Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Síða 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Síða 37
um víkinganna verið talið nor- rænt eignarland“.1 Með því að kalla Grænland nýlendu og eign- arland (dominion), þverneitar Danmörk því, að Grænland hafi átt nokkurt sjálfstæði. Sé nú at- hugað, hvaða norræn þjóð hafi getað átt þessa nýlendu eða dom- inion, verður útkoman sú, að ein- ungis geti verið um fsland að ræða. Miðvikudaginn þ. 10. nóv. 1954 hóf formaður dönsku sendi- nefndarinnar, Hennod Lamung landsréttarlögmaður, fyrstu ræðu sína um Grænland í 4. nefnd aðalþings SÞ. Ræðan hefur án efa verið samin í danska utan- ríkismálaráðuneytinu og verið vel yfirveguð. Hann mælti: Grænland fundu víkingar fyr- ir meira en þúsund árum. Land- ið var óbyggt, er þeir fundu það. .. . Þjóðfélagslega var Grænland með tslandi. .. . Grænland hefur aldrei verið nýlenda í hinni klass- ísku merkingu þess orðs, heldur hefur allt aftur á daga víking- anna verið talið vera norrænt eignarland“ ,2 Hér er því yfir lýst af Dan- mörku, að íslendingar hafi ekki tekið Grænland frá nokkurri annarri þjóð, og að það hafi ver- 1 Greenland has never been a colony in the same sense as the overseas poss- essions of other European powers which were rooted in the period of discovery and the commercial policy of the subsequent industriat period, but the country has as far back as the days of the Vikings been considered a Nordic dominion. 2 Grænland was discovered by Vik- ing-s more than thousand years ago, and shortly thereafter it was settled by scandinavian immigrants. They found the country uninhabited .... Politically Greenland was with Iceland. ... Greenland has never been a colony in the classical sense of this word, but as far back as the days of the Vikings has been considered a Nordic domin- ion“ (MP/2903). Þessi ræða Lamm- ungs var tekin upp á stálþráð. Hið óstytta vélritaða eintak mitt af henni fékk ég frá sendiherra íslands í Washington. ið hluti af ísl. þjóðfélaginu síð- an á víkingaöld. Eftir þessa atburði á aðalþingi SÞ birtist heima í Danmörku ádeila á dönsku sendinefndina og danska utanríkismálaráðuneytið fyrir ókurteisi og sögufölsun Noregi í óhag. Þessu svaraði danska utanríkismálaráðuneytið með yfirlýsingu dags. 27. nóv. 1954, þar sem það segir, að upp- lýsingar þær, sem Danmörk hafi gefið SÞ um Grænland, séu sann- ar og réttar og leggur sérstaka áherzlu á, að Lammung hafi sagt: „/ þjóðfélagslegu tilliti heyrði Grænland íslandi til . . .“' Eins og áður er sagt, fram- kvæmdi stjórnin í Khöfn sjálf þetta sjónarmið í orðum og verk- um, er hún 1814—1821 lét Græn- land fylgjast með hinu fullvalda móðurlandi þess, Islandi, burt frá Noregi og undan Noregs krónu. III. Sumir halda, að ég sé upphafs- maður þeirrar kenningar, að Grænland hafi verið nýlenda Is- lands, af því að ég varði ritgerð um þetta efni (Grönlands stats- retslige Stilling i Middelalderen, Osló 1928) fyrir doktorsgráðu í lögum við lagadeild háskólans í Osló 1928). En að því ég hef getað fundið, hefur fram til 18U5 ekki verið til nokkurt annað sjón- armið varðandi réttarstöðu Græn lands en þetta. Greinargerð fyrir skoðunum hinna fyrri islenzku 1 ,,I politisk Henseende hörte Grön- land sammen med Island ...“ Rétt á 'eftir bætti danska utanríkismálaráðu- neytið þessum orðum við til áherzlu: „Det turde af foranstaaende fremg'aa, at Beskyldningen for Historiefor- falskning savner Grundlag". (Jyllands- posten 28. nóv. 1954, bls. 15). —- Ýtar- lega greinargerð fyrir fi-amangreind- um játningum og yfirlýsingum Dan- merkur má finna í ritgerð minni „Mat- erialien zur jiigsten Gestaltung der Grönlandsfrage" í Evropa-Archiv 20. júlí 1956, og í ritgerðinni „Hvað sagði Danmörk SÞ um réttarstöðu Græn- lands í Tímariti lögfræðinga 1956. höfunda (fyrir 1800) um réttar- stöðu Grænlands er að finna i Réttarstöðu Grænlands, nýlendu íslands I. bls. 757—779. Þær eru eins og við er að búast, ekki sett- ar fram í stjórnlagaformi nú- tímans, heldur í samræmi við hugsun og lærdóm hins fornger- manska tíma, er þá ríkti enn hér á landi. En það gerir þær því merkari og óvéfengjanlegri. Þeg- ar þessir ísl. höfundar t. d. Arn- grímur Þorkelsson Vídalín (1703, Sigurður rector Stefáns- son (ca 1590), Arngrímur lærði (t. d. Specimen, 1643), Þórður Þorláksson (d. 1697), rita á lat- ínu, greina þeir þó frá nýlendu- stöðu Grænlands til íslands að nútíma hætti. Árið 1829 kom Grágás út í út- gáfu Þórðar Sveinbjarnarsonar háyfirdómara. I latneskum for- mála fyrir henni hélt J. F. W. Schlegel próf. í stjórnlagáfræði og réttarsögu við Hafnarháskóla og mikið vísindagoð Dana, því fram á grundvelli texta Grágás- ar sjálfrar, að Grænland hefði verið nýlenda íslands. Hinu sama hélt hann fram í ritgerð í Nord. Tidsskr. f. Oldk. 1832 I., bls. 109 —150.1 Á árunum 1952—1883 gaf Vil- hjálmur Finsen, hæstaréttardóm- ari í hætarétti Dana og heiðurs- doktor Hafnarháskóla í lögum fyrir mikil og ágæt fræðistörf, út alla Grágás með einsdæma vandvirkni og snilld. í þessari út- gáfu bendir hann víða á það, að 1 „Fordi ved den [Grágás] bedst er- holdes Kundskab om. . . . Landets For- hold til andre Stater, især de nordiske, og til dets grönlandske Colonier ...“ „... I Graagaasen findes de mest af- gjörende Lovbestemmelser om Islands Forhold til sin grönlandske Colonie • • •“ „. Heraf skjönnes baade at is- landske Love og Retsnormer vare og- saa gjeldende paa Grönland og at Domstolene her vare organiserede paa lignende Maade som paa Island, og at Retsplejen var paa denne grön- landske Colonie ligesaa betryggende som paa Moderlandet Island — saa at man derfor tillagde de Domme her af- sagdes fuld Retsvirkning“. 287

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.