Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1962, Blaðsíða 32
maðurinn áfram, „þér hljótið
að vinna fyrir launum yðar
frekar með höfðinu heldur en
með höndunum". Nú jæja, „að-
alatriðið er að vinnan gangi,
sem maður á að sjá um".
Hann ýtti sínum mjúka og
beyglaða stráhatti aftur á
hnakka, setti hendur sínar á
mjaðmirnar, spennti jakkann
sinn aftur fyrir og þandi út
brjóstkassann undir bláköfl-
óttri skyrtunni. Hann var stór-
kostlegur á að líta.
Hvorki samtalið né maðurinn
geðjaðist tollaranum. Hann ótt-
aðist líka, að Ágústa von Katj-
endorf myndi fara aftur á skip-
ið, og hann þá missa af henni.
Hann vildi fara, losna við
manninn.
„Uss" sagði maðurinn, gerði
smá hnykk með höfðinu og
blikkaði imeð öðru auganu. ,,Ég
gæti sagt yður dálítið, en þér
megið ekki koma upp um mig".
Hann leit flóttalega í allar átt-
ir.
„Auðvitað ekki", sagði tollar-
inn og var nú orðinn óþolinmóð-
ur.
„Á eftir kemur hingað", sagði
maðurinn trúnaðarlega, „eyki
með gráum hesti fyrir. Og á
vagninum er pipar sem vegur
180 pund".
„Vitið þér þetta áreiðanlega?'
spurði tollarinn. „Svo vel, eins
og ég stend hér", sagði maður-
inn. „Og ef þér finnið ekki
þennan 180 punda pipar, þá er
það ekki mér að kenna."
Þar með gekk hann stoltum
skrefum á braut og fór inn í
Friesenkrá.
Tollarinn stóð dálitla stund
eftir, en gekk síðan að móflutn-
ingabátnum. Ágústa von Katj-
endrof hafði lokið við þrifin á
þilfarinu og hengdi upp dulurn-
ar á borðstokkinn til þerris,
sem hún hafði notað við þvott-
inn.
„Jæja, bara búin?" sagði toll-
arinn kátur, en þetta gekk leik-
andi létt. Ágústa von Katjen-
dorf brosti yndislega, „Ég er
núna mjög rösk," sagði hún,
232
hallandi höfðinu á hlið og leit
á hann tælandi augnaráði.
Tollaranum hitnaði innan-
klæða. „Það er mjög heitt í
dag", sagði hann og strauk
feiminn handarbaki annarar
handar sinnar yfir ennið. „En
kvöldin," sagði hann, „kvöldin
eru svo falleg hér við víkina.
Þeirra verður maður að njóta á
réttan hátt".
Ágústa von Katjendorf leit
löngunarfullum augum út í
buskann. „Ó já, kvöldin--------",
sagði hún, „þeirra ætti maður
vissulega að njóta. En þegar
maður er svo einmana eins og
ég--------,, og ef til vill þér líka
Tollarinn stóðst ekki freist-
inguna. Hann mælti sér stefnu-
mót við stúlkuna um kvöldið.
Þarna hinu megín við litla báta-
stiginn ætluðu þau að hittast.
Honum fannst, að hann gæti
unnt sér þessa, því að þegar
hann kæmi á stefnumótið myndi
hann hafa lokið sínum fyrsta
tollvörufundi og hafa náð 180
pundum af pipar.
Tollarinn gekk eina hring-
ferð. Þannig hélt hann uppi
njósnum í plássinu, en hann fór
ekki langt í burtu, svo að hann
missti ekki sjónar af eykinu
með gráa hestinum. Þegar hann
kom aftur niður á bryggju
heyrði hann skrölt í vagni. Og
brátt beygði vagn með gráum
hesti fyrir hornið á síðasta hús-
'inu við víkina. Hjartað í tollar-
anum hoppaði,--------hans stóra
tækifæri var komið.
Vagninn var hlaðinn heyi.
Ekki eins hátt hlaðinn og aðrir
vagnar, sem komu af engjunum
meðfram fljótinu og auk þess
var heyið hlaðið heldur óreglu-
lega. Þetta var allt tortryggilegt.
Bóndi sat ofan á heyinu og hélt
taumnum í höndum sér. Tollar-
inn stöðvaði vagninn.
„Er nokkur tollskyld vara hjá
yður?" spurði hann. „Nei",
sagði bóndinn. „Ég sótti aðeins
heyið".
„Þér eruð með tollskylda
vöru", sagði tollþjónninn og leit
fast á hann.
„Þér hljótið þá að vita það",
sagði bóndinn kæruleysislega.
Tollarinn lét ekki plata sig-
„Yðar saklausa andlit stoðar
ekki", sagði hann strangur. —
„Farið niður af vagninum, ég
verð að rannsaka þetta".
Bóndinn fór ofan af vagnin-
um, batt tauminn fastan og
gekk afsíðis, eins og málið kæmi
honum ekkert við. — Tollarinn
klifraði upp á heyið og byrjaði
leitina.
Auðvitað hafði piparnum ver-
ið komið fyrir neðst undir hey-
inu, en það skyldi nú ekki verða
kápan úr því klæðinu. Hann
kastaði hverju heyfanginu af
öðru ofan af vagninum. Ui»
leið og fóðrið á vagninum
minnkaði hækkaði hrúgan á göt-
unni. Tollarinn rótaðist uni>
stakk og reif upp heyið allt nið-
ur á vagnpallinn.
Sólin var brennandi heit, og
nú lét hann handleggina síga og
leit ráðalaus umhverfis sig.
„Nú hlaðið þér vagninn aft-
ur", sagði bóndinn. „Á meðan
fer ég inn í Friesenkrána og fse
mér bjór". Síðan gekk feiti
bóndinn sperrtur inn í krána
með góða samvizku. Hvítu
skyrtuermarnar hans glitruðu
eins og dýrðarbaugur umhverf-
is hinn saklausa mann.
Timpe tollari leit gramur á
eftir honum. Hann var honum
reiður fyrir að vera ekki með
pipar í vagninum. En nú varð
hann að koma heyinu upp á
vagninn, áður en fólkið kæmi
að. Hann gekk inn í næsta hús,
fékk lánaða heykvísl og byrjaði
að hlaða vagninn.
Síðdegissólin var brennheit
og loftið var klakhlýtt. Svitinn
rann niður eftir andlitinu og
fötin límdust við hann.
Börn hópuðust að vagninum
og horfðu forvitin á hann. Pei-
mann fiskimaður reri báti sín-
sínum að bryggjunni og leit sín-
um bláu augum steinhissa a
manninn, hestinn og vagninn.
Kona kom með körfu á hand-
VÍEIINGUR