast var stætt veður.
Rauk hann svona upp á norðan mátti segja allt
í einu og stóð beint út Ósinn. Ég vildi endilega
reyna að komast fram í skipið, því mér var ekki
rótt að vera í landi með fyrsta stýrimanninn og
fyrsta vélstjóra líka. En Björn aftók að reyna
það, enda Þórhallur líka og aðrir menn í landi,
sem komnir voru þarna á vettvang, þar á meðal
Þorleifur hreppstjóri. Hélzt þetta ofsarok alla
nóttina. Ég og stýrimaðurinn héldum okkur úti
við um nóttina, þó ekki væri það hættulaust, því
allir mögulegir hlutir voru fljúgandi í loftinu.
Talsvert frost var og hafði verið undanfarna daga
og það sleit úr honum öðru hverju snjó. Sem dæmi
um veðurhæðina reif frosið torfþak af gripa-
húsum, einnig járn af íbúðarhúsum og fleiri
skemmdir urðu. Einnig þurrkaði vindurinn 200
faðma spildu fram af svonefndri Lónsfjöru um
fjöruna, sem annars aldrei þornaði. Aldrei sáum
við fram í Súluna um nóttina fyrir særokinu, þó
var vegalengdin, þar sem við vorum næst henni
í landi, ekki yfir 200 faðma. Hér um bil fullt
tungl óð stundum í skýjum um nóttina. Það var
fyrst um 6-leytið um morguninn, sem við sáum
Súluna á milli rokhviðanna. Lá hún þá dálítið
á hliðinni í strandi upp á sandeyri, svo sem 300
faðma utar í Ósnum en þar sem hún lá upphaf-
lega. Dreif hún þá þarna upp um 10-leytið um
kvöldið, án þess að gefa henni nokkuð til muna
út í viðbót við þessa rúma 30 faðma sem hún
lá við, þegar ég fór í land. Það er álit mitt, að
ef ég eða jafnvel stýrimaðurinn hefðum verið
um borð, þá hefðum við náttúrlega gefið skipinu
út alla þá keðju sem það hafði og látið stjórn-
borðsankerið falla líka. Anker skipsins voru þung
og haldgóð, 5 og 6 hundruð pund með þungri
og sterkri keðju 4 og 5 lengdir, og hefði auk þess
verið keyrð vélin fram á. keðjuna, þá hefði skipið
aldrei rekið í land, þó veðurofsinn og straumur-
inn væri afskaplegur. Veðurhæðin yfir 12 vind-
stig, líklega náð 14. Það var engan veginn stætt
veður í rokhrynunum, því misvindi var afar
mikið.
Klukkan 11 um morguninn lögðum við á stað
á mótorbátnum fram í Súluna þar sem hún lá
á sandeyrinni, var hann þá dálítið farinn að lægja
harðasta veðrið. Bárum við talsvert af grjóti
á mótorbtáinn til kjölfestu áður en við lögðum
af stað. Björn Sigmundsson hafnsögumaður fór
með okkur. Á leiðinni fram fengum við eina rok-
hrinu svo harða að hún kastaði bátnum inn á
lúgu, svo ekki var hann alveg lygndur.
Ekki hafði þessum fjórum mönnum af skips-
höfninni, sem fram í skipinu voru um nóttína,
orðið svefnsamt. Sögðu þeir okkur að fyrst hefði
Súlan strandað á annari sandeyri, og lagðist á
hana flöt fyrir vindi og straum. En um næstu
straumskipti tók straumurinn Súluna móti þess-
um vindi og kastaði henni á sandeyrina sem hún
lá nú.
Ekki lögðum við í land aftur fyrr en klukkan
2 síðdegis. Var þá farið mikið að draga úr veður-
ofsanum og loftvogin að stíga og byrjaði að birta
til í lofti.
Þegar við komum í land var Þorleifur í Hól-
um ekki farinn heim. Var hann æðsta yfirvald
á staðnum. Var strax sendur sendiboði, mig minn-
ir til Eskifjarðar, til að tilkynna vátryggingar-
félaginu strand skipsins og ásigkomulag þess, og
þar á meðal að við álitum að hægt væri að ná
skipinu á flot strax og veðrinu lægði, en fyrst
þyrfti að létta skipið, eðá taka farminn úr því.
Ekki man ég hvað var löng bið eftir sendimann-
inum til Eskif j'arðar. Ég held það hafi verið mik-
ið á aðra dagleið.
Þorleifur hreppstjóri hélt sjópróf um strandið
og atvik þess seinna um daginn. Tók ég í samráði
við hann þá ákvörðun, að byrja strax að létta
skipið og fara með bæði anker skipsins og keðju-
lengdirnar út og fram af því. Lánaði Þórhallur
uppskipunarbáta og mótorbátinn til þessa verks.
Höfðum við fjölda manns úr landi í vinnu við
þetta, ásamt skipshöfninni. Skipuðum við upp
þennan dag allan langt fram á kvöld og til há-
degis næsta dag. Þá. var háflæði. Reyndum við
þá að hífa skipið út á keðjunum með hjálp vélar-
innar. Þetta tókst. Skipið var komið á flot um
klukkan 1 síðdegis. Fór það sem eftir var dags-
ins í að færa skipið og leggja því, eftir því sem
Björn hafnsögumaður sagði til.
Ekki var maðurinn sem við sendum til Eski-
fjarðar til að tilkynna um strandið, kominn aftur.
Á þriðja degi um morguninn, frá því að við
byrjuðum að létta skipið, lá björgunarskipið Geir
á ytri höfninni í Hornafjarðarós. Hafði sjóvá-
tryggingarfélagið, sem Súlan var tryggð hjá feng-
ið Geir, sem lá í Reykjavíkurhöfn, til að fara
austur, en þegar Geir kom á staðinn höfðum við
náð henni á flot. Samdist þá þannig um við sjó-
vátryggingarfélagið, að þeir á Geir skildu skoða
botn Súlunnar og draga hana svo með farmin-
um til Eskifjarðar. (Geir hafði um 250 tunnur
af honum á þilfari). Og svo skildi hann draga
hana þaðan til Reykjavíkur, þar sem Súlan átti
að fara upp í dráttarbraut til skoðunar og við-
gerðar. Vörunum var aftur skipað fram í Súl-
una og Geir, tók það rúman sólarhring. Lögðum
við seint um kvöld af stað aftan í Geir frá Horna-
firði til Eskifjarðar. Veður var vont. Norðaustan
hvass- og dimmviðri. Maður frá Geir var um borð
í Súlunni með morse-ljóskerfi og signalflögg. ör-
lítill leki var á Súlunni, eins og áður er sagt.
Höfðu þeir á Geir sett um borð í Súluna volduga
viðbótar pumpu.
Ekkert gerðist markvert á leiðinni frá Horna-
firði til Eskifjarðar, nema það, að ég varð var
við, að við mundum vera fullgrunnt við Brök-
217