Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1962, Page 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1962, Page 20
cijur f l'/acjnuiSon, N eðansj ávar-sj ónvarp Notkun neðansjávarsjónvarps, hér á eftir skammstafað NS, hefur farið sívaxandi á síðustu árum til ýmissa vísindarann- sókna og hagnýtra starfa. NS er sérgrein svokallaðs iðnaðar- sjónvarps, en svo nefnast öll þau sjónvarpskerfi, sem ekki teljast til hins venjul. skemmt- anasjónvarps. NS greinist í tvær aðalgreinar, tæki til ýmissa at- hugana á skolpræsum, pípulögn- um alls konar og brunnum, og í öðru lagi tæki,. sem notuð eru í sjó og vötnum. Verður hér leit- ast við að gera stutta grein fyr- ir síðast nefndu tækjunum og tilgangi þeirra. Saga og þróun NS. NS var í fyrsta skipti notað við k j arnorkusprengj utilraunir Bandaríkjamanna við Bikini ár- ið 1947, og um svipað leyti byrj- aði kanadíska rannsóknarráðið tilraunir með NS-tæki. Árið 1951 týndist enski kaf- báturinn Affry á flotaæfingum á Ermasundi og þá var NS í fyrsta skipti notað við leit og björgun á skipsflaki. — Svæðið, sem leita þurfti á, var u,m 20 þús. ferkm. að stærð, og þar sem þetta var á fjölfarinni skipaleið, lá þarna fjöldinn allur af skip- um á botni. Sú aðferð var höfð, að fyrst var leitað með Asdic- tækjum, en þau skipsflök, sem þannig fundust, voru síðan nán- ar athuguð með hjálp NS-tækj- anna. Þegar kafbáturinn fannst, höfðu þegar verið rannsökuð yf- ir 250 skip. NS-tækin og kaf- araklukka voru látin síga sam- tímis frá björgunarskipinu, en þarna var 80 m. dýpi. Áður en kafaraklukkan var komin alla leið niður á botninn, var með NS-tækjunum þegar búið að finna kafbátinn og lesa nafnið Affry á tumi hans. Árið 1954 varð annað stór- slys, þegar Comet farþegaþota sprakk í sundur á flugi og féll í Miðjarðarhafið, nálægt eyimi Elba. Mjög þýðingarmikið var að ná sem flestum hlutum vél- arinnar til að komast að raun Vilji maður skoða ákveðið svœði neðansjávar, er tækjunum komið fyrir á hreyfanleg- um væner, sem er þannig g-erður, að hann lyftir sér sjálfkrafa yfir misfellur, sem fyrir honum kunna að veða. um orsakir slyssins. Leitarsvæð- ið var um 200 ferkm. og dýpið frá 100 til 180 m. í þetta skipti var önnur aðferð höfð við en þegar Affray týndist. Leitar- skipið dró NS-tækin hægt á eft- ir sér eða með 4 hnúta hraða. Þrátt fyrir ókyrran sjó og leðju- botn,. tókst á skömmum tíma að finna 60% flugvélarhlutanna og ná þeim um borð með grípurum. Þessi fyrstu NS-tæki voru svipaðrar gerðar og venjulegt sjónvarp notar, en þau eru mjög viðkvæm, fyrirferðarmikil og ó- hentug við þessar erfiðu aðstæð- ur. — Síðan hafa komið fram margar endurbætur og sérhæfar gerðir, allt frá örmjóum hólkum til að rannsaka veggi á borhol- um, upp í margbrotnasta útbún- að til leitar á stórum hafsvæð- um og í allt að 2000 m. dýpi. NS-tækin sjálf. Aðalhlutar einfalds NS-kerfis eru: a) Sjónvarpsaugað, sem ásamt nauðsynlegum formagnara er byggt inn í vatns- og þrýst- ingshelt hylki. Allar nauð- synlegar stillingar eru fjar- stýrðar ofan frá. Á linsunni, sem er mjög ljósnæm gleið- hornslinsa, er hægt að fjar- stýra ljósopi og fjarlægðar- stillingu. b) Ljóskastarar, vanalega tveir, eru sambyggðir sjónvarps- auganu. í þeim eru litlar perur, 1000 W, sem aðeins má nota neðansjávar, þar sem vatnið kælir þær, ann- ars myndu þær bráðna. VÍKINGUR 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.