Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1962, Blaðsíða 6
Friðrik Benónýsson
Friðrik Svipmundssow
Helgi Guðmundsson
^Portland" 8,45 tonn. Smíðaður 1906
í Danmörku
„Friðþjófur" 7,53 tonn. Smíðaður
1906 í Danmörku
j$
„Austri" 7,71 tonn. Smíðaður 1906 í
Danmörku
Friðrik Benónýsson í Gröf var
fæddur í Ormskoti undir Eyjafjöll-
um 13. ágúst 1857. Foreldrar: Benó-
ný Hinriksson og Sigríður Jónsdótt-
ir.
Friðrik gerðist bóndi á Núpi und-
vr Eyjafjöllum og var jafnhliða for-
maður í Vestmannaeyjum á vetr-
ttm.
Friðrik flutti alfarið til Vest-
mannaeyja 1902 og var áfram með
opið skip, en 1907 tekur hann við
formennsku á mb. „Portlandi" og
er með það til vertíðarloka 1909, en
þá hættir hann formennsku og er
þá kominn nokkuð við aldur.
Friðrik var traustur dugnaðar
maður. Hann lézt 28. ágúst 1943.
Friðrik Svipmundsson Löndum,
var fæddur að Loftsölum í Mýrdal
15. apríl 1871. Foreldrar: Svip-
mundur Ólafsson og Þórunn Árna-
dóttir. Hann kom til Vestmanna-
eyja 1893 og var sjómaður á opnu
skipi. Um aldamótin gerðist hann
formaður og var fljótt aflasæll, en
1906 kaupir hann mb. „Friðþjóf"
ásamt fleirum, og er með hann til
vertíðarloka 1912. Þá kaupir hann
mb. „örn" og hefur formennsku á
honum til ársloka 1920. Þá kaupir
hann Friðþjóf 2., og hefur for-
mennsku á honum í þrjár vertíðir.
Eftir það er hann með ýmsa báta
fram til 1930.
Friðrik var mikið umtalaður fyr-
ir formennsku og hyggindi á allan
hátt. Hann var aflakóngur þrisvar
sinnum. Hanu lézt 3. júlí 1035.
Helgi Guðmundsson, Dalbæ, var
fæddur að Steinum undir Eyjafjöll-
um. 1. júlí 1870. Foreldrar: Guð-
mundur Helgason og Margrét Eir-
íksdóttir, er þar bjuggu.
Um aldamót flytur Helgi til Vest-
mannaeyja og gerist formaður með
opið skip. Árið 1907 tekur hann við
formennsku á mb. „Austra" og er
íormaður á honum til ársloka 1912.
en eftir það hættir Helgi formennsku
sökum vanheilsu. Helgi var talinn
glöggur og góður aflamaður. Hann
lézt 11. marz 1924.
206
VÍKINGUB