Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1962, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1962, Blaðsíða 6
M.s. Stuðlaberg sekkur úi af Stafnesi Miðvikudaginn 21. febrúar s. 1. var Slysa- varnafélaginu tilkynnt, að Seyðisfjarðarbátsins Stuðlabergs NS 102, hefði ekki orðið vart síðan á laugardagskvöld, er síðast var haft samband við hann út af Selvogi. Um leið og leit var hafin kom í Ijós, að brak hafði fundizt á fjörunum milli Garðskaga og Sandgerðis, þar á meðal merktur bjarghringur, og nót hafði sézt mílu út af Stafnesi á mánudag. Á Stuðlaberginu voru 11 menn, en ekkert hefur til þeirra spurzt. Það var bróðir stýrimannsins, Björn Þorfinns- son,. skipstjóri á Heimaskaga, sem tilkynnti Henry Hálfdanarsyni, framkvæmdastjóra Slysa- varnafélagsins, að aðstandendur væru orðnir 46 uggandi um bátinn, en útgerðarstjórinn, Jón Jörundsson úr Keflavík, var jafnframt skipstjóri bátsins og því um borð. Útgerðarfélagið er Berg n.f. á Seyðisfirði, og eigendur auk skipstjórans Björgvin Jónsson á Seyðisfirði og Kristján Jör- undsson, bróðir skipstjórans, sem einnig var á Stuðlabergi. Er áhöfnin skráð í Njarðvíkum, að- eins einn skipverja frá Seyðisfirði og samkvæmt upplýsingum frá útgerðinni á Seyðisfirði hefur báturinn lagt upp hjá Bæjarútg. Hafnarfjarðar. BRAK REKIÐ Stuðlaberg var á síldveiðum fyrir Suðurlandi og er skipstjórinn hafði samband við Albert Bjarna- VÍKINGUR i

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.