Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1962, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1962, Blaðsíða 17
sjólaga um viJculegt uppgjör, og þrátt fyrir það að um 90 af hverjum 100 sjómönnum hjá þessum fyrirtækjum, eigi inni peninga hjá þeim um hver mán- aðamót, sem liggi hjá þeim vcbxtalausir um lengri eða skemmri tíma. Að vísu skal viðurkennt að hvimleitt hlýtur að vera fyrir skrifstofufólk útgerðarfyrir- tækjanna að fá þá menn, sem ekki kunna með fé sitt að fara, í heimsókn tvisvar til fjórum sinnum eða oftar í stuttri inni- veru til að biðja um peningaút- tekt. Ef bankar eða sparisjóðir tækju upp slíka þjónustu og fengju í hendur strax eða um mánaðamót eða að aflokinni veiðiferð, kaup eða hlut sjó- mannsins, sem væri lagt inn í veikning hans, myndu útgerðar- félögin losna við mikinn átroðn- ing, en sjómenn njóta hinna háu vaxta, meðan þeir þyrftu ekki sjálfir á fé sínu að halda, auk þess sem þjóðarheildin fengi aukið sparifé til notkun- ar við sínar margháttuðu fram- kvæmdir og uppbyggingu. En það er ekki aðeins fyrir sjó- mennina sem framangreindar stofnanir gætu tekið upp aukna og mikilsverða þjónustu, heldur fyrir fiskiskipaútgerðina sjálfa. Þar á ég við reikningshald og launauppgj ör þessara fyrirtækj a staklega þeirra minni. Þetta mun þekkjast nokkuð í Noregi, enda talið vera nauðsynlegur grundvöllur, til að útiloka tor- tryggni frá sjómönnum í garð útgerðarinnar, vegna þátttöku sinnar í útgerðarkostnaði. Ef til slíkrar þátttöku kæmi að nýju hér á Islandi þýðir ekki að minnast á slíkt, ef gamla fyrir- komulagið væri á í þessum efn- um. Jafnvel þótt ekki kæmi til þess mundi nauðsynlegt að op- inberar stofnanir eins og bank- ar eða sparisjóðir hefðu a. m. k. nokkur slík uppgjör og reikn- ingshald með höndum, svo ó- yggjandi staðreyndir um hag slíkrar útgerðar lægju alltaf fyrir þegar rætt væri um kjara- VÍKINGUE samninga og fiskverð, þar með væri losnað við þá tortryggni, sem óhjákvæmilega hlýtur að skapast, gegn þeim gögnum sem lögð eru fram af hagsmunasam- tökum annars eða eins aðila, meðan annað form finnst ekki. Gjaldeyrisbankarnir mættu einnig opna sérstaka gjaldeyris- reikninga hjá sér fyrir þá mörgu, sem taka hluta af laun- um sínum í gjaldeyri. Margir safna sér gjaldeyri til kaupa einhvers hlutar eða ferðalaga. Mikil vandkvæði eru á því fyrir sjómenn að leggja inn í erlenda banka. Ef bankarnir hér hefðu sérstakar viðskiptabækur, sem sjómenn gætu ávaxtað sitt er- lenda fé í, þá gætu bankamir nýtt það og sjómenn þyrftu ekki að geyma það heima eða um borð í lélegum hirzlum, vaxta- laust. Enginn vafi er á að þjón- usta við sjómenn, í þeirri mynd sem hér hefur lítillega verið á drepið, á fullan rétt á sér. Þar er ekki aðeins verið að þjóna hagsmunum einna rstéttar, held- ur heildarinnar. Þá vaknar sú spurning, hver verði fyrstur til að veita slíka þjónustu, bankar og sparisjóðir sem fyrir eru eða samtök sjómanna, að stofna sinn eiginn sparisjóð? P. S. Mynd sem sýnir slcemmdan bað'staff af völdum olíuúrkasts Fleygið ekki olíu í sjóinn s Ráðstefna 16 þjóða, Breta, Mexico, Svíþjóðar, Vestur-Þjóð- verja, Danmerkur, Canada, Nor- egs, Irlands, Bandaríkja Amer- íku, Belgíu, Frakklands, Hol- lands, Póllands, Finnlands og Kuwait, var sett í London 26. marz s. 1. Þar var rætt um endurskoðun reglna, sem gilt hafa milli nokk- urra þjóða um þessi mál. Senni- lega verður reynt að koma á nýj- um allsherjar sáttmála í stað þess, er nú hefur verið samkomu- lag um. Nú eru í gildi reglur um bann við að kasta olíu í sjóinn innan 100 km f jarlægðar frá ströndum landanna, í Noregi er þó miðað við 50 sjómílur. Þetta þýðir, að algert bann verður á útkasti olíu í Eystrasalti. Sömuleiðis er unn- ið að því að koma á banni við að láta olíu í Norðursjóinn. Bretar leggja áherzlu á það að banna öllum olíuflutninga- skipum 20000 brt og stærri að fleygja olíu í sjóinn. Telja þeir svo stórum skipum útlátalaust að geyma alla úrgangsolíu þar til komið er í höfn. Þá er rætt um að koma upp geymakerfi í ýmsum sjávar- plássum, sem tekið geta við úr- gangsolíu skipa. 1. júlí 1956 var komið á fyrsta sáttmálanum til að draga úr ó- hreinindum sjávar af völdum olíu. Síðan sáttmálinn tók gildi hefur lítið verið um olíuóhrein- indi umhverfis Danmörku. Þó hefur mikill fjöldi hálfdauðra og stórslasaðra sjófugla borizt að ströndum landsins. Fuglamir hafa lent í olíu, sem kastað hef- ur verið út frá skipum, en talið er þá fullsannað að olía sú hefur ekki farið í sjóinn á því bann- svæði, er Norðurlöndin hafa sett sér. Rannsóknir standa nú yfir á því hversu langt fuglar geta komizt eftir að hafa lent í olíu. 217

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.