Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1962, Blaðsíða 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1962, Blaðsíða 35
veðrinu slotaði var farið að toga og ekki kom neinn leki aS Kóp viS öll osköpin sem á höfSu gengiS. Sýndi Slg þá sem endranær, að „Ými" hafði ekki verið krækt saman, enda hafði hann veriS smíSaður úr þýzku her- skipastáli. Lukum við svo viS vertíð- ^na an þess að fleira sögulegt kæmi fyrir. Veturinn 1934 var ég aftur háseti nieð Gruðmundi á Kóp. Skipshöfn var a<5 mestu leyti sú sama og áriS áSur. Daglegt líf á sjónum var nokkuð kerfisbundiS. Það var lagt út á ver- tíð um svipað leyti ár eftir ár og verið ætíS á sömu miSum um sama leyti vertíðarinnar. Togararnir voru Pá nýbyrjaðir að fiska á Eldeyjar- "anka, þegar tregSast tók á Selvogs- grunni. "Var það djúpt suðvestur af Eldey. Þarna hafSi veriS mikið stund- uð veiði af línuveiðurum áSur. Islenzka línuveiðaraútgerðin mátti M heita úr sögunni. En Norðmenn stunduSu þá enn línuveiSar viS fs- land, og um þetta leyti einmitt á svip- uðum slóðum og togararnir voru farn- if að toga á. Guðmundur á Kóp hélt Qú á Eldeyjarbanka og gerði þar túr. *ar þar nægur fiskur og gott að toga. ViS vorum búnir aS enda túrinn °g komnir á heimleiS. höfðum stímað 1 eina klukkustund eða svo. Þetta var 'Wtt miðnættið og á dekkinu var bjart Pví unnið var aS því aS gera að. ^eður var stillt og gott í sjó. SMp- stjóri var genginn niíSur til svefns, Sigfús stýrimaður var á verði á stJ6rnpalli, Sigvaldi kvæðamaður var VÍKINGUB viíS stýriö. Eg gaf þessu engan sér- stakan gaum, hélt að hljóðiS hefði komið ofan úr brú. En örstuttu síðar varð árekstur. Skip hafSi orSið þvert fyrir á leiS okkar. Kópur hafði siglt á. Skipið sem varð fyrir ásiglingunni hafði verið sama sem ljóslaust. Lá þaS þarna yfir línu sinni og hafSi ekki vél í gangi. Sigfús stýrimaður sló strax af, og Guðmundur skipstjóri kom á stjórnpall. SkipiS, sem varð fyrir ásiglingunni, tók nú að sökkva. Kópur hafði sig í námunda við þaS. Áhöfnin kom nú á björgunarbát sín- um róandi yfir til okkar. Voru þeir fáklæddir og höfSu sama og ekkert meðferðis. Allir höfðu þeir veriS í kojum nema einn maður á verSi, þeg- ar áreksturinn varð. Skipið sökk þarna á nokkrum mínútum. Þetta var norskur línuveiSari frá Álasundi og hét „Fausstína", timburskip byggt um aldamótin. Átti. skipstjóri þaS hálft, en áhöfnin hinn helminginn. NorS- mennirnir voru nærri búnir að fylla skipið og ætluSu að halda heim ein- hvern næstu daga. Við ásiglinguna missti Kópur annað akkeriíS stjórn- borSsmegin og rifnaði út úr klussinu. Porpikkurinn fylltist af sj6 og var Kópur all framhlaðinn er hann kom til Hafnarfjarðar. Þar skildum viB við Norðmennina, sem voru 17 aS tölu. Sjópróf voru haldin inni í Reykjavík. Vissi ég ekki um niður- stöður þeirra. Eg tel víst aS Kópur hafi sloppið, þar eS „Fausstina" var sama og ljóslaus. Bót var sett fyrir klussið á Kóp, og forpikkurinn tæmdur. "Var svo haldiS á veiðar á ný. Vertíðinni luk- um við án frekari tíSinda. Síðustu vertíSina var ég með Guð- mundi á togaranum Kóp 1935. Sögu- legt við þá vertíð var þaS, aS nærri var búið að taka okkur í landhelgi vestur undir Jökli, út af Lóndröngum. Brezkur togari var þar einnig að veiSum um daginn, í einu holinu tog- ar sá brezki yfir hjá okkur og flækt- ust trollin saman. Guðmundur lét hala inn vírana eins og spilitS komst, hann vildi verSa á undan Bretanum með trollið upp að borði, sem og tókst. Gekk nú skipshöfnin á Kóp í það meS hörðum höndum aS greiSa hin ókláru troll, og var GuSmundur skip- stjóri þar í lífiS og sálin. Vindur var suSvestan stæður og rak okkur aS landi. Þegar verið var aS enda við aS skilja trollin, kom danska varSskipið „Hvidbjörnen" allt í einu að vestan. Skipti engum togum að hann skaut aS okkur þremur lausum skotum. Komu svo menn af „Hvidbjörnen" um borð til okkar aS skoða og hafa tal af skipstjóra. Guðmundur viSurkenndi að hann væri kominn inn í landhelgi vegna reka, og bar sá brezki þaS sama. Létu þeir dönsku það gptt heita, en skip- uðu þeim að hafa sig strax á brott, er þeir mættu hreyfa skrúfu. Brezki togarinn hét „Lord Beaconsfield". Þegar trollin voru orSin klár var strax keyrt frá landi. Mörg orð voru sögS á Kóp um þetta hafarí þarna við jökulinn. Eftir þetta úthald leystist K6ps-út- gerSin upp. Þeir munu sennilega lítiS hafa grætt GuSmundur og Páll, fremur en aSrir útgerSarmenn á þeim árum. En Ýmir gamli átti eftir aS lenda í öSrum höndum og hlaut þá nafnið „Þorfinnur". SíSast var hann seldur til Pæreyja, þetta góSa skip, sem upphaflega var eign Hjalta Jónssonar og Ágústs Plygenring, smíðaS úr þýzku herskipastáli í heimsstyrjöld- inni fyrri. Vísur sendar Víkingnum frá Isafirði Vegleg oss er virðing gjörð þó vont sé fjárhagsástandið gáfuð þeysir glamurhjörð á gandreið yfir landið. Ei skal kvíða í ótíma en með huga skýrum Æðrulaus að útrýma öllum sníkjudýrum. Lífsins stríð þótt lami þrótt líka þrengist hagur rennur eftir næðingsnótt nýr og bjartur dagur. H. B. Enginn eiginmaSur getur orðið rík- ur nema konan hans leyfi honum það. \ 235

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.