Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Qupperneq 42
um hjá nefndum þeim, sem um þau
eiga að fjalla á vegum Sameinuðu
þjóðanna, sé án tafar stigið næsta
skrefið. Gert hefur verið ráð fyrir
að þær niðurstöður muni ekki heim-
ila meiri útfærzlu en 12 mílur frá
grunnlínustöðunum. Verði þær hins
vegar þannig, að fært sé að færa
línuna lengra út, t. d. 16 sjómíl-
ur, leggjum vér áherzlu á að svo
langt verði farið.
í því sambandi vill 18. þing FFSÍ
minna á þá sögulegu staðreynd, að
tilskipunin frá 1662 um 16 sjó-
mílur var ekki formlega felld nið-
ur f.yrr en með þvingunarsamning-
unum frá árinu 1901, sem danska
rikisstjórnin þröngvaði þá upp á
íslenzku þjóðina.
Efnahagsmál sjávarútvegsins.
18. þing FFSÍ skorar á Alþingi
og ríkisstjórn að taka, á yfirstand-
andi Alþingi. til nýrrar yfirvegun-
ar og úrlausnar efnahagsörðugleika
sjávarútvegsins á þann veg, að
horfið verði frá styrkjaleiðinni og
út.gerðinni fenginn heilbrigður
rekstursgrundvöllur.
Greinargerð.
Það er staðreynd, sem ekki verð-
ur framhjá fengið, að sjávarútveg-
urinn og þá einkum fiskiskipaflot-
inn, hefur ekki búið við eðlilegan
rekstursgrundvöll undanfarin ár. En
á því tímabili hefur uppbótarleiðin
verið valin til þess að komast hjá
algjörðum vandræðum og fram-
leiðslustöðvun, en jafnan af svo
skornum skammti, að eðlilegur
rekstursgrundvöllur er sjaldgæft
f.yrirbrigði, og flest fyrirtæki sjáv-
arútvegsins safna milljónaskuldum.
Má þessari staðhæfingu til skýr-
ingar vísa til greinar, er hagfræð-
ingur Landsbankans ritaði í Fjár-
málatíðindi í sept. 1955, en þar
segir m. a.: „... heilar atvinnu-
greinar hafa verið reknar með þrá-
látu tapi árum saman, en vegna
mikiivægi þejrra fyrir þióðarbúið,
hafa bankarnir neyðst til þess að
halda áfram lánveitingum til þeirra,
jafnvel þótt fyrirtækin væru komin
á gjaldþrotsbarm.
Þetta hefur leitt af sér marg-
víslega óheilbrigt ástand fyrir sjáv-
arútveginn í heild. Eitt hið alvar-
legasta, auk skuldasöfnunar, er að
þessi höfuðatvinnuvegur þjóðarinn-
ar hefur ekki getað búið svo vel
að sjálfum sér að hann gæti end-
urnýjað atvinnutæki sín á eðlileg-
an hátt, og því síður að hann væri
samkeppnisfær um vinnuafl til jafns
við aðra atvinnuvegi, en það hefur
aftur leitt af sér óeðlilega atvinnu-
skiptingu þjóðarinnar. Fjármagn
hefur leitað út í innanlandsviðskipti
og verzlun.
Hagskýrslur sýna, að fólkið hverf-
ur stöðugt frá framleiðsluatvinnu-
vegunum, en þjóðin kaupir erlent
vinnuafl til þess að starfrækja at-
vinnutækin, einfaldlega vegna þess
að framleiðslaatvinnuvegirnir geta
ekki lengur boðið beztu lífskjör og
afkomumöguleika til jafns við það
sem þekkist og viðgengzt hjá öðr-
um atvinnugreinum landsmanna.
Um atvinnuskiptingu þjóðarinnar
segir í hagskýrslum, að 1940 voru
46,4% starfandi við landbúnað og
fiskveiðar, en 27% við iðnað, verzl-
un og byggingar. Árið 1950 höfðu
þessi hlutföll algjörlega snúizt við,
því þá eru aðeins 30,7% við land-
búnað og fiskveiðar, en 40% við
iðnað, verzlun og byggingar. Þetta
væri í sjálfu sér eðlilegt, ef ástæð-
an væri sú, að hér væri að rísa
upp iðnaðarþjóðfélag, sem tæki við
framleiðslu útflutningsverðmæta
þjóðarinnar í ríkara mæli en nú
er. Svo er þó ekki, því sjávarútveg-
urinn heldur áfram eins og hann
hefur áður gert, að afla 90—95%
af útflutningsverðmætunum.
Atvinnumálastofnun Islands.
18. þing FFSÍ skorar á Alþingi
og ríkisstjórn að láta gera nákvæma
athugun á bví hvort ekki væri
framkvæmanlegt að koma á alls-
herjarstofnun um atvinnumál þjóð-
arinnar, með svipuðu starfsviði og
nú er á Iðnaðarmálastofnun íslands.
Greinargerð.
Með tillögu þessari er leitast við
að sameina á einn stað, að sem
mestu leyti, heildarsamstarf í at-
vinnumálum þjóðarinnar, og þá að-
allega í sambandi við atvinnugrein-
ar hennar.
Tillagan er fram komin með það
fyrir augum að breyta verði að
nokkru núverandi fyrirkomulagi
Iðnaðarmálastofnunar íslands. í
samræmi við það yrði nafni stofn-
unarinnar breytt i Atvinnumála-
stofnun íslands. Eins og nú er hátt-
að t. d. um sjávarútveginn, eru
hinar opinberu stofnanir í hans
þágu tiltölulega margskiptar, í lána-
stofnanir, upplýsingastofnanir og
rannsóknarstofnanir, en að því er
virðist heldur lítil, eða jafnvel eng-
in samvinna á milli þessara stofn-
ana. Atvinnudeild Háskólans mun
hafa margþætta rannsóknarstarf-
semi fyrir sjávarútveginn og sama
mun t. d. með Fiskifélag íslands
Fiskveiðisjóður hefur lánveitingar
og styrkveitingar til ýmis konar
tilraunastarfsemi og þar að auki
eru öðru hvoru skipaðar tíma-
bundnar nefndir til þess að gera
tilraunir t. d. til síldveiða með ný
veiðarfæri o. s. frv.
Ennfremur eru skipaðar nefndir
af Alþingi og ríkisstjórn til þess
að gera athuganir á efnahags-
ástandi vélbátaflotans og togara-
flotans, er leita ýmissa mikilsverðra
upplýsinga, en sem í flestum til-
fellum verður að vinna að nýju
hverju sinni og falla venjulega í
gleymsku að loknu nefndarstarfi.
Fyrirkomulag þetta er bæði dýrt
og óhagkvæmt. Með almennri At-
vinnumálastofnun ríkisins mætti
samræma alla þessa starfsemi að
verulegu leyti. T. d. með því að
komið yrði upp sérstakri stjórn fyr-
ir hverja atvinnugrein innan stofn-
unarinnar er heyrði undir viðkom-
andi ráðuneyti á atvinnumálum. En
að uppbyggingu væri svipað eins
og nú er samkv. 7. gr. starfsreglna
fyrir Iðnaðarmálastofnunina, nema
að tilnefning í stjórnina komi að
sínu leyti af hálfu þeirra aðila, er
kæmu helzt til greina í sambandi
við sjávarútveg landsmanna.
Einnig kæmi til greina að slík
alhliða stofnun atvinnuveganna
hefði eina sameiginlega fram-
kvæmdastjórn, er kosin væri af sér-
stjórnum atvinnugreinanna. Með
slíku kerfi ætti það að vinnast, að
þeir aðilar, sem nú starfa dreifðir
að þessum málum, kynntust betur
hvað er að gerast í hverri atvinnu-
grein fyrir sig, og ekki sé verið að
eyða starfskröftum, tíma og fjár-
magni til þess að vinna að sömu
eða hliðstæðum verkefnum innan
atvinnuveganna af ótalmörgum að-
ilum, sem lítið vita um annarra
störf og niðurstöður.
Uppeldisstöðvar nytjafisks.
18. þing FFSÍ skorar á rétta að-
ila að láta fara fram athugun á
því, hvort ekki hafi safnazt fyrir
á uppeldisstöðvum nytjafiskanna
þorsks og ýsu, fisktegundir, sem
eyði æti og fæli ungviði nytjafisk-
anna frá.
242