Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1962, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1962, Blaðsíða 11
FLOTVÖRPUMÆLA-TILRA UNIR Mississippi Queen fór frá Memphis 17. apríl 1873, og var kvödd með lúðrablæstri, flöggum og húrrahrópum. Sjálf þeytti hún eimpípur, til þess að minna á, að það væri til þess ætlast að aðrir vikju úr vegi fyrir hennar hátign. Allan daginn urðu menn varir ferða hennar niður ána, hljóm- listin ómaði frá þiljum hennar og hinir tveir háu reykháfar, sem stóðu hlið við hlið á háþilj- um, spúðu svörtum reyk blönd- uðum neistaflugi, frá furu-elds- neytinu. Hún tók allra mildilegast und- ir kveðju annarra farartækja, sem urðu á vegi hennar. En hún skilaði sér aldrei á ákvörðunar- stað. Þegar hún var orðin hálf- um sólarhring á eftir áætlun, var augljóst að eitthvað alvar- legt var skeð, eigandinn spurðist fyrir um skipið á öllum möguleg- um og ómögulegum stöðum við fljótið, í þeirri veiku von að það hefði orðið fyrir einhverjum ó- væntum töfum. Það upplýstist aðeins að Mississippi Queen hafði siglt niður ána allan dag- inn, síðast hafði fréttst til henn- ar, á réttum stað og tíma, um miðnætti, eftir það hafði ekkert til hennar spurzt. Áin var slædd með sverum keðjum og árbakk- arnir beggja vegna grandkann- aðir, en leitarflokkarnir komu jafnær. Eins og fljótabáturinn Iron Montain hvarf ellefu mán- uðum áður, svo fannst ekki tang- ur né tetur af hinni stóru fljót- andi höll, frekar en hún hefði siglt til tunglsins.... Og kann- ske gerði hún það. Þ. H. ATH.: Hér er sleppt frásögn- inni af Maríu Celeste, um hana hefir þegar verið fullritað og þá í ýmsu ruglað saman við James Chester. Þó er gaman að geta bess að frásögn áhafnarinnar, som bjargaði Maríu Celeste, þótti svo ótrúleg að þeir urðu að sitja um tíma í fangelsi í Portúgal, grunaðir um sjórán. ÞýS. Allir, sem reynt hafa að veiða með flotvörpu vita hversu erf- itt er að átta sig á hve djúpt varpan liggur í sjónum. Það er ekki aðeins komið undir lengd togvíranna og dráttarkrafti skipsins, heldur og straumum, vindi og sjólagi. Margar uppástungur hafa komið fram til að ákveða dýpið og margar reyndar með góðum árangri. Nú, eftir að transistortæknin komst í gagnið, auðveldast nýir möguleikar stórlega. Sérstakur sendir búinn til úr transistorum hefur verið festur framan til við vörpuna. Sendir- inn verður fyrir þrýstikrafti sjávarins, en krafturinn eykst með meira dýpi. Þetta hefur á- hrif á merkin. sem sendirinn sendir. Móttakaranum er komið fyrir með ýmsu móti. Ein aðferðin er sýnd hér á meðfylgjandi mynd. Móttakarinn er hengdur í vel sterka og einangraða snúru, sem nær aftur fyrir kjölvatnið. Ultra hljóð eiga erfitt með að þrengja sér leið gegnum loft- bólur, en í kjölvatni er mikið af loftbólum, þess vegna er betra að láta móttakarann ná aftur fyrir skrúfuvatnið. Tilraunir hafa einnig verið gerðar með ekolod. Þar er send- irinn festur í op flotvörpunnar. En sá galli er á, að ekolodið truflast af fiskinum, sem kem- ur í vörpuna og fjarlægðinni til yfirborðs sjávar. Þá er mikið vandamál í sambandi við eko- lodið að hafa verður sterkan og tiltölulega sveran leiðara frá flotvörpunni upp í skipið. Þegar togvírinn er orðinn 600 faðma langur og dýpi vörpunnar 200 faðmar, fer verð leiðarans að verða allhátt. Þar við bætist vinnan að út- og innbyrða leið- arann og varna við hnjaski. Einnig hefur verið reynt að hafa sendileiðarann inni í tog- vírnum, en það hefur geysileg- an stofn- og viðhaldskostnað í för með sér. Eins og að framan er skýrt, eru erfiðleikamir margir, en með stöðugum tilraunum og vaxandi tækni líður ekki á löngu þar til ódýrt, öruggt tæki kemur á markaðinn, sem auð- veldar mönnum að ákveða ná- kvæmlega dýpt flotvörpunnar. (Úr Svenska Vestkustfiskaren)'. * TÍMIMW Tíminn bak viff tjöldin hljótt, Taumaslakur rennur. Lífs kvöldvaka líður skjótt. Ljós við stjaka brennur. Manndóms fleyið mestir töf, margt í ferðum bagar. Eru þrátt um auðnu höf, ásteytingarslcagar. * ViS andlát hins aldna heifiurs- manns og bókasafnara, Þorsteins Þor- steinssonar sýslumanns, fæddist þessi vísa: Fallega Þorsteinn flugið tók, fór um liimirm kliður. Lykla-Pétur Lífsins bók læsti í skyndi niður. VÍKINGUR 211

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.