Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1962, Blaðsíða 2
um fyrir norður- og austurlandi
1962.
Á þeim skamma tíma, sem
ætlaður var til að athuga rekst-
ursáætlunina voru engin tök á
að gera henni nein skil, enda
hefði slíkt verið út í hött. Hins-
vegar var augljóst, að hin tölu-
lega hlið áætlunarinnar var
mjög óákveðin svo ekki sé tekið
dýpra í árinni og ekki einhlítt
að leggja hana til grundvallar,
sem óyggjandi plagg, sem for-
sendur fyrir dómsúrskurði.
Mun mála sannast að árang-
ur hinna nýloknu sumarsíld-
veiða hafi dregið næsta feitt
strik yfir flestar niðurstöðu-
tölurnar ekki sízt hvað snerti
tekjuhliðina.
Þá var ekki vitað hvort Gerð-
ardómnum hefði b'orizt nein
plögg, þar sem leitast var við
að taka til samanburðar kostnað
við útbúnað skipa til herpinóta.
en þar lá að baki marsra ára
reynsla, og til slíkra veiða voru
notaðir tveir nótabátar með afl-
miklum vélum og jafnvel fiski-
leitartæk.ium.
Síldveiðitæknin hefir undan-
farin ár þróast beint frá herpi-
nót yfir til hringnótar.
Eins og dæmið lá fyrir í
vor, liggur beint fyrir að álíta
að hringnóta útbúnaður hafi
ekki valdið auknum útgerðar-
kostnaði, nema síður sé, vegna
þess að tveir nótabátar með
fyrrgreindum útbúnaði munu
dýrari í rekstri en kraftblökk,
hvað viðkemur vátryggingu og
viðhaldi.
Það er skoðun margra sjó-
manna að hin breytta tækni við
síldveiðar muni í framtíðinni
leiða í ljós að útgerðarkostnað-
urinn hafi minnkað. við þá
auknu aflamöguleika, sem hún
færir útgerðinni.
FISKSJÁIN.
Þá skal farið nokkrum orðum
um þetta f járhagslega — heng-
ingartæki — íslenzkrar útgerð-
ar.
Liggur þá fyrst fyrir að at-
huga að við herpinótaveiðarnar
var aðeins hægt að kasta nót-
202
inni í einmuna veðri og þegar
síldin óð á yfirborðinu. — Þá
takmarkaðist einnig vinnutími
skipshafnarinnar á síldveiðun-
um eingöngu við dagsbirtuna.
Við tilkomu fisksjárinnar féll
þessi vinnutímatakmörkun skips
hafnarinnar algjörlega niður og
færðist í það horf að verða
ótakmarkaSur.
Hringnótaskipin athafna sig
við veiðarnar við miklum mun
verri aðstæður og veðurskilyrði
en herpinótaskipin gátu, eða í
allt að 5-6 vindstigum eða jafn-
vel verra veðri og allt árið um
kring í stað tveggja til þriggja
mánaða úr árinu og leiðir af
því margföld nýting tækjanna.
Hér skal tekin ein staðreynd.
Einn af aflahæstu skipstjór-
unum íslenzka flotans kastaði
eitt árið hringnót sinni 800 —
áttu hundruð sinnum — en það
er talið af reyndum síldveiði-
mönnum svara til 10 ára köst-
un, miðað við herpinót.
Upp út 1930 var mikil tækni-
þróun varðandi útbúnað togar-
anna. Þá kom dýptarmælirinn,
miðunarstöðin og skipt var um
loftskeytastöðvar yfir á lampa-
senda. — Þessi tæki voru mjög
dýr, en ekki varð þess vart,
hvorki í ræðu né riti að ástæða
þætti til að rýra aflahlut eða
kaup yfirmanna né undirmanna
á togurum. Var þó hér um bylt-
ingu að ræða varðandi togveið-
arnar og lögðu skipin ekki úr
höfn án þess að þessi tæki væru
í lagi. Upp úr síðustu heims-
styrjöld komu svo ein og tvær
ratsjár í þessi skip, sjálfritandi
fiskleitartæki, flottroll og nylon-
vörpur.
Það verður mjög erfitt að
sannfæra sjómenn um að rýra
beri stórkostlega hlut þeirra frá
því sem verið hefur, og ennþá
munu finnast innan raða út-
gerðarmanna þó nokkrir sem
taka þeirra málstað.
Við tilkomu fullkomnari raf-
eindatækja og hentugri útbún-
aðar hefir vinnutími skipstjórn-
armanna og allrar skipshafnar-
innar og ábyrgð aukist stórkost-
lega, um leið og afkomumögu-
leikar bæði hennar og útgerð-
arinnar hafa, sem betur fer,
batnað mjög.
Á herðum skipstjórnarmanna
hvílir í langtum ríkari mæli en
fyrr aflabrögð skipsins. Á hæfni
þeirra og þekkingu á fiskleit-
artækjunum byggist afkoma út-
gerðarinnar og þjóðarhagur.
Samhæfni og leikni skips-
hafnanna eru beinar forsendur
fyrir góðum árangri í aflabrögð-
um.
Það er tæpast nein goðgá,
þótt minnt sé á þau alltof
mörgu síldveiðisumur undanfar-
in ár, sem íslenzkir síldveiðisjó-
menn sneru heimleiðis vonsvikn-
ir vegna aflatregðu og með
tóma vasa. — Þá brást flestum
bogalistinn við að reikna út
tekjur þeirra og birta á áber-
andi stöðum í dagblöðunum,
enda áhuginn í réttu hlutfalli
við rýrar tekjur.
Nú virðist sem þjóðarbúið sé
að gliðna úr skorðum og að
öngþveiti hafi skapast vegna
aukinna tekna sjómanna, enda
þótt vitað sé að ríflegur hluti
þeirra rennur frá þeim í opin-
ber gjöld og að þar sé hver eyr-
ir tíundaður, enda lítið við því
að segja þótt vissulega væri
æskilegt, að slíkum gjöldum
væri jafnað niður á lengri tíma
en eitt ár vegna mjög breyti-
legrar afkomu frá ári til árs.
Það verður eigi hjá því kom-
izt að telja þennan áróður gegn
sjómannastéttinni harla var-
hugaverðan og vægast sagt ó-
heppilegan. Það dregur enginn
annars fisk úr sjó og sjómenn
hafa ekki komizt sofandi að sín-
um hlut þótt sæmilegur sé í
augnablikinu.
Heillavænlegast hlýtur að vera
að samstaða og samvinna sjó-
mannastéttarinnar og þeirra,
sem með þeirra mál fara í landi
mótist af gagnkvæmum skiln-
ingi og að hagsmunir þeirra f ari
saman, að öðrum kosti getur illa
farið. íslenzka þjóðin veit af
langri reynslu að, „svipull er
sjávarafli."
VÍKINGUR