Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1962, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1962, Blaðsíða 8
seinasta aborranetiö mitt þarna hjá nesoddanum. Ef svo hefði ekki vilj- að til mundu herrarnir hafa fengið erfiða nótt. Stormurinn verður norð- lægur í nótt, og báturinn ykkar hefði dregið legufærin svo sannar- lega sem ég heiti Elgur. Og svo hefði ykkur rekið á land áður en þið hefðuð getað hagrætt seglum. Dýpið er þrjátiu faðmar úti fyrir hólman- um, og þið hafið ekki nógu langa festi til þess að liggja á svo djúpu. Ég hef lent þannig í strand einu sinni. Við komum frá Messina og ætl- uðum til Genúa. Þá fengum við fár- viðri með slíkum sjó, að við urðum að leita næsta skjóls, er finnanlegt var, það var undir lítilli eyju, sem Molton heitir úti fyrir Sardiníu. Við höfð- um ekki fyrr varpað akkeri en hann snarsnerist á áttinni og kom vitlaus norðaustan. Greco Tramontana, eða eitthvað þess háttar, er það kailað á Miðjarrðarhafinu. Skipið lagðist á hliðina og rak á land. Annað akkerið fór til fjandans, en liitt hélt ekki. Þetta var fyrsta skipið mitt og herr- arnir mega trúa því að ég skældi eins og flengdur krakki, alveg eins og rassskelltur strákur. Og þarna komu strax bændur í sauðskinns- kuflum á vettvang til að „bjarga“. Já, þeir voru klæddir sauðargærum þó um hásumar væri, og ég varð að ógna þeim með byssu til að halda þeim í hæfilegri fjarlægð, svo áfjáð- ir voru þeir. Já, það var nú í þá daga. — En herrarnir drekka ekk- ert. Þó ábyrgist ég gæði rommsins". „Skipstjórinn hefur auðsjáanlega viða farið og mikið reynt, en okk- ar reynzla nær ekki út fyrir Eystra- saltið. Er það annars ekki satt, sem sagt er, að hlutfallslega flest skip farist í Eystrasalti?" „Jú, það er satt, en það stafar af 'lélegum útbúnafíi. En annars er Eystrasalt ekki til þess að spauga með, þó það sé ekki annað en smá- pollur. Nei, en Indlandshafið, það er haf. Ég sigldi þar með Charles Heddle, annó 1845,....“ „Afsakið. Hvað gamall er skip- stjórinn?" „Fullra sjötíu og fimm ára. — Það sér á, en afsakið mig augna- blik. Ég heyri að hann er farinn 208 að veina. — Ég skal strax koma til baka“. Elgur skipstjóri hraðaði sér upp á þiljur og staðnæmdist nokkra stund við stjórnborð hjá stýrishúsinu. Sið- an gekk hann hröðum skrefum fram á skipið. Hann er þá ekki einn um horð, ályktuðum við. Sonur hans iiggur auðsjáanlega veikur hér í skipinu. Engin vein eða kveinstafi gátum við þó greint. Læknirinn, vinur minn, opnaði káetudyrnar og gekk svo hátt upp í stigann að hann gat séð yfir skip- ið. Brátt kom hann niður aftur föl- ur á vanga. „Þetta er ekki heilbrigt“, sagði hann. „Nú stendur skipstjórinn þarna uppi og talar og patar upp í ' loftið. Hann er kolhrjálaður, ann- að kemur ekki til greina. Við verðum að hafa gætur á honum. Heldurðu ekki að réttast sé fyrir okkur að sigla burt strax í kvöld, eða að minnsta kosti strax í dögun? Við erum tveir að vísu, en engu að síð- ur getum við lent í vandræðum með hann“. „Við skulum sjá hvað setur“. Nú gekk Elgur skipstjóri þungum skrefum aftur eftir skipinu, klifraði niður stigann og haðst afsökunar á því hve lélegur gestgjafi hann væri. „Er sonur skipstjórans hér um borð?“ „Um borð? Nei, langt frá. O, nei, svo er ekki. Hann drukknaði í Dleagoaflóa fyrir tuttugu og fimm árum siðan. Það var prýðilegur piltur, sjómaður niður í tær og svo fallegur, þvi mega herrarnir trúa. En honum líður ekki vel, og skil ég ekki hverju það sætir. Hann kall- ar nú miklu oftar en bann gerði áð- ur. Ég er sá eini, sem getur sefað hann og fróað lionum, en herrarnir hafa auðvitað engan áhuga fyrir því. Ég var víst að tala um Charles Heddle. Já, það var franskt brigg- skip. Ég sigldi á því sem vikadreng- ur. Við lentum í þeim mesta og merkilegasta stormbyl, sem nokkur hefur sloppið lifandi úr. Það var reglulegur hvirfilvindur, sem stóð frá 23. til 27. febrúar. Við lensuðum eftir öllum strikum áttavitans fimm umferðir og oftast með tólf hnúta hraða á klukkustund, og höfðum þó engin segl uppi. Hefði skipstjórinn vitað eitthvað um hvirfilvinda hefði honum máske tekizt að kom- ast út úr hringnum, en i þá daga voru menn svo lítið lærðir. Nú eru til bækur um alla hluti. Nú hljóðar hann aftur. Þetta er undarlegt. En hann var ástfanginn af stúlku dreng- vesalingurinn, og margt bendir til þess að hann liafi svipt sjálfan sig lífi“. „Var hún honum ótrú?“ „Herrar mínir, heyrið þið nú. Hvað er trúfesti? Viljið þið gjöra svo vel og skilgreina það fyrir mig? Tryggð eða trúfesti er hlutur eða hugtak, sem mennirnir hafa fundið upp, þess vegna er hún raunveru- lega ekki til. Allar slíkar uppfinn- ingar mannanna eru hlutir, sem leiða þá sjálfa í glötun, vegna þess að þær eru draumórar eða heila- spuni. Ef karl og kona eru ástfang- in hvort af öðru, verulega ástfang- in, þá eru þau einnig hvort öðru trú. En ef annar aðilinn fellir hug til einhverrar nýrrar persónu, þá er hann talinn ótrúr, en er þó um leið orðinn trúr hinum nýja aðila. Og þó nú svo að umrædd persóna gefi sér aldrei lausan tauminn, held- ur gangi alla æfi með sínum fyrsta elskhuga, getur hún ekki með réttu kallast honum trú, ef hún þráir einhvern annan í leynum buga síns. Nei, trúfesti er i rauninni ekki til, af því að hún er mannleg uppfinn- ing og þess vegna ekki annað en hugarórar. Það er aðeins tvennt, sem ekki er hugsmíði mannanna eða uppfinning, það er ást og frelsi. Og þetta tvennt er öllum uppfinningum betra. Er ekki rommið í lagi? Jú, ég skyldi halda það. Skál, og af- sakið að ég er ónýtur að drekka með ykkur. En nú er hann annars farinn að livessa. Heyrið þið hvern- ig niðar við skipshliðina? Skipið skalf fyrir snöggri vind- hviðu. „Hann stendur beint upp á inn- siglinguna, en duflið hérna heldur stórskipi svo herrarnir þurfa ekki að vera hræddir. Og festi herranna var ný, það sá ég. Já, já, nú kem ég- VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.