Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1962, Blaðsíða 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1962, Blaðsíða 1
Sjómannablaðið YlKINGUR Útgefandti Farmanna- og Fisktmannamamband tslands Ritstjórar: 6uSm. Jensson áb. Öm Steinsson 9.-10. tbl. sept.-okt. 1962 XXIV. árangur ...... GUÐM. JENSSON: foc'ntar falta — £jwenn ajjta Efnisyfirlit Dómar falla — Sjómenn afla Guðm. Jensson. Upphafsár vélvæðingar Vesctmanna- eyjum. »**w Elgur skipstjóri. Þýdd saga. Dularfullir skipstapar og fundlr. í*ýtt af Þ. Hjörvar. Eitt átakanlegasta sjóslys veraidar (Xitanicslysið). Sparisjóður sjómanna, grein eftir Pétur Sigurðsson. Margar smágreinar, Frívaktin, Ijóð, vísur o. fl. í'ORSÍÐUMXNDIN er af brezka skuttogaranum JUNELLA, sem er með hraðfrystingu. JUNELLA er bér að koma úr fyrstu reynsluför sinnl norður til Shetlandseyja. Þar voru öii t«ki skipsins reynd af sérfræðingum. *"essi „risi“ mcðal Hull-togara vakti gífurlega athygli almennings. Slðar verður eflaust hægt að rekja dánar þennan þátt þrðunarlnnar f tog- arasögnnni. S j ómannablaSiS VlKINGUR Ótgefandi F. F. S. í. Ritstjóri: Guð- tnimdur Jensson (áb.). Öm Steinsson. Ritnefnd: Guðm. H. Oddsson form., Þor- kell Sigurðsson, Henry Hálfdansson, Halldór Guðbjartsson, Pétur Sigurðsson, Hgili Jóhannsson, Ak„ Eyjólfur Gíslason, vestm., Hallgrimur Jónsson, Sigurjón Hinarsson. Blaðið kemur út elnu sinni 1 ^hánuði og kostar árgangurinn 100 kr. Ritstjóm og afgreiðsla er að Bárugötu tl, Reykjavík. Utanáskrift: „Vfldngur". Pósthólf 425. Reykjavík. Síml 1 56 53. — Prentað í ísafoldarprentsmiðju h.f. S. 1. vor sögðu forsvarsmenn útgerðarmanna upp gildandi samningum við háseta víðast hvar á landinu. Þó voru upp- sagnir ekki teknar gildar á nokkrum stöðum og eru því gömlu samningamir sums stað- ar, t. d. á Austfiörðum, í fullu gildi og þar af leiðandi gert upp samkvæmt þeim hlutaskiptum, sem áður voru í gildi. Heildar- samningar F.F.S.Í. við L.Í.Ú. erú t. d. í fullu gildi. samkvæmt úrskurði Félagsdóms, og einnig sérsamningar Bylgjunnar á ísa- firði við Útvegsmannafélag Is- firðinga. Vart getur hjá því farið, að vegna þess ástands. sem skap- azt hefir um launakjörin, gæti mikils ósamræmis í uppgjöri, þar sem Gerðardómsúrskurður- inn getur í engum tilfellum náð til samninga, sem eru bundnir. Þar hlýtur að verða gert upp samkvæmt þeim hlutaskiptum, sem gengið var út frá, þegar þeir samningar tóku gildi. Áður en sýnt var hvernig samningsviðræðum útgerðar- manna og háseta mundi lykta í vor, tóku forsvarsmenn útgerð- aiTnanna upp þá nýstárlegu „taktik“ að stöðva alla síldarút- gerð að viðlögðum þungum fé- sektum, sem munu hafa numið kr. 300 þús. á hvem síldarbát. Ósagt skal látð hvernig þetta stenzt lagalega. Reikna má með að útgerðarmenn hafi eignarrétt á bátum sínum, enda þótt marg- ir þeirra skuldi meira og minna af verði þeirra hjá opinberum lánastofnunum, og að í þeim og útbúnaði þeirra sé bundið mik- ið af almannafé. Þetta síðast- talda atriði munu forsvarsmenn útgerðarmanna hafa túlkað miög ákveðið fyrir viðkomandi aðilum. Hinsvegar mun íslenzk vinnulögg.iöf heimila verkbann, sé það boðað með löglegum fyr- irvara. Eignaréttur hvers einstakl- ings á eigin vinnuafli í lýðræð- is þjóðfélagi er óvéfengjanleg- ur. Hvemig mundi það hljóma í eyrum alþjóðar ef t. d. F.F.S.- I. heimtaði nokkurra þúsund kr. tryggingu af hverjum skinstjóra er kræf væri samstundis og hann legði úr höfn fyrr en viss- um kröfum væri fullnægt og að stýrimenn og vélstjórar yrðu að ti^ggja greiðslu á hlutfallslegu refsifé, ef iþeir köstuðu lausu 1 þeim tilgangi að fara að veiða síld! Eg sé ekki hver munur er á réttindum og skyldum þessara aðila, þ. e. að báðum sé jafn- skylt að boða verkbann og á hinn bóginn verkfall á lögbund- inn hátt ef til stöðvunar átti að koma. Réttindum þjóðfélags- þegna hljóta að fylgja vissar skyldur. Gerðardómurinn sendi F.F.S.l. til athugunar og umsagnar, á- ætlun Fiskifélags íslands um rekstur vélbáta á sumarsíldveið- VÍKIN6UR 201

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.