Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1962, Side 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1962, Side 23
flóa er sjávarhiti nokkru lægri en á Selvogsgrunni. 1 innanverð- um flóanum fer hitinn niður fyrir 3° köldustu mánuðina, en er nálægt 5° í flóanum utan- verðum. — Sumarmánuðina er sj^varhiti í Faxaflóa svipaður og á Selvogsgrunni. Sé gerður samanburður á hitastigi lofts og sjávar, sést að við flesta landshluta er lofthit- inn í júlí hærri en sjávarhitinn, nema við Suðurland — þar er sjávarhitinn að sumrinu svipað- ur eða lítið eitt hærri en loft- hitinn. Árshiti sjávar hér við land er allsstaðar hærri en loft- hitinn, en mestur er munurinn við Suðurland, sem liggur opið fyrir hinum hlýja úthafssjó. Hvílíkur hitagjafi hafið fyrir sunnan landið er, sést bezt á því, að sjávarhitinn er þar rétt undir 6° köldustu mánuði árs- ins eða um 4° hærri en norðan- lands, þar sem Atlantssjávar gætir ekki vetrarmánuðina nema mjög takmarkað. Hinn suðræni og hlýi Atlants- sjór myndar meginhluta hafsins fyrir sunnan og vestan landið. í úthafinu er selta Atlantssjáv- arins víðast 35,2-35,3 af þús., þ.e. 35 kg. af uppleystu salti í hverju tonni sjávar, en lítið eitt lægri vestanlands. í yfirborðs- laginu og uppi á landgrunninu er seltan lægri. Yfirleitt má þó segja, að ferskvatnsáhrifa gæti mjög lítið við strendur Isltnds samanborið við mörg önnur lönd, t.d. Noreg. Víða nær ó- mengaður úthafssjórinn aðheita má upp í landssteina, en í ná- munda við ósa stærstu vatns- fallanna er seltan þó mjög lág, t.d. undan ósum Þjórsár, ölfus- ár og Hvítár í Borgarfirði. í Faxaflóa virðist áhrifa ferska vatnsins gæta lítið, einkum í sunnanverðum flóanum — og munur á mestu og minnstu seltu er ekki mikill. Við Garðskaga og Gróttu er meðalselta t.d. að- eins örlítið lægri en í yfirborði sjávar úti í miðjum Faxaflóa. Breytingar á ástandi sjávar eftir árstíðum eru ekki eingöngu VlKINGUB bundnar við hitabreytingar. — Árstíðabreytingar koma ekki síður fram í lóðréttri blöndun og útbreiðslu strandsjávar. En með strandsjó á ég við sjóinn á innsta hluta landgrunnsins, þar sem ferskvatnsáhrifa verður greinilega vart. Á vorin tekur yfirborðslagið að hitna og verður þá eðlislétt- ara en djúpsjórinn. — Blöndun sjávar í lóðrétta átt minnkar þá og sjórinn verður lagskiptur. — Vindur og sjógangur valda þá stöðugri blöndun í efsta sjávar- laginu, en neðan þess, í hinu svokallaða hitaskiptalagi. sem oftast er í 25—40 m. dýpi, lækk- ar hitastigið skyndilega. Segja má, að hitaskiptalagið sé ein- kenni sumarástandsins. Á haust- in, þegar yfirborðslagið kólnar, þyngist það smám saman og sekkur niður í djúpið. Þessi lóð- rétta blöndun heldur áfram fram eftir vetri og nær hámarki hér við land á útmánuðunum. Má þá heita, að sjórinn sé víð- ast óbreyttur að seltu og hita niður á 200—250 m. dýpi. Á einstökum svæðum myndastekk- ert hitaskiptalag, og sjórinn helzt blandaður allt árið. Slíkt á sér einkum stað á röstum út af annesjum, þar sem fall- straumar eru harðir — t.d. Reykjanesröstinni og suðvestur af Eldey. Þá gætir talsverðrar lóðréttrar blöndunar yfir land- grunnsbrúninni. Því munu að nokkru leyti valda straumiður, einkum þar sem landgrunnið er vogskorið, en einnig djúpbylgj- ur, sem lenda á landgangsbrún- inni og brotna þar. Á þennan hátt berst djúpsjór til efri sjáv- arlaganna, og séu djúpbylgjum- ar nægil. öflugar, geta þær náð alla leið upp til yfirborðslag- anna og komið í veg fyrir að hitastig myndist. Yfir talanörk- uðu hitaskiptalagi ganga til þurrðar ýmis næringarefni, sem plöntunum eru nauðsynleg, og plöntugróðurinn stöðvast að mestu, nema næringarefni geti borizt að frá öðru svæði, þar sem lóðrétta blöndunin heldur af einhverjum ástæðum áfram allt sumarið. Uppstreymi djúp- sjávar við landgrunnsbrúnina gegnir því vafalaust mikilvægu hlutverki fyrir hina lífrænu efnasköpun svifplantnanna. Á Selvogsgrunni verður há- marksþykkt strandsjávar ná- lægt 50 m. Síðari hluta vetrar er útbreiðsla hans minnst, og nær hann þá venjulega aðeins örfáar mílur frá landi, enda ferskvatnsrennsli að j afnaði minnst á þeim árstíma, þar eð nokkur hluti úrkomunnar binzt þá sem snjór eða ís á landi. Þegar hitaskiptalag hefurmynd- ast á sumrum, er strandsjórinn í þunnu, afmörkuðu yfirborðs- lagi, sem náð getur alllangt frá landi. jafnvel suður undir land- grunnsbrúnina. Á haustin verð- ur strandsjávarlagið aftur þykk- ara, en nær skemmra frá landi. Árssveifla hitans verður því minni, sem komið er niður á meira dýpi. Á Selvogsgrunni er mismunur sjávarhita í febrúar og ágúst að meðaltali tæp 5 stig í yfirborði, tæpar 2° á 50 m., en innan við 1° á 100 metrum. Á 300 m. og þar fyrir neðan verð- ur ekki séð að hitastigið breyt- ist með árstíðum. í innanverðum Faxaflóa, t.d. Hraununum í sunnanverðum flóanum, er strandsjór ríkjandi, en í Akranesfor, sem gengur inn flóann norðan Hraunanna, gætir Atlantssjávar þó stundum við botn og nálgast seltan þar 35 af þús., þegar hún nær há- marki. — Á þessum slóðum er sjávarhiti hærri í yfirborði en við botn mánuðina maí-septem- ber, og er munurinn mestur í júlí — þá er yfirborðshitinn um 11°, en botnhitinn nálægt 7°. í apríl og síðari hluta september er hitastigið svipað á öllu dýpi, en hærra við botn en yfirborð mánuðina október-marz. í febr- úar er botnhitinn 4°, en yfir- borðshitinn rúmar 3°. I utan- verðum Faxaflóa vestan Hraun- anna er þetta á annan veg. Þar eru áhrif Atlantssjávarins mun meiri, svo að hitastigið fer vart 63

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.