Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1962, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1962, Blaðsíða 7
Albert Engström: Elgnr skipstjóri — Saga Þessi saga gerðist fyrir mörgum árum síðan. Við sigldum utan af rúmsjó inn á fjörðinn til þess að liggja þar við akkeri yfir nóttina. Það var farið að skyggja og við ókunnugir á þessum slóðum, þess vegna vörpuðum við akkeri á vík einni undir lágum hólma. Rétt í því að við lögðumst heyrðum við áraslög og bátur nálgaðist okkur. Hann virtist koma beint innan úr skóginum. „Halló“. „Halló“. „Hafa herrarnir ekki sjókort?“ „Jú, en það er byrjað að skyggja og....“ „Hér er ófœrt að liggja. Það hvessir í nótt. Réttast að hala upp aftur. Ég skal leiðbeina herrunum inn á Víkina mína. Ég heiti Elgur skipstjóri". Við kynntum okkur og létum ó- spart í ljós þakklæti okkar. Elgur skipstjóri kom um borð til okkar og batt bátinn sinn við skútuna okk- ar. Hann var hávaxinn, hvítskeggj- aður öldungur með arnarnef, mjög geðfeldur maður. Okkur hafði ekki unnizt tími til þess að fella seglin, áður en hann kallaði til okkar og brátt klauf því skútan svartan vatnsflöt fjarðarins. Elgur stýrði beint á land. Við litum hvor á annan, en þegar minnst varði opnaðist vík, sem að vísu var sýnd á sjókortinu, en við höfðum ekki þorað að leita að í kvöldhúm- inu. Á víkinni lá skúta bundin við gríðarstórt dufl. „Þarna liggur skútan mín“, sagði Elgur skipstjóri. „Hér er slæmur haldbotn, en duflið mitt er fast. Það er bezt, að herrarnir bindi sinn bát við I-Iimininn, það heitir báturinn minn. Það verður bálhvasst i nótt, ég finn það á loftinu. Ég er gamall sjómaður". Við sigldum upp að hliðinni á Himninum og Elgur skipstjóri stýrði bát okkar svo mjúklega að honum VÍKINGUR að þægilegt var fyrir okkur að stökkva um borð í hann með festar- enda okkar. Þetta var auðsjáanlega ekki í fyrsta skipti, sem skipstjór- inn lagði þannig að. „Himininn“ var stór stokkbyrtur bátur, klæddur koparþynnum og fágaður eins og viðhafnarstofuhúsgagn. Við létum í ljós aðdáun okkar á því hve bátur- inn var glæsilegur og traustlega byggður. „Já, hann er ágætur", sagði Elgur skipstjóri. „Hann er líka heimili mitt“. „Býr ekki skipstjórinn hér í ná- grenninu? Ég meina,---------af því að skipstjórinn hefur dufl hér að liggja við“. „Nei, ég bý í bátnum“. „Árið um kring?" „Já, árið um kring. Og í þessari vík hef ég aðalstöðvar mínar. Finnst herrunum það undarlegt? Er frelsið ekki öllu öðru dýrmætara? Frelsið er ekki mannleg uppfinning, þess vegna er það svo dýrmætt. En þjóð- félagið hafa mennirnir fundið upp, þess vegna er það illt.“ Gamall heimspekingur hugsuðum víð. Frumlegur sérvitringur, sem vel kann að haga orðum sínum. „Við vitum ekki á hvern hátt við eigum að þakka þér þá vinsemd, sem þú hefur auðsýnt okkur. Ef til vill mundi skipstjórinn vilja koma um borð í okkar bát og snæða þar kvöldverð, svona rétt til tilbreyt- ingar, og drekka svo með okkur glas af púnsi á eftir?“ „Nei, þakka fyrir, ég er þegar bú- inn að snæða, og auk þess get ég aldrei snúið mér við i þessum ný- tízku bátum. Púns drekk ég aldrei. .“ „Ef til vill viský?“ „Nei, ekki heldur, en ef herrun- um skyldi geðjast sæmilega að gömlu jamjka þá eru þeir velkomnir að drekka toddy um borð í mínum bát, þegar þeir hafa etið kvöldverð. Hentar það? Verið þá vel komnir“. Innan skamms stigum við aftur um borð í „Himininn" fullir for- vitni. Elgur skipstjóri opnaði fyrir okkur og fylgdi okkur undir þiljur. Tekanna úr silfri suðaði á spíritus- suðuvélinni og rússnesk teglös skinu á glampandi fögrum silfur- bakka. Allt var hér fínt og fágað eins og í brúðuherbergi. Borð úr rauðviði], skinnklæddir legubekkir og mjúkur dúkur á gólfi. Einkenni- legast af öllu var þó loftið í káet- unni. í það var strengdur dökk- blár silkidúkur, og á hann var stjörnuhimininn, — bæði hálfhvel- in? — málaður, stjörnurnar gylltar, en vetrarbrautin silfurlituð. Á rauðviðarhurð, sem felld var niður úr einum veggskápnum, stóð sextungur, sæúr og áttaviti. „Velkomnir herrar mínir og gjörið svo vel að fá ykkur sæti. Teið er senn til reiðu. Ég er að leggja áhöld mín til hæfis eins og þið sjáið. Vera má að eitthvað birti í lofti, og ef svo fer verð ég að gera staðará- kvörðun“. „Staðarákvörðun?" „Já, það er alveg nauðsynlegt margra hluta vegna, — og alveg sér- staklega fyrir mig.“ „Skipstjórinn hefur áhuga á stjörnufræði?“ „Auðvitað. Og leiðin er löng og erfið. Það verður alltaf erfiðara og erfiðara, að halda réttu striki, eftir því sem lengra kemur, og eftir því, sem innbyrðis afstaða stjarnanna breytist meira. En nú skálum við“. Þetta var sannarlega undarlegur fugl. Ilvað átti hann við með staðar- ákvörðun? Breytingu á innbyrðis afstöðu stjarnanna? Langri og erf- iðri leið? „Ætlar skipstjórinn að leggja í langferð?“ „Já. Það verðum við víst allir að gera fyrr eða seinna“. Maðurinn hafði auðsjáanlega lausa skrúfu. Ekki þó að hann talaði um dauðann, við það var ekkert athuga- vert. En hvaða hvaða gagn mundi hann hafa af sextung og áttavita á þeirri ferð? „Jæja, skál. Rommið er gott? Er eklci svo? Það var lán að ég sá herr- ana rétt í því, að ég var að leggja 207

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.