Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1962, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1962, Blaðsíða 25
Leikdómarinn Gagnrýnandinn og rithöfundurinn ðanski, Sven Lange, skrifaði eitt sinn mjög harSan leikdóm í Politiken. -Nokkru seinna hitti hann leikstjórann a förnum vegi. — Þér ættuð sjálfur aS setja leik á svið, sagSi leikstjórinn hæðnislega, og Pá kæmi í ljós, hvort þér getið gert nokkuð betur sjáífur. Sven Lange svaraði: —• Ef ég panta mér soSiS egg á ttiatsölustað, og það reynist vera fúl- egg, hef ég þá ekki leyfi. til aS finna að þessu, þó að ég geti ekki verpt góðu eggi sjálfur? Úr bréfi frá Gröndal „Hér er aldrei neinn miðvikudagur, heldur hleypur tíminn yfir þann dag, svo þá er ekkert, klukkan er hér aldr- ei tólf, heldur alltaf eitt. Hér kyssir maour allt kvenfólk viS hvern punkt 1 ræðunni, þegar maður talar viS það, Wappar þeim á hægri kinnina við wern semikolon, og faðmar þær við hverja kommu; þegar exclamations- teiknin koma fyrir, þá má maSur gera við þær hvaS sem maður vill". (Skrifað frá Þýzkalandi 1858). Þegar maSurinn kom heim, sat kon- an hans í eldhúsinu með hatt á.höfð- Ifiu og slör fyrir andlitinu og drakk te. — HvaS í ósköpunum gengur að Per? hrópaði maðurinn. — Eg fann hvergi tesíuna, svaraði konan. Fjölskyldumynd. VÍKINQTJR Joe Louis, fyrrverandi heimsmeist- ari í hnefaleik, var eitt sinn í bíl með vini sínum. Þeir lentu í áxekstri við vörubíl. Enginn meiddist, og ekki var auSvelt að segja um, hverjum árekst- urinn hefSi verið að kenna, en vöru- bílstjórinn rauk út úr bíl sínum og jós skömmum yfir Joe Louis og hót- aði honum líkamlegum meiðingum. Er leiðir skildu, spurSi vinurinn, hvernig í ósköpunum hefði staðiS á því, að hann hefði látiS bjóða sér annaS eins. — Hví gafstu dónanum ckki einn á hann? spurði hann. — Það er nú það, anzaSi Joe. — Heldurðu, að Caruso hafi sungiS aríu fyrir hvern þrjót, sem móðgaSi hann? Jrítektin TrúboSi var aS halda ræðu og sagði eftirfarandi sögu: Eitt sinn var sankti Pétri færð sú sorgarfregn að 75% af öllum karl- mönnum í heiminum væru trúlausir. Þetta var Pétri mikiS áhyggjuefni og eftir nokkur heilabrot ákvað hann að skrifa hinum trúuðu 25%. VitiS þér herrar mínir hvaS stóð í bréfi sankti Péturs? Nei, hrópuðu allir karhnenn- irnir í hópnum í kór. — Já, þetta datt mér í hug, heiðingjarnir ykkar, ykkur hefur auSvitað ekki verið sent bréf. Hann tók ósigrinum eins og maSur — kenndi konu sinn um hann. * Það er hægt að geyma allt í spíri- tus — nema leyndarmál. (Storm P.) Sá er munur á jórtrandi kú og ungri stúlku með tyggigúmmí, aS augnaráð beljunnar er skynsamlegt. (Sænskt bændablað) * Mér gekk illa með báðar eiginkon- urnar mínar. Sú fyrri vildi skilja viS mig, en sú síðari vildi það ekki. (R. KeUer). Var ástin svona endaslepp í sumart Hamingja í hjónabandi er miklu meira komin undir öðru en að finna hina réttu persónu. Hún er undir því komin aS vera hin rétta persóna. * Eg hef ekki kennt neinum aS meS- höndla boga, sem hefur ekki að lok- um gert mig að skotmarki. * Gleðhv er ilmvatn, sem þú getur ekki stökkt á aðra án þess að fá nokkra dropa á þig sjálfan. * Sá, sem tekur þátt í gamansemi sinnar eigin fjölskyldu, verður aldrei leiSinlegur, aS áliti annarra. * Áhrifaríkustu predikanirnar eru þær sem gera þig undrandi yfir því, aS presturinn skyldi finna það á sér, að þú kæmir í kirkjuna. * Sumt fólk getur staðið lengur við í klukkutíma heldur en aðrir í heila viku. * Kotrass eSa smáþorp er þaS, þar sem fréttirnar eru komnar til fólks á undan blöðunum. * AS geta skilið konu þýðir ekM nauðsynlega það, að geta BkiliB nokkra aSra konu. * Þegar ávani fer að kosta peninga, þá er hann kallaður „hobby". * Fegurstu Madonnurnar er ekki að finna á málverkasöfnum eSa högg- myndasöfnum heldur í endurminn- ingasafni þínu frá þínu eigin heimili. 225

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.