Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Page 45
væri oheppilegi á Vesturlöndum, því að skónum
yrði stolið á augabragði. Gullfalleg Geisha-stúlka
vísar okkur til sætis á ábreiðu á gólfinu við borð,
sem er um það bil tvö fet á hæð. Við báðum um
mat og drykk, og okkur voru færðar skálar með
hrísgrjónum og karry og hvítvín til drykkjar og
matprjóna til að borða með. En blessuð Geisha-
stúlkan reyndi að kenna okkur handtökin við
prjónana. Á meðan á máltíðinni stóð, skemmti
hún okkur með leik á japanskt strengjahljóðfæri.
Frá veitingahúsinu var haldið beint til eins
af húsum gleðinnar og var okkur vel tekið þar.
Næsta morgun héldum við til skips, og næstu
dagar voru allt of fljótir að líða með sínum smá-
ævintýrum og prangleiðangrum.
Síðasta kvöldið í höfn vorum við staddir á
„Captain China“, knæpu, sem er mikið sótt af
hernámsliðinu. Við vorum orðnir mjög félitlir,
en þá datt Þjóðverja, sem var einn okkar, það
snjallræði í hug að sýna útúr fullum amerískum
liðsforingja demantshring, sem hann átti og sann-
aði ágæti hringsins á þann hátt að skera í ölglas
með steininum. Amexúkaninn vildi óður kaupa
hringinn og borgaði 40 dollara fyrir hann. Urn
leið og Þjóðverjinn hafði fengið dollarana í hend-
ur, hypjuðum við okkur út af knæpunni.
Það er af hringnum að segja, að hann var úr
látúni, en steinninn úr gleri. Gripui’imx var keypt-
ur í Súez fyrir tvo pakka af sígarettum.
Dollai’ax’nir komu sér vel síðasta kvöldið, því
að skipvei’jar voi'u allir orðixir félausir, en bjór-
þox’stinn tekur ekki tillit til þess.
Svo rann upp fai’ardagurinn og allir kvöddum
við land sólaruppkomunnar með sárunx söknuði,
en það var huggun harmi gegn, að íxæstu ferð
var einnig heitið þangað.
Stutt
á Cl CJ ct -
ej^ni
Njáll skellti þungri járnhurðinni og smellti lok-
unum fyrir. Sjó braut á járnþilinu undir bátapallin-
um. Þeir heyrðu dynkinn — svo örlaði inn með gúmmí-
þéttinum á hurðinni. Það logaði ljós undir pallinum
ög freyðandinn á kýrauganu var ljósgrænn að sjá
í gegn um.
„Hvað er að frétta?" spurði Samúel strax og Njáll
kom í eldhúsið.
„Ekki í stakk inn í eldhúsið", sagði matsveinninn.
„Hver hugsar um eitt andskotans eldhús, þegar
svona stendur á?“ hreytti Njáll út úr sér.
„Ég hugsa um eldhús“, sagði kokkurinn. „Við kom-
umst ekki af án eldhúss, hvemig sem á stendur".
„Hvað er að frétta?“ spurði Samúel aftur.
„Við finnum hann aldrei í þessu þreifandi hel-
víti“, sagði Njáll. „Ég held að karlinn sé að gefast
upp á að leita“.
„Úr stakknum", skipaði kokkurinn.
„Haltu kjafti!“ sagði Njáll.
„Hann á konu og þrjú böm“, sagði Samúel, „eða
átti“.
„Við eigum allir konu og börn“, sagði Njáll. „Hvaða
mismun gerir það?“
Hann hellti köldu kaffi í könnu og svolgraði það
í sig.
„Það er leiðinlegra að fara til svona frá mikilli
ómegð“, sagði Samúel.
„Þeir fara flestir frá ómegð, sem fara á annað
borð“. sagði Njáll.
„Úr stakknum!" skipaði kokkurinn og mundaði
kjötöxina.
„Þú ert fífl“, sagði Njáll, en dró þó blautan stakk-
inn yfir höfuð sér.
„Hvað verður nú um konuna og börnin?" sagði
Samúel.
„Það blessast einhvernveginn". sagði Njáll og
fleygði stakknum fram í ganginn. „Ég hef aldrei orðið
var við annað en það blessist einhvern veginn“.
„Hann var þó fyrirvinnan", sagði Samuel. „Maður
er þó altént fyrirvinnan".
„Það blessast einhvern veginn“, sagði Njáll aftur.
„Víst ertu fyrirvinnan“. sagði kokkurinn hughreyst-
andi.
„Hann átti þó þrjú böm“, sagði Samúel.
„Börn þrífast", sagði kokkurinn. „Það er eðlis-
lögmál. Börn þrífast — engin hætta á öðru“.
„Nákvæmlega svona fór hann Sigurður heitinn"
sagði Samúel. „Sjóðvitlaust veður, hnútur reið á
skipinu — hann var horfinn og sást ekki meir. Það
var í skammdeginu nálægt jólunum“.
„Ef við förum ekki svona, þá förum við hins veg-
ar“, sagði kokkurinn. „Sjómaður á að drukkna. For-
feðrum okkar fannst sér ekki annað sæma en blæða
út á vígvellinum. Hafið er okkar vígstöðvar. En menn
eru meyrari nú á dögurn".
„Skepna ertu að tala svona“. sagði Samúel. „Hann
átti þó konu og þrjú börn“.
„Börn þrífast", endurtók kokkurinn. „Konur í flest-
um tilfellum líka. Þetta jafnar sig fljótlega".
„Hann var aldrei sjómaður", sagði Njáll. „Það var
meinið. Hann las kvæði. Menn sem lesa kvæði eiga
ekkert erindi til sjós“.
„Hvemig þá?“ spurði Samúel.
„Ég get ekki útskýrt það“, sagði Njáll. „En þeir
sem lesa kvæði eru meyrari en við hinir“.
„Horfðu í lófann á þér“, sagði kokkurinn.
„í hvað?“ spurði Samúel skilningsljór.
„í lófann á þér“, endurtók kokkurinn, greip um
fingurgóma Samúels og sneri lófa hans upp. „Þetta
ertu, svo þú vitir það. Þú ert tvær krumlur. Tíu fing-
ur — níu, vegna þess að þig vantar einn“.
„Er hann vitlaus", sagði Samúel og sneri sér að
Njáli.
Njáll yppti öxlum.
„Hver væri afkoma þín án þeirra?“ sagði kokk-
urinn. „Það eru krumlurnar, sem máli skipta fyrir
menn af okkar tagi. Allt annað er hégómi. Jafnvel
kvæðin".
„Hann er gjeggaður“, sagði Samúel.
„Hvernig vildi þetta til?“ spurði kokkurinn Njál.
„Engan veginn", sagði Njáll, „það kom brot. Ef
menn standa ekki klárir af brotum, þá em þeir ekki
sjómenn. Þeir eru til sjós, en samt ekki sjómenn.
Þannig er það með marga“.
„Þið talið um þetta eins og lélegt fiskirí“, sagði
245