Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Síða 39
áttu í íslenzku. í bókinni „Islands
völkerrechtliche Stellung“, sem
Herhert Kraus prófessor í þjóða-
rétti gaf út í „Intnationalrecht-
liche Abhandlungen", Berlin-
Griinewald 1934, segir Lund-
borg: „Grænland var hluti ís-
lenzka þjó'öfélagsins. Fyrstu
landnámsmenn þess komu frá
íslandi í einum, hóp undir sam-
eiginlegm fonistu. Þeir fluttu
hiö íslenzka réttarsamfélag meö
sér til Grænlands, íslenzk lög
gengu þar, og sáttmálinn frá
1263, sem ég síðar mun minnast
á, kvað á um sambandið milli
Noregskonungs og íslenzka þjóð-
félagsins, þar með einnig aö
sjálfsögðu hvað Grænland
snerti“1
Yfirráðarétti íslands yfir
Grænlandi hefur dr. Lundborg
haldið fram í fjölda erlendra
blaða og tímarita m. a. í Ameri-
can Jou'rnal of International Law
og Archiv fur Rechts und Wirt-
schaftsphilosophie. Enginn
möguleiki er hér á að rekja öll
þau ágætu skrif hans. Sem sýnis-
horn af þeim tek ég aðeins upp
smáglefsur af hans eigin sjálf-
stæðu skoðunum í ritdómi hans
um fyrstu 768 blaðsíðurnar af
Réttarst. Grænlands er birtist í
sænsku og ísl. blaði:
„Eftir að hafa . . . kynnt mér
aðalheimildarritin, sem hann [þ.
e. J. D.] vitnar í, álít ég það full-
sannað mál, að Grænland hafi
alla tíð, allt frá því að það hyggð-
ist, verið íslenzk nýlenda. Það
stóð undir íslands lögum, og kom
með móðurlandi sínu undir Nor-
egskonung við gerð Gamla sátt-
mála. Skoðunum mínum um
1 „Grönland maeht einen Teil des
islandichen Staats aus Seine ersten
Besiedler kamen aus Island, in einer
Gruppe unter gemeinsamer Leitung.
Sie brachten die islándische Rechts-
gemeinschaft nach Grönland mit; is-
lándische Gesetze galten dort, und der
Vertrag von 1263, auf den ich spáter
noch zuruckkomme, regelte das Ver-
háltnis zwischen dem König von Nor-
wegen und dem islándischen Staat, also
damit ohne weiteres auch was Grön-
land betrifft" (bls. 2—3).
þetta hef ég haldið fram í riti
mínu „Islands völkerrechtliche
Stellung . ..“
Hann staðfestir svo, að kenn-
ingar J. D. séu réttar, og bætir
því næst við frá eigin brjósti:
Mér virðist, að ekki ætti leng-
ur að leika nokkur vafi á rétt-
arstöðu Grænlands í fornöld.
Það var íslenzk nýlenda, hluti úr
hinu íslenzka réttarsvæði, „vár-
um lögum“ .. . „Það sem ég nú
skrifa, eru mínar eigin ályktanir
í Grænlandsmálinu.
Eftir minni skoðun, sem ég
hef margoft látið í Ijós viö hin
ýmislegustu tækifæri, var ísland
samkvæmt Gamla sáttmála, einn-
ig eftir sameininguna við Noreg
og síðar Danmörk de jure full-
valda og þjóðaréttarleg persóna.
Að staða þess, er tímar liðu, varð
í framkvæmd á annan veg, staf-
aði af því, að heitt var ofbeldi.
Ofbeldi getur aldrei skapað var-
anlegan rétt. tsland hélt alltaf
fast við hina sjálfstæðu stöðu
sína. Þar sem Grænland kom sem
íslenzkt land með íslandi í sam-
hand við Noreg og Danmörk,
glataði ísland ekki sínum áður
fengna rétti til Grænlands. Það
. ætti að vera algjörlega augljóst
•mál. En enn kom ofheldið með
í leikinn. í hinum nýja sáttmála,
sem gerður var 1918 milli ís-
lands og Danmerkur, var eng-
inn fyrirvari settur um rétt ís-
lands til Grænlands. En að ís-
land hafði þó ekki þar með
gleymt sínum gömlu landsyfir-
ráðum yfir Grænlandi, kom í
Ijós, er harðna tók á Grænlands-
málinu fyrir nokkrum árum
vegna þess, að Noregur gerði
kröfu til Austur-Grænlands.
Ágreiningnum var stefnt fyrir
alþjóðadómstólinn í Haag, sem
með dómi upplcevðnum 1933
ógilti kröfu Noregs. Hann gerði
það enn fremur satt og sannað,
að þau landsyfirráð, sem í forn-
öld voru stofnuð yfir Grænlandi,
hefðu aldrei glatast (blaðsíða f7
—J+8 í hinni opinberu útgáfu
Grænlandsdómsins, Leyden
1933). Að vísu leit dómurinn í
samræmi við samhljóða staðhæf-
ing beggja málsáðila svo á, að
Grænland hefði verið sjálfstætt
lýðveldi, sem gengið hefði undir
Noreg, en hið sama hlýtur einnig
að gilda viðvíkjandi landsyfir-
ráðum yfir Grænlandi í eigin-
leika þess sem íslenzkrar ný-
lendu. Hvað gerði ísland, eftir
að Grænlandsmálinu hafði verið
skotið til Haags? Eklcert opin-
bert! En að Grænland var alls
eklci gleymt á íslandi, má sjá á
því, að þegar deilan milli Noregs
og Danmerkur var hafin, bar
fyrrverandi forsætisráðherra,
Jón Þorláksson, fram tillögu til
dagskrár á Alþingi þess efnis,
að þingið skoraði á landsstjórn-
ina að gæta hagsmuna íslands
í gangi málsins milli Danmerkur
og Noregs. Hann hélt því fram,
að ísland ætti bæði réttar og
hagsmuna að gæta á Grænlandi.
Eftir meðferð í þinginu var mál-
ið lagt fyrir utanríkismálanefnd.
Síðar samþykkti Alþingi þings-
élyktunartillögu, þar sem skor-
að var á landsstjórnina að gæta
málsstaðar íslands í Haag. Er
ekkert heyrðist um gang málsins,
kom fram fyrirspurn á Alþingi
til landsstjórnannnar um, hvað
gert hefði verið í rnálinu. Þessan
fyrirspurn var ekki svarað.
Ef íslenzka stjórnin skyldi hér
eftir taka upp samninga við Dan-
Varðskipsmenn á m/s Ægir.
239