Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1962, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1962, Blaðsíða 8
Þegar síðast heyrðist frá Stuðlaberginu var það út af Selvog- inum á heimleið. Nótin fannst liðlega milu út af Stafnesi og brakið á ströndlnni milli Garðskaga og Stafness. son, útgerðarmann í Keflavík á laugardagskvöld, var báturinn staddur út af Selvogi á heimleið. Það kvöld var slæmt veður á þessum slóðum. — Mörg skip voru á þessari siglingarleið, bæði á undan bátnum og eftir, en enginn virðist hafa heyrt neitt til hans eftir þetta. Slysavamafélagið sendi strax út tilkynningu um, að bátsins væri saknað og bað fólk á svæð- inu frá Höfnum að Garðskaga um að leita, svo og slysavarnadeildimar á þessu svæði. Kom þá í Ijós, að þama hafði rekið heilmikið brak af þil- farinu, án þess að því væri veitt athygli, þar sem ekki var saknað neins skips, þar á meðal bjarg- hringur með nafni bátsins hjá Þóroddsstöðum, milli Garðskaga og Sandgerðis. Birtu var farið að bregða er leitin hófst í fjörunni. LANDFÖST NÓT FANNST Þá kom í Ijós, að Jökulfellið hafði kl. 8,30 á mánudagsmorgun tilkynnt að sézt hefði síldamót liðlega mílu undan Stafnesi. Hafði landhelgis- gæzlan beðið Maríu Júlíu að huga að þessu, en hún komst hvergi nærri vegna þess, hve þar var grunnt, krappur sjór og hvasst. í gær flaug svo landhelgisflugvélin Rán yfir og sá þá, að nótin var enn á svipuðum stað, en lítið eitt innar. — Þegar féttam. Mbl. í gær- kvöldi hitti skipstjórann á Jökulfellinu, Arnór Gíslason, að máli, sagðist hann gera ráð fyrir því, að nótin væri föst í botni. STAÐURINN SEM HERMÓÐUR FÓRST Þegar blaðið hafði fengið fregnir af því, að föst nót hefði sézt liðlega mílu út af Stafnesi, rak okkur minni til að þetta væri á sama stað og Hermóður fórst. Við hringdum því í Lárus Þorsteinsson, skipherra, en það var hann, sem fann brakið, sem talið var vera af Hermóði. Lárus staðfesti, að þetta væri sami staður og aðspurður um, hvemig þarna háttaði, sagði hann: „Þetta er á venjulegri siglingaleið, þegar gott er í sjó, en í verra veðri fara menn yfirleitt dýpra. Þar sem fer að grynnka verður ákaflega kröpp alda, en strax betra 3 mílum utar. Mér hefur fundizt að svona 1,7 mílur út væri sjólagið verst“. ÁHÖFNIN 11 MANNS Þeir sem fórust með Stuðlabergi, voru þessir: Jón Jörundsson, skipstjóri, Faxabraut 40B, Keflavík, 32 ára, kvæntur og átti 4 böm. Pétur Þorfinnsson, stýrimaður, Engihlíð 12, Reykjavík, 30 ára, trúlofaður með 2 börn á fram- færi. Kristján Jönmdsson, 1. vélstjóri, bróðir skip- stjórans, Brekku, Ytri-Njarðvík, kvæntur en bamlaus. Karl Jónsson, 2. vélstj. Heiðarvegi 2, kvæntur. Birgir Guömundsson, matsveinn, Njálsgötu 22, Reykjavík, kvæntur og átti 4 börn. Stefán Elíasson, háseti, Hafnarfirði, ókvæntur. GuZrmmdur Ólason, Stórholti 22, Reykjavík, kvæntur, átti 3 böm. Gunnar Laxfoss Hávarðsson, Kirkjuvegi 46, Keflavík, 17 ára. Örn Ólafsson, Langeyrarvegi 9, Hafnarfirði, 22 ára, kvæntur en barnlaus. Kristmundur Benjamínsson, Kirkjuteig 14, Keflavík, kvæntur og átti 3 börn. Ingimundur Sigmarsson frá Seyðisfirði, 31 árs ókvæntur. Ekki er blaðinu kunnugt um heimilisástæður hjá öllum. Stuðlaberg NS 102 var stálbátur, 152 lestir að stærð, byggður í Noregi árið 1960 og hefur s. 1. ár verið gerður út frá Suðurnesjum. 48 VlKINQUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.