Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Síða 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Síða 33
STÚRIÐJA r A ÍSLANDI Dyrhólaey og ósinn í baksýn. Síðan ég ritaði greinina: „Höfn við Dyrhólaey", í Sjómannablað- ið Víkingur, 1947, sem einnig var birt í dagblöðum, hefur nokkurt i mtal orðið um það mál heima í iicraði og á alþingi. — Hefur tveim sinnum verið samþykkt á alþingi þingsályktun um að láta fram fara rannsókn á því, hvort unnt væri, frá tæknilegu sjón- armiði, að byggja höfn við Dyr- hólaey. Úr þessu hefur enn ekki fengist skorið, svo fullvíst geti talist, en þó má ráða af því er þegar hefur verið látið í Ijós, að um möguleika á hafnarbyggingu á þessum stað geti verið að ræða. f greininni 1947 gat ég um og rökstuddi að nokkru þau höfuð skilyrði, er hafa mikilvæg áhrif á vöxt og viðgang hafnar og sýndi fram á, að fáir staðir á landinu hefðu betri skilyrði sem hafnarstaður, ef takast mætti að sigrast á þeim tæknilegu örðug- leikum sem eru á því að byggja öruggt skipalægi við Dyrhólaey eða öllu heldur Dyrhólaós, og skal ekki endurtaka það hér. En ef því er slegið föstu að unnt sé að byggja örugga höfn á þessum stað, vil ég athuga enn eitt veiga- mikið atriði, er getur verið ein höfuðástæða að forsendu fyrir því, að við Dyrhólaey eigi að byggja höfn og það sem allra fyrst. Um það er rætt, að því er virð- ist í fullri alvöru af ábyrgum aðilum, að taka þurfi stórt og ákveðið skref til eflingar stór- iðju hér á landi. En allir virðast sammála um, að slíkt skref verði ekki tekið, nema til þess fáist mikið erlent fjármagn. Orkuna, sem nota á til stóriðnaðarins, er að finna í hinu mikla vatnasvæði Suðurlands, svo sem vatnasvæði Þjórsár og vatnasvæði Vestur- Skaftafellssýslu, Skaftá, Hólms- á, m. fl. Sannarlega virðist kominn tími til að tala um þessi mál í fullri alvöru og hefja nú þegar undir- búningsvinnu að þessum fram- kvæmdum, bæði heima og erlend- is. Þjóðin þarf að horfast ó- hræddum augum á það vanda- mál, er ýmsir virðast óttast, að færa inn í landið erlent fé til að koma á fót stóriðju, jafnvel þótt það kostaði einhver bráða- birgða fríðindi til þeirra er fjár- muni vildu leggja til þessara framkvæmda. Framtíð þjóðar- innar krefst þess að hafist verði handa um hagnýtingu vatnsork- unnar í landinu, og það notað til framleiðslu iðnaðarvarnings til útflutnings í stórum stíl. Því má ekki gleyma að kjarnorkan keppist nú við að verða sá fram- tíðar aflgjafi er útrýmt geti ann- ari orku, svo sem kolum, olíu, já og jafnvel vatnsorkunni. Hér þarf því að hafa hraðann á, svo ekki missist af strætistvagninum. Nú er spurningin, hvað kemur þetta við hafnargerð við Dyr- hólaey? Með framanritað í huga er því til að svara, að fyrsta framkvæmd í stóráætlun um stóriðju á Suðurlandi á að vera hafnargerð við Dyrhólaey, þar sem þessi staður er svo til mið- svæðis á hinu mikla vatnasvæði Suðurlands, ekki nema tiltölulega stuttar vegalengdir að væntan- legum orkuverum í austri og vestri. Sennilega yrði hér unninn útflutningsvarningur úr lofti og sjó. En vel má hugsa sér að fást mundi nokkuð hráefni til að vinna úr verðmæta vöru frá hinum nýfundnu hráefnanámum Græn- lands, já, og jafnvel Norður- Kanada, því vitað er að þessi lönd munu er tímar líða þurfa að senda frá sér ógrynni af óunnu hráefni til orkulinda á íslausum svæðum, er liggja í næsta ná- grenni og það er ísland vissu- lega. Talað er um að auka þurfi og viðhalda jafnvægi í byggð lands- ins. Þetta er vissulega rétt. En til þess að draga úr, hvað þá til að stöðva hinn öra straum fólks- ins að Faxaflóa þarf stórvirki til. Ekkert væri raunhæfara gert í þessum efnum en að staðsetja stórframkvæmdir þær er rísa munu, er hafist verður handa um 233

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.