Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1962, Blaðsíða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1962, Blaðsíða 5
Þorsteinn í Laufási „Unnur“ 7,23 tonn. Smíðaður 1905 » Danmörlcu Þorsteinn Jónsson Laufási, er fæddur í Gaularóslijáleigu í Land- eyjum 14. okt. 1880. Foreldrar: Jón Einarsson og Þórunn Þorsteinsdóttir. Þriggja ára gamall kom Þorsteinn með foreldrum sínum til Vest- mannaeyja og ólst upp með þeim á Vilborgarstöðum. Eftir fermingu réðst Þorsteinn á opið skip til Hannesar Lóðs og svo á vertíðar- skipið ísak. Þorsteinn byrjaði for- mennsku um aldamót á „ísak“ og var með það til vertíðarloka 1905, en þá kaupir hann annan fyrsta vél- bótinn og var það „Unnur“ 1. Þorsteinn var alls með þrjá báta með þessu nafni. Þorsteinn var for- maður til 1940 og var með beztu fiskimönnum Eyjanna og aflakóngur í tvö skipti. Magnús Póröarson „Bergþóra“ b tonn. Smíða.ður 1960 í Danmörku Magnús Þórðarson í Dal var fædd- ur 21. september 1879 að Tjörnum undir Eyjafjöllum. Foreldrar: Þórð- ur Loftsson og Kristólína Gísladótt- ir búandi þar. Magnús kom til Vestmannaeyja 1904 og settist þar að. Var fyrst há- seti á opnu skipi og byrjaði for- mennsku á vertíðar-skipinu „ísak“ 1906. 1907 keypti hann mb. „Berg- þóru“, en tapaði henni í ofsa veðri 20. febr. 1908. Þá kaupir hann mb. Karl 12.„ og er með hann til vertíð- arloka 1914, en þá kaupir hann mb. „Fram“ og ferst á honum 14. janú- ar 1915 með allri áhöfn. Magnús var mikill aflamaður, duglegur og fram- sækinn og var aflakóngur árið 1913. „Elliði“ 7,33 tonn. SmtíSaður 1905 í Danmörku Magnús Tómasson Steinum Eyja- fjöllum var fæddur á Hrútafelli und- ir Eyjafjöllum 28. desember 1876. Magnús kom ungur til Vest- mannaeyja til sjóróðra og var há- seti hjá Magnúsi Guðmundssyni á Vesturhúsum í margar vertíðir á opnu skipi. Árið 1906 keypti hann inb. „Elliða" ásamt fleirum og hef- ur formennsku á honum til vertíð- arloka 1912. Þá hætti hann for- mennsku í Vestmannaeyjum og gerðist bóndi í Steinum undir Eyja- fjöllum. Magnús var dugnaðar maður á all- an hátt. Hann lézt 2. sept. 1941. VÍKINGUR 205

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.