Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Qupperneq 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Qupperneq 29
Harmsaga hugvitsmanns Maðurinn, sem smíðaði sjófært gufuskip 20 árum á undan Robert Fulton og fann upp skipsskrúfuna hálfri öld á undan John Ericsson, var hafður að athlægi og dó óþekktur og misskilinn, sjálfsmorðsdauða. Kanski verkfræðingurinn, Jo- hann P. Sörensen, sem árið 1889 fékk þá hugmynd, að unnt myndi að senda tal þráðlaust, og sendi frá eyju nokkurri fyrir Dan- merkurströndum hljóðmerki, þráðlaust, til báts, 4 mílur un.l- an eynni, var ekki hinn eini með- al hugvitsmanna þessa heims, sem dó án þess að nafn hans öðl- aðist há frægð, sem hann hefði átt skilið. f sögu Bandaríkjanna getur einnig mann, sem gerði sams konar og aðrir urðu frægir fyrir, 20 árum seinna. Hugsjón- ir hans fóru með hann í gröfina, og á gröf hans glitraði ei neinn varði og ekki var minningu hans á neinn annan hátt sómi sýndur. Þessi maður, en starf hans og líf er lítt sem eigi þekkt, full- gerði gufubát af eigin rammleik og tókst að sigla honum með 5 mílna hraða móti árstraumi, 19 árum áður en Fulton kom <S>----------------------------- urnar fóru að því að kverka, dansa og gera hitt, skal ég ekk- ert um segja, en líf var bæði í tuskunum og treyjunum og aldrei sváfu stelpurnar yfir sig, en á sunndögum var aldrei unn- ið, þá messaði séra Bjarni Þor- steinsson ætíð fyrir troðfullri kirkju og þá var ekki messufall sökum heyanna og síldar, en fal- legra tón en hjá honum hef ég aldrei heyrt nema hjá vini hans og stéttarbróður vígslubiskup Norðlendinga, séra Geir Sæ- mundssyni, og aldrei séð tígu- legri og fallegri Drottins þjón fyrir altari en þessa tvo. f hin- um veraldlegu málum Siglfirð- inga var Hafliði hreppstjóri Guð- mundsson höfuðkempan og átti fram á sjónarsviðið með sínar uppfinningar. Nafn þess'a manns er John Fitch. Með þessu er þó ekki allt upp talið, því að John Fitch fann upp skipskrúfuna 50 árum á und- an John Ericsson. En heiðurinn af þeirri uppfinningu fékk hann ekki. Eigi fyrir alllöngu hefur sann- leikurinn um John Fitch komið fram í ljós dagsins, og fundizt hefur í skjalasöfnum Chicago- borgar mynd frá 1796, er sýnir gufubát með skrúfu, smíðaðan af John Fitch. Það er vitað, að þegar hinn snjalli uppfinningamaður á sviði loftskeytanna, Sörensen, var á æskuárum sínum sem óbreyttur sjóliði í danska flotanum, reyndi hann að komast til náms í verk- fræðiháskólanum í Khöfn, en var meinað það á þeim forsendum, að hann væri aðeins „fúskari“ ------------------------------<§> ég í starfi mínu þar engan vitr- ari og betri stuðningsmann, en næstur honum gekk minn ágæti lögregluþjónn Guðmundur frá Helgustöðum, sem var mér ómet- anlegur þegar mest gekk á og kær vinur. Þetta var nú útúrdúr, en hann mátti ekki styttri vera og þó full stuttur, því alveg hef ég gleymt að segja frá því, þeg- ar vinur minn Grímur á Kambi hitti enska herskipið í þokunni og tók aðmírálinn í land með sér að sækja póst og sagði stöðugt „fy tysk“ við hann í von um að fá fyrir a. m. k. viskíflösku, en fékk ekkei*t og komst að þeirri niðurstöðu, að Englendingar væru líklega engu betri en Þjóð- verjar. Frh. í næsta blaði. og skorti alla hæfileika og mennt- un til þess að fást við lausn erf- iðra tæknilegra vandamála. Á svipaðan hátt fór fyrir John Fitch, er hann, árið 1788, hóf tilraunir sínar með gufubát á ánni Delware og lagði uppdrætti sína fyrir Benjamín Franklín og bandaríska þingið. Menn brostu umburðarlyndisbrosi að skýja- borgum hans, eða virtu hann eigi viðlits fremur en hann væri geð- bilaður maður. Sá, sem ritaði bókina „Robert Fultan“, hefði átt að hugsa sig tvisvar um áður en hann ritaði hana, þar sem ævisaga Fitch er miklu athyglisverðari og drama- tískari (harmsögulegri) en Ful- tons. En (svo vitnað sé í Turg- enjef), hvernig getur maður vit- að það, sem maður veit ekki, eða það sem maður vill ekki vita? Nú hefur Bandaríkjamaðurinn Franklin M. Reck loksins sagt heiminum frá John Fitch og harmsögu hans í bók sinni um sögu samgöngutækja í Banda- ríkjunum. Sagan um þennan mikla uppfinningamann er þess virði, að maður kynni sér hana, því að hún sýnir, að jafnvel þótt menn séu gæddii' óþrjótandi iðni og þrautseigju og jafnvel snilli- gáfu, er það ekki alltaf nægilegt til þess að koma sér áfram í heiminum, og um leið er hún dapurlegur vitnisburður um mannlega lítilsvirðingu þess, sem telur sig vita betur en hinn, sem kominn er miklu lengra í sann- leiksleit sinni. Þær upplýsingar, sem Reck hefur tekizt að grafa upp um líf Fitchs, eru ekki ýkja miklar, og honum hefur ekki tekizt að kom- ast yfir mynd af manninum, en hið litla, sem hann hefur fundið, er allt skjalfest. John Fitch sá fyrst Ijós þessa heims hinn 21. janúar 1743 á fá- tæklegum bóndabæ nærri Wind- sor, Connecticut. Frá fyrstu bernskutíð er ferill hans stráð- ur brostnum vonum og bágind- um. Hann fékk örlitla barna- skólamenntun fram til tíu ára aldurs, og sautján ára að aldri réðst hann sem lærlingur hjá úr- 229

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.