Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Blaðsíða 28
skipaskoðunarinnar, allt rafsoð-
ið ,úr stáli nema stýríshús og
siglutréð, ofan á því, hvortveggja
úr aluminium, svo áttavitarnir
truflist sem minnst. Þilfar öll
eru úr stáli, klædd trjávið, nema
vængir bátaþilfars úr við ein-
göngu. Skipsbátunum er skipt í
7 vatnsþétt hólf og botn tvöfald-
ur. Tvöföld bönd aftur að vélar-
rúmi, vélin 665 ha. Nohab-Polar
dieselvél og er venjulegur hraði
skipsins rúmar 12 mílur. Hjálp-
arvélar eru þrjár.- Stefni skips-
ins styrkt til siglingar í ís. Af
bátum og björgunartækjum hef-
ur skipið auk venjulegs björg-
unarbáts einn vélbát, svo 10-
manna gúm-björgunarbáta og
opinn léttbát úr gúmí. Tvær fær-
anlegar björgunardælur ásamt
miklum siöngum, svo dælurnar
má nota bæði til þess að dæla
úr skipinu vatni og sem slökkvi-
dælur elds á landi. í skipinu eru
dráttartaugar, tveir ljóskastar-
ar, logsuðutæki sjúkrabörur,
björgunarstóll, línubyssa o. fl.
til björgunar, sem Slysavarnar-
félagið hefur útvegað. Skipið er
vopnað einni 47 mm. fallbyssu
auk riffla, skammbyssna, dufla
o. fl. til venjulegrar landhelgis-
gæzlu. Vistarverur fyrir 14
manna áhöfn og 4 farþega eru
allar undir þiljum, mjög rúm-
góðar og er farþegaklefinn og
sjúkraklefi, þegar á þarf að
halda. Matsalir eru tveir og er
matsalurinn fyrir yfirmenn
skreyttur sýsluskjölum eða sýslu-
merkjum sýslumanna á Norður-
landi í réttum litum og fer áber-
andi vel á því og á landhelgis-
stjóri þakkir skilið fyrir, en hann
mun ráðið hafa.
Einmitt þegar við höfðum í
þessum snotra litla sal lokið síð-
degis kaffidrykkju, rann „Al-
bert“ fyrir aðaltá og Stráka inn
á Siglufjörð, sem var fyrsti
áfangastaðurinn, því fyrstir
voru Siglfirðingar að setja fram
hugmyndina um „Björgunar-
skútu Norðurlands" og leggja
fram fé til hennar, en Ólafsfirð-
ingar næstir með digrari sjóði.
Á leið okkar inn Siglufjörð
mættu okkur mörg íslenzk síld-
veiðiskip, sem voru að halda út
á reknetjaveiðar. Því miður kom
það átakanlega í ljós hér sem
oft áður, að seint lærist íslend-
ingum að virða fána sinn og sýna
þá menningu í meðferð hans, sem
allar þjóðir eiga að kunna, ekki
sízt hvítir menn, því mörg skip-
anna fóru fram hjá okkur án
þess að draga flagg við hún og
eigum við íslendingar þó eitt-
hvert fegursta flaggið í heimi og
táknrænasta fyrir okkur, kross-
fána, eins og frændþjóðir okkar
á Norðurlöndum, með liti elds og
ísa í krossinum á feldi blárra
fjalla. Það er undir þessum fána
sem íslenzku skipin sigldu á
stríðsárunum og íslenzkir sjó-
menn fórnuðu lífi til þess að
flytja sveltandi þjóðum mat-
björg. Líklega er ekki í neinum
íslenzkum skóla börnum eða
unglingum kennt að elska og
virða fána sinn og hvað er gert
í sjómannaskólanum?
Fánum skreyttur lagðist „Al-
bert“ að bryggju á Siglufirði kl.
5 síðdegis og lék lúðraflokkur
Siglufjarðar lagið „ísland ögr-
um skorið“ á meðan landfestar
voni bundnar og var það furðu-
legt hversu vel var leikið á þessi
fáu og fornu horn undir stjórn
Björgvins Jónssonar, en ekki
voru þau ætíð samhljóða. Því-
næst söng kirkjukór Siglufjarð-
ar fallegan sálm, en honum
stjórnar Páll Erlendsson. Þá
steig á skipsfjöl prófastur Eyja-
fjarðar . prófastsumdæmis séra
Sigurður Stefánsson á Möðru-
völlum í Hörgárdal og vígði
skipið til starfs að kristnum sið
með snjallri ræðu, en stef hennar
voru orðin „Guð í hjarta, Guð í
starfi gefur fararheill". Frú
Eiríksína Ásgrímsdóttir, sem er
hvorttveggja, formaður kvenna-
deildar Slysavarnafélags Siglu-
fjarðar og í Björgunarskútmúði
Norðurlands, bauð „Albert" vel-
kominn og árnaði hinu nýja
björgunar- og varðskipi heill og
hamingju og bað menn samfagna
því, að nú hefði rúmlega tuttugu
ára draumur rætzt á hinn feg-
ursta hátt, að fengin var glæsi-
leg „Björgunarskúta Norður-
Iands“, sem um leið gegndi því
starfi, að verja landhelgi okkar.
Undir þessi orð eða svipuð tók
og hafnsögumaður Þórarinn
Dúason, sem fyrir hönd karla-
deildarinnar bauð skipið velkom-
ið. — Á hafnarbryggjunni var
fjöldi manns, sem tók undir ám-
aðarkveðjurnar til skipsins. Þótti
mér vænst um að sjá hvað börn-
in voru mörg og unglingarnir,
sem fögnuðu „Albert“. Landhelg-
isstjóri Pétur Sigurðsson ávarp-
aði mannfjöldann með snjallri
ræðu og tók m. a. fram, að eng-
inn hefði fagnað þeirri stund
meira en hann sjálfur, að fá að
sigla þessu fallega björgunar- og
varðskipi, smíðað úr stáli af ís-
lenzkum mönnum, útbúið hinum
fullkomnustu tækjum, til Siglu-
fjarðar og annara hafna á Norð-
urlandi, því slysavarnardeildir
Norðurlands hefðu vissulega lagt
kjölinn að „Albert“ og ættu hann
raunverulega.
Um kvöldið höfðu slysavarna-
deildir Siglufjarðar boð inni á
Hótel Hvanneyri fyrir fjölda
gesta. Var það að öllu leyti hið
höfðinglegasta, engu óglæsilegra
en veizlurnar á Hótel Borg og
hinar mörgu og skemmtilegu
ræður engu lakari en ræðurnar
þar, enda stjórnaði Andrés kaup-
maður Hafliðason því af mik-
illi prýði, en hann er fulltrúi
Siglfirðinga í Björgunarskútu-
ráðinu, gjaldkeri ráðsins, sem
getur lagt fram, hvenær sem er,
áskilið tillag deildanna og vel
það.
Fékk ég þarna kærkomið tæki-
færi til þess að þakka Siglfirð-
ingum fyrir vináttu þeirra og
skilning ágætan við mig sumrin
1914—1919, þegar ég var lög-
reglustjóri þeirra. Þá var líf í
tuskunum, fyrri heimsstyrjöld-
in stóð yfir, „blessað stríðið" eins
og var í flimtingum haft, þá óð
síldin um allan sjó, logn var og
sólskin, skipin íslenzku og út-
lendu hlóðu sig, ensku herskipin
brutu alþjóðareglur þegar þau
komu til eftirlits á Siglufjarðar-
höfn, en litli „Islands Falk“ rak
þau út, þá var drukkið á kvöldin
og dansað, og hvernig síldarjent-