Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Page 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Page 43
l/LÓVir UM METRAKERFIÐ Hér birtast örfáar vísur eftir Einar- Bogason frá Hringsdal. Vísur þessar hefur Einar gert að gamni sínu. Hann er þeirrar trúar, að til að muna >™isa hluti, svo sem landafræðisnöfn, stærðfræði formúlur, einingar o. fl., þá sé ekkert betra til, en að færa slíkt í bundið mál. Ég legg engan dóm á þessa skoðun hans. Víst er að Ijóð, sem maður lærir haldast betur í minni en laust mál. Ég hef átt þess kost að sjá flestar vísur Einars. Finnst mér mest koma til landafræðivísna hans. Þær væru þess vel virði, að út kæmu á prent. Einar hefur gefið út stærð- fræðileg formúluljóð. Þar eru almennar stærðfræðireglur sett- ar í bundið mál. Hvaða álit, sem menn hafa á þeim, er það víst, að margir hafa haft þeirra not. Gaman er að heyra menn þruma úr sér vísu, er þeir þurfa að grafa upp einhverja formúlu, eins og t. d. kúluformúlunu, tri- gonometriskar formúlur eða regluna um tvíliðaða stærð í öðru veldi, svo eitthvað sé nefnt. Fyrir ljóðelska menn verður þetta miklu auðveldara, heldur en að þurfa að grípa til út- leiðsluaðferðanna, sem oftast eru svo ekki á færi nema beztu stærðfræðinga að nota. Einar er nú 76 ára gamall. Hann bjó- fram á efri ár í Hringsdal við Arnarfjörð. stundaði hann þar sjó, jafn- framt búi sínu, eins og títt er um vestfirzka bændur. Hann hefur ávallt haft gaman af fræðistörfum og hefur forkunn- arfagra rithönd. Vísur hans, sem ég álit um margt athyglisverðar, bera þess glöggt merki, að bóndi við erfið- isvinnu hefur komizt langt í að afla sér þelckingar með sjálfs- námi og grúski. Örn Steinsson. 1. Myría tíu þúsund þýðir. Þúsund kíló — mundu nú. Hektó hundrað — heyri lýðir. Hugleið deka er tíu þú. 2. Einn tíunda tel ég desí, tel hundraðasta sentí þú. Einn þúsundasti þýðir millí. Þetta lærast vel skal nú. Frumeiningar metrakerfisins. 3. Frumeiningar metramálsins mæli ég fram. Meter, líter málin heita; mundu líka gram Lengdarmál. 2 danskar mílur 15 lcíló- metrar. 1. Mílur tvær, það mundu vel, munu 15 það ég tel kílómetrar — kunna átt. Kalla víst það þarflegt mátt. 10 falhnar = 19 metrar. 2. Tiu faðmar teljast 19 vera metrarnir — það mundu vel. Ein alin = 63 sentímetrar. 3. Ef þú vilt fá eina’ alin, í hennar stað — það mundu’ ávalt, 63 — þér segi ég vin, sentímetra’ um þiðja skalt. 1 sjómila 1852 metrar. 4. Ein sjómíla er — athugið — átján hundruð fimmtíu og tvær Mikla nauðsyn ég það tel. 5 metrar 8 álnir. 5. Eru 5 metrar — 'allvel nem, 8 álnir sama sem. 5 þumlungar — það vel heyr, 13 sentímetrar eru þeir. 3,19 fet 1 metri. Þrír komma nítján fetin metra eru í. 13 sent’metrar 5 þumlungar, — Þér ber gæta’ að því. Þyngdarmál. 1 kíló 2 pund og 1 pund 500 grömm. 1. Kíló tvípund kalla ber. Kíló 2 pund víst því er. Fimmhundruð grömm veigaver víst er pundið, ég þér tér. Tæp 16 grömm = 1 lóð og 5 grömm = 1 kvint. 2. Sextán grömm tæp segjum lóð eitt geri. Víst þá 5 grömm veit ég því, vera kvinti einu í. 1 tonn = 25 skáppund. 3. Tuttugu og fimm í tonnum fjórum eru skippundin — það skaltu sjá. Skjótt þú munt það reiknað fá. 1 tonn = 63A skippund. 4. Skippund að tonni ef skaltu gera, skil ég þér að vita’ er þarft. Að skippund í tonni víst mun vera. vita skaltu er sex og kvart. 1 tonn = 1000 kíló — 2000 pund. 5. Tvö þúsund pund talið er að tonn eitt geri. Þúsund kíló það og veri. <$-----------------------------<s> Myndarlegur smoklcfiskur. 243

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.