Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1962, Blaðsíða 16
Sparisjóður sjómaniia
Fyrir skömmu opnaði Vél-
stjórafélag íslands sparisjóð í
húsakynnum félagsins að Báru-
götu 11 í Reykjavík. Ekki er
mér kunnugt um að önnur stétt-
arfélög hér á landi hafi farið
inn á þessa braut, ef frá er tal-
ið Verzlunarmannafélag Reykja-
víkur, en félagar þess áttu aðild
að Verzlunarsparisj'óðnum og
síðar Verzlunarbankanum. Slík-
ar stofnanir með nöfnum ein-
stakra stétta stofnaðar og rekn-
ar af þeim eru þó þekktar í ná-
grannalöndum okkar.
Nokkru áður en Vélstj'órar
opnuðu snarisj'óð sinn var þeirri
hugmvnd hreyft í Siómanna-
dagsráði að athuga bæri um
möguleika á stofnun Siómanna-
sparis.ióðs. Stuttu síðar er mér
kunnugt um að a. m. k. Sió-
mannafélag Revkiavíkur skrif-
aði Vélst.iórafélaginu bréf osr
spurðist fvrir um, hvort þeir
væru fáanlegir til að víkka út
aðildina að sparis.ióð sínum.
þannig að öll sj'ómannafélögin,
t. d. í Reykjavík og Hafnar-
firði (þau sem eru innan S.ió-
mannadagsráðs)" kæmu sér upp
sameiginlegum sparisióði og
hann yrði þar með réttnefndur
S.i ómannasparis j óður.
Af þessu töldu þeir ekki geta
orðið að sinni, því málið væri
komið í of fast form, en^buðu
hinsvegar að aðrir en beinir fé-
lagar þeirra gætu gerst ábyrgð-
armenn og að sjálfsögðu væri
öllum s.iómönnum heimil við-
skipti við þá.
Nú getur sitt sýnzt hverjum,
um fjölgun slíkra stofnana hér
á landi. En hitt mun ekki orka
tvímælis, hve mikilvægt væri, ef
takast mætti að auka sparnað
og sparifjármyndun meðal ís-
lenzkrar sjómannastéttar.
Þeir fá oft ef vel gengur og
eftir langar ferðir, töluvert fé
í hendur, sem því miður mörg-
um helz tilla á, ábyggilega ver,
en ef fé þeirra væri komið í
sparisjóðsbók þegar að landi er
216
komið,. þeim sjálfum fyrst og
fremst, en einnig efnahagslífi
þjóðarinnar, til góðs. Á þetta er
þegar komin nokkur reynsla í
nágrannalöndum okkar. Þannig
urðu spariinnlegg norskra sjó-
manna árið 1960 um 200 millj.
norskra króna, og var búizt við
að sú upphæð mundi stóraukast
á næstu árum. Þetta kunna
Norðmenn vel að meta og voru
m. a. eftirfarandi ummæli við
höfð í „Norges Handels og Sjö-
fartstidningen", þegar tölur
þessar lágu fyrir:
„Norsku bankarnir hrósa sjó-
mannastéttinni fyrir spariáhug^
sinn og það huerarfar, sem að
baki hans er. Þeir sem halda að
rétt sé að gagnrýna siómanna-
stéttina fyrir eyðslusemi og
drabb, hvort sem blýantssleikj'-
arar eða ven.iulegir shiðurberar
gera það, ættu að eyða smá-
stund til að hugsa um, hvað
spariáhugi s.iómanna þýðir fyr-
ir Noreg, fyrir atvinnulífið, fyr-
ir bæiarfélögin og fyrir hvern
. einstakan okkar".
í Danmörku hefur einnig sú
niðurstaða fengizt, að spariá-
hugi sjómannastéttarinnar sé
meiri, en sá sem aðrar stéttir
þj'óðfélagsins sýni.
1 Kaupmannahöfn hefur
sparis.jóðasamstaða, sem ber
nafnið „Bikuben". tekið að sér
að sjá um sparifjársöfnun s.ió-
manna, í góðri samvinnu við út-
gerðarmenn, Sj'ómannatrúboðið
og Velferðarráð verzlunarflot-
ans. Launþegafélögin sem eiga
félagsmenn sína á skipunum,
styðja starfsemi þessa með ráð-
um og dáð. Hinar góðu undir-
tektir undir hugmyndina um
sparifj'ársöfnun sjómanna, hafa
gefið mjög góða raun. Talsmað-
ur „Bikuben" segir m. a. í blaða
viðtali snemma árs 1960: „TaJa
þeirra sjómanna, sem taka þátt
í þessum sparnaði, fer ört vax-
andi. Og á hinum stutta tíma,
sem þessi liður starfsemi okkar
hefur verið í gangi hefur tala
Pétur Sigurðsson.
þátttakenda farið ört vaxandi.
Sj'ómennirnir eiga mikið hrós
skilið fyrir áhuga sinn. Þeir eru
ágætr viðskiptamenn og meðal
þeirra beztu hvað innl egg snert-
ir. Við höfum þegar orðið varir
mikils áhugá eftir að við send-
um auglýsingabækling um borð
í skipin. Við sj'áum um ýmsar
greiðslur fyrir sjómennina, svo
sem húsaleigu, greiðslur til f jöl-
skyldunnar og ýmislegt fleira.
Um opinber gj'öld þurfum við
ekki að hugsa, þau eru greidd
jafnóðum hjá útgerðinni".
- Það er ekki aðeins „Bikuben"
sem stuðlað hefur að þessari á-
nægjulegu þróun heldur hafa
sparisjóðir um alla Danmörku
tekið þátt í þessu starfi, einnig
Sj'ómannatrúboðið, og þá eru
miklar fjárupphæðir hjá flest-
um stærri útgerðarfyrirtækjum.
Til að stuðla enn frekar að
spariáhuga sj'ómanna sinna,
bjóða útgerðarfyrirtækin mjög
góð kjör og háa vexti, sem
sparisjóðirnir geta ekki greitt.
Þrátt fyrir það sýnist að sjó-
mennirnir velji heldur spari-
sjóðina og beinast þessi við-
skipti í æ ríkari mæli til þeirra,
og er það eftirtektarvert uffl-
hugsunarefni út af fyrir sig.
Hér á íslandi eru önnur við-
horf. Slík þjónusta sparisjóða
eða banka og hinna stærri út-
gerðarfyrirtækja, þekkist ekki,
en í staðinn virðist um öfuga
þróun að ræða. Sá siður er nó
ríkjandi hjá nokkrum útgerðar-
fyrirtækjum að neita fastráðn-
um mánaðarkaupsmönnum um
peningaúttekt þegar skip þeirra
eru í höfn, þótt komið sé að
mánaðamótum. Þetta hefur ver-
ið gert þrátt fyrir skýr ákvseði
VÍKINöUR