Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Side 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Side 32
armiði sjómannsins skiptast þær aðeins í tvo hópa: þær, sem stinga, og þær sem ekki stinga. Fiskifræðingar verða ekki síð- ur en sjómenn fyrir barðinu á marglyttunni, þegar þeir eru að draga net sín. Þeir kalla brenni- frumurnar Nematocysts. Undir smásjánni sést hve frábært pyndingartæki þær eru, eins og lesa má í bók A. C. Hardy, The Open Sea: „Hugsið ykkur langa, mjóa gúmmíslöngu lokaða í annan endann líkt og þumall á hanzka, en í hinum endanum opin inn í stóra blöðru. Slangan er örlítið víðari í opna endann, og við op- ið eru nokkrar hárbeittar, blað- laga þynnur. Hugsið ykkur svo, að slangan og blaðran séu full af vökva og því næst, að henni sé snúið við og hún sé ranghverf inni í blöðrunni og hringuð upp, og þá hafið þið dágóða hugmynd um, hvernig þetta pyndingartæki er, þegar það er reiðubúið til að vinna verk sitt. Þegar eitthvað snertir örsmá veiðihár kringum opið, vex þrýst- ingurinn í blöðrunni snögglega, ekki vegna vöðvasamdráttar í veggjum blöðrunnar, heldur vegna þess, að vökvinn í henni vex. Ef blásið er af miklu afli inn í belg á gúmmíhanzka, sem þumlungnum hefur verið ,snúið við í, flettast þumlarnir út. Hið sama gerist í brenniblöðrunni. Slangan í henni flettist út hvað lítið sem komið er við veiðihár- in. Alit skeður þetta skjótara en augu verði á fest, þótt skoðað væri í smásjá. Hvað gerist þegar þumall á hanzka er blásinn þannig út? Hlutinn næst opinu kemur fyrst út, svo það sem eftir er af þuml- inum og loks gómurinn. Eins fer um slönguna í brenniblöðrunni. Þegar sá hlutinn, sem æst er op- inu, flettist út, rísa hinar egg- hvössu þynnur og rista skurð á dýrið, sem snerti veiðihárin, og inn í þennan skurð gengur slang- an eins og ör, því að hinn mikli þrýstingur í blöðrunni heldur henni stífri. Eftir að hún hefur öll fletzt við, er enn mikill þrýstingur í vökvanum í blöðrunni; það verð- ur til þess, að hún springur í endann og vökvinn í blöðrunni — lamandi eitur — spýtist inn í fórnardýrið. Þetta gefur sann- arlega ekki eftir sprautu og nál læknisins". Þarna sjáið þið svart á hvítu. Þetta er meinvaldurinn. Ég man ekki betur en brenninetlan fari svipað að. Þegar ég heyrði fyrst um þessar vökvaþrýstisting- frumur, velti ég því lengi fyrir mér, hvaðan þær fengju vatn, þegar þær svífa sem agnir í loft- inn. En það eru sjálfsagt marg- ar jafnvel á minnsta þráðarbút, sem um loftið svífur og nægilegt vatn viðloðandi hann. Og svo minntist ég þess, að mest svíður undan þeim í bleytu, og að þær gera alltaf aftur vart við sig, þegar maður þvær sér skömmu eftir að maður hefur. komizt í tæri við marglyttu. Ráð mitt til þeirra, sem verða fyrir marglyttum, hefur alltaf verið, að halda andlitinu þurru — eftir að það er einu sinni orð- ið þurrt. Því að í hvert skipti, sem það er vætt, byrjar aftur að svíða undan stungum, jafn- vel þó að marglytta sé hvergi nærri. Svo virðist sem eitthvað hafi þá verið eftir af ósprungn- um blöðrum, sem gerast virkar aftur, þegar þær koma í vatn — eru sem sé eins konar tíma- spengjur. Ég veit dæmi til þess, að þetta hafi komið fyrir fullum tólf tímum eftir að hlutaðeig- andi hafði komizt í kast við marglyttu. Það er einnig al- kunna, að þegar net hafa verið þurrkuð með marglyttu í, verða menn og konur sem með þau fara, fyrir stungum, einkum í nösum og munni. Marglytturnar tímgast á næsta óvenjulegan hátt. Egg og frjó- efni myndast í afkimum út frá maganum og sjást í gegnum hana eins og fjórir rauðleitir bogar. Eggin klekjast þar inni og síðan ,synda örsmáar lirfur, þaktar bifhárum út um munn móðurinnar, sveima um hríð lausar í sjónum og setjast svo fastar á þara o. fl. Þar verða þær að örsmáum dýrum, sem nefnast pólýp. Þeir sitja á mjó- um fæti og hafa munn á efri enda og marga munnarma. En næsta vor fer pólýpinn að skipta sér með þverskornum kringlum, sem losna smám saman, hver á fætur annarri og verða að mar- glyttum. Hér er því um kyn- lausa æxlun að ræða. Á þennan hátt myndast hundruð mar- glyttna á einu sumri af einum pólýp. Þó að marglyttan geti synt með því að draga saman hvelj- una og ýta þannig frá sér sjón- um, ræður hún sjálf lítið ferð- um sínum en berst mest með straumum líkt og svifið í sjón- um, enda er svifið og ýmsir smá- fiskar helzta fæða hennar. Og hún er matgírug í meira lagi. Munnurinn er neðan á klukk- unni miðri og í kringum hann fjórir sterkir munnarmar, sem einnig eru alsettir brenniblöðr- um. Frá munninum liggur stutt kok upp í meltingarholið eða magann, en frá honum liggja mjóar æðar í allar áttir og bera næringuna út um líkamann, ,en úrgangurinn skilar sér út aftur sömu leið, þ. e. um munninn. Það er ekki fátítt að heyra sjómenn segja, þegar þeir horfa ofan í sjó morandi af marglytt- um: „Til hvers skrattans eru þessi kvikindi?“ Og það er von þeir spyrji, því að ekki er vitað, að nokkur skepna leggi þær sér til munns. En eitthvert svar vilja menn fá, og því er jafnan ein- hver sem svarar: „Þær hreinsa óhreinindi úr sjónum“. Og það er rétt, að þær hreinsa sjóinn, þegar þess er gætt hve mikið af svifi þær éta. En hvort gagn er að þeirri hreinsun fyrir lífið í sjónum frá sjónarmiði okkar mannanna er meira en lítið vafa- samt. <S>------------------------------«> Hún: Er það satt, að sauðkindin sé heimsk? Hann: Já, lambið mitt. 282

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.