Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Síða 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Síða 44
Sjóferðin er á enda og hafnsögumaðurinn, lít- ill og kviklegur, vindur sér upp á þilfarið, hneigir sig, brosir og býður okkur velkomna, hleypur síðan upp á stjómpall. Við borðstokkinn standa skipverjar og stara til lands. Fram undan blasir við hið heilaga fjall Fujima með snjó á toppn- um. En á báðar hliðar er fjöldi amerískra her- skipa og herflutningaskipa. Við erum ekki aðeins komnir til japönsku hafn- arborgarinnar Yokosuka heldur einnig til aðal- bækistöðva ameríska flotans, sem herjar við Kóreustrendur. Oh'ufarmur sá, sem við höfðum innanborðs, var ætlaður flota þeim. Þessi olíuflutningur var sú óbeina aðstoð, sem við veittum við dráp á Kóreubúum og Kínverjum, en það eru skiptar skoðanir um, hve göfug iðja það er. Jafnskjótt og skipið var lagzt að hafnarbakkanum, streyma um borð læknar, tollverðir og lögregluþjónar. Eftir stundarþras við áðurnefnda heiðursmenn var landgönguleyfi fengið, stimplað af herstjóra staðarins. Síðan f jölmenntum við til fyrsta stýri- manns, sóttum peninga og tóku flestir ríflega fúlgu. Þegar líða tók á daginn, fóru menn að flykkj- ast í land og auðvitað þurfti ekki að hvetja mig; til landgöngu, fremur en aðra. Landgöngufélag- ar mínir voru allir ágætismenn bæði til verks og alls þess, er mest á reynir í framandi höfn. Við félagar héldum á land upp, en vorum stöðv- aðir við hlið eitt af nokkrum vígalegum amerík- öriúm. Eftir að þeir heiðursmenn höfðu gengið úr skugga um, að við værum ekki útsendarar hins alþjóðlega kommúnisma, var okkur leiðin frjáls upp í borgina. Það sem fyrir augu ber í japanskri borg er gjörólíkt því, sem við erum vanir í Evrópu og Ameríku, að undantekinni götumynd, sem virðist fylgja okkar marglofaða lýðræðisskipulagi eins og skuggi, en það eru betlarar og vændiskonur. En slíkt er algengt að sjá, hvort sem við komum til Napoli á ftalíu, Pireus í Grikklandi, Phila- delphia í USA eða Yokosuka í Japan. Það fyrsta, sem athygli okkar beinist að, er hið fjöruga verzlunarlíf á strætum úti. Það iðar allt af lífi, og kaupmenn lofsyngja vörur sínar hástöfum. Allir mögulegir hlutir eru falir allt frá smábarnaleikföngum upp til fagurra austur- lenzkr-a blómarósa. En þær blessaðar dúfur taka kynsystrum sínum í Evrópu fram um margt. Sá, sem einu sinni hefur verið í Japan, getur aldrei gleymt þessum yndislegu, smávöxnu kvenverum, með svarta hárið og skásettu augun. Við höldum nú áfram göngu okkar upp eftir Yamasitastræti og stöldrum öðru hverju við og horfum á götulífið. Einstöku sendlar frá gleði- húsum stöðva okkur og bjóða okkur fylgd til húsa sinna og lýsa fagurlega öllum þeim unaðssemdum, sem þar eru á boðstólum. Við afþökkum hæversk- lega, en í kjölfar sendlanna koma Rikshawa-öku- menn og bjóða okkur þjónustu sína, en við kjós- um að ganga í þetta skipti. Risawa-ökumenn er stétt manna, sem aðeins er starfandi í Austur-Asíu. ökutæki þeirra, Ris- awa, er vagn, sem dreginn er af manni, þ. e. a. s. þeim sjálfum. Nú er orðið algengara að ökumaður sé á reiðhjóli og dragi vagninn. I augum okkar Evrópumanna sýna þessir smávöxnu erfiðismenn alveg yfirnáttúrlegt þrek og úthald. Sú saga hefur mér verið sögð, að þegar Jap- anir hertóku Singapore í seinni heimsstyrjöld- inni, tóku þeir alla enska yfirmenn og neyddu þá til þess að draga Risawa, en enskt kvenfólk íétu þeir í pútnahús til afnota fyrir hermennina. Ekki þori ég að ábyrgjast sannsögli þessarar frásagnar. Við virðum fyrir okkur fólkið á götunni; þar ber mikið á kvenfólki í sérkennilegum og falleg- um þjóðbúningum og sumar bera ungbörn á baki sér. Víða er handiðnaðarfólk við vinnu sína, klæð- skerar, málarar, myndskerar og útsaumasnilling- ar. Handtökin virðast okkur svo hröð og afköstin geysileg, að furðu sætir. Aldrei hef ég séð jafn fagra handunna gripi annars staðar. Og eftir að hafa séð þetta, finnst mönnum handiðnaður Ev- rópumanna hreinasta fúsk. Þegar menn hafa vinnuhraða og verkhyggni japansks verkalýðs er það augljóst, að það var engin tilviljun, að Jap- anir voru næstum búnir að afmá veldi hvítra manna í Austur-Asíu í síðustu heimsstyrjöld. Þegar við virðum fyrir okkur fólkið, sjáum við hvergi hina grimmdarlegu og hryssingslegu Jap- ana úr áróðurskvikmyndum styrjaldaráranna. Aftur á móti er fólkið háttprútt og hið Ijúfasta í viðmóti. Frekja og óráðvendni eru fremur sjald- gæft fyrirbrigði, þótt lítið fari fyrir kristindómi, sem við Vesturlandabúar höfum víst í ríkum mæli og meira að segja til útflutnings. Nú lá leið okkar inn í aljapanska veitinga- staði, og áður en við gengum inn, urðum við að draga skóna af fótum okkar og skilja þá eftir í anddyrinu, en það er siður þar í landi, en slíkt 244

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.