Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1962, Blaðsíða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1962, Blaðsíða 24
. :"•;:":»•;. ¦ #*•!**% Þú hefur ekki sagt við mig eitt skemmtilegt orð l tvo daga. Prófessor nokkur vaknaSi kl. 4 um nótt við aS síminn hringdi. Eg get ekki sofið fyrir gelti og ýlfri í hund- inum yðar sagði æst rödd nágranna- konu. Þakka yður fyrir, umlaSi prófess- orinn hálfsofandi. Kl. 4 nóttina eftir hringdi síminn hjá nágrannakonunni: Eg ætla bara að láta ySur vita, kæra frú, að ég á engan hund, sagði pró- fessorinn. * í nótt dreymdi mig konuna yðar. Og hvað sagði hún? Ekkert. Þá hefur þaS ekki verið konan mín. — HugsaSu þér, hún Soffa erfSi 200 þús. kr. eftir frænda sinn, sem hefir ekki einu sinni séð hana, hvað þá heldur meir. — Nú, það skýrir auSvitað málið. JrítíaktiH Það er ekki hægt að gera börn góð meS því að gera þau hamingjusöm, en þaS er hægt að gera þau ham- ingjusöm mrð því að gera þau góð. — Vinur minn, sagði gömul kona viS lítinn snáSa. Varst það þú, sem stalst eplunum mínum úr garðinum mínum í gær. — Nei, ég þótti of lítill, en þeir lofuðu mér að ég skyldi fá aS vera með á næsta ári. * — Eg ætla að fé gert við skemmda tönn, sagSi drengurinn. Tannlæknir- inn er því miður ekki við í svipinn, sagði stúlkan. Það var leiðinlegt. GetiS þér ekki sagt mér hvenær hann verður ekki við næst. MaSur nokkur sem var hátt uppi, slangsaði fram hjá áfengisverzlun og datt endilangur á gangstéttina, Eldri kona, sem gekk framhjá, opnaSi dyrn- ar og kallaöi inn: Auglýsingaspjaldið ykkar hefir oltið um koll! * Maður nokkur stóð og glápti á veiðimann nokkurn, sem dró hvern fiskinn af öSrum en henti þeim jafn- óðum í vatnið aftur. Loksins beit smátittur á hjá honum og dró maður- inn hann varlega í land og lét í veiSi- pokann. — Hvernig stendur á því að þú hendir hinum stóru en hirðir þá litlu, spurði maðurinn undrandi. Steikarapannan mín er svo lítil. Ef nú báturinn sekkur, sagSi kon- an hrædd. Hverjum ætlarðu þá að bjarga fyrst, barninu eða mér1? Mér, sagði maðurinn samstundis. * Þú heldur víst að ég geri eins og allar hinar, að ég flytji heim til mömmu, sagði eiginkonan eftir hörku- rifrildi viS mann sinn. En þar skjátl- ast þér, góði. Eg ætla að biðja hana mömmu aS koma hingaS. Áður sagðir þú alltaf aS ég væri allur heimurinn fyrir þig. Já, — en síSan hefur mér fariS fram í landafræði. * Það var stór heræfing. Liðsforing- inn henti sér á jörSina og hrópaSi: „Eg er fallinn, þér takið við stjórn- inni, Johnsen lðiþjálfi". — Eg hef tekiS stjórnina, svaraði Johnsen. Komið strax með skóflur. 224 Mikið lielv . . . er hann timbraður. Bernard Shaw sagði eitt sinn, að það sem kæmi sér verst fyrir hinn ó- sannsögla væri ekki það, aS enginn tryði honum, heldur hitt, aS hann þyrði engum að trúa sjálfur. Á bænum Hóli hafSi þaS boriS við oftar en einu sinni, aS kviknað hafði í bæjarhúsinu og þótti ýmsum nóg um, er hefir orðið tilefni að eftirfar- andi vísu eftir hinn kunna hagyrðing Máskóga Stefán: Þótt Hekla verSi glóða geld og gaddur á Kötlubóli. Og skorti Víti allan eld, er alltaf neisti á Hóli. * Eitt sinn tók Bernard Shaw þátt í samkvæmi, sem haldið var til fjáröfl- unar í góðgerSaskyni. Að borðhaldinu loknu fór hann og bauð einni aðalfor- göngukonunni upp í dans. Hún var stórhrifin af því aS dansa viS hinn fræga rithöfund. — Að hugsa sér að þér skylduð bjóða mér upp! — Kæra frú, sagði Shaw, er hann tók hana danstökunum. Þetta er allt saman góðgerðastarfsemi, er þaS ekki1? VÍKINGXJB

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.