Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1962, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1962, Blaðsíða 30
Einkennilegt svar skipaskoðunarstjóra Þegar ég í viðtali við Sjómannabl. Víking í sl. tbl. lýsti óhug mínum yfir því livað ískyggilega oft ný og traust skip færust á rúmsjó, án þess, að beinlínis væri hægt að konna þar um veðri eða öðrum óviðráðanlegum or- sökum, og jafnframt lét í ljós þá skoðun, aS um sérstaka ósjóhæfni hlyti að hafa veriS aS ræða í ýmsum tilfellum, mátti ég auðvitað búast við einhverjum athugasemdum frá skipa- skoðunarstjóra, þar sem ég taldi, aS skipaskoSuninni bæri að láta þetta mál til sín taka því ef til vill gæti hún reist skorSur við endurtekningu á slíkum atbúrðum, enda bæri henni að sýna þá viðleitni lögum samkvæmt. LeyfSi. ég mér að benda á þær máls- greinar í lögum sem undirstrikuðu þessa staShæfingu mína. Hin sorglega reynsla sem við höfum hlotiS varðandi skipaskaða að undan- fömu hefur fyllt alla þjóðina ugg og hrópar á aSgerðir til frekari öiyggis. fig var svo bjartsýnn, aS búast við svari sem tæki þessum ábendingum vel, jafnframt einhverri viðleitni til að sýna fram á að skipaskoSunin væri þarna vel á verði. En viti menn, svariS sem ég fæ er ekkert annað en hártog- anir og útúrsnúningur á því sem ég hélt fram og stórkostlegur skætingur á mig persónulega. Þessi skætingur gerir mig orðlausan og hefi ég litla löngun til aS svara honum því þetta er svo ofstækis- lega rætið aS þaS kastar rýrS, ekki einungis á þkipaskoðunarstjórann sjálfann, heldur einnig á sjálfa stofn- unina. Ummæli hans, þar sem hann segir: „tilgang minn sannarlega ekki vera til að auka öryggi íslenzkra isjófar- enda, eins og ég reyni aS láta í veSri vaka, heldur að reyna að sverta og ó- frægja störf þeirra manna sem mest vinna að öryggismálum," tel ég svo freklega móSgandi í minn garð að ég finn mig knúinn til að láta hann svara fyrir þau á öSrum vettvangi. ÞaS er þó mjög fjarri mér, að eiga við hann persónulegar illdeilur, sem ekki snerta málefnið sjálft. Það er enginn vandi að fylla hvaSa blað sem er meS porsónulegum skætingi. Hjálm- ar R. Bárðarson gefur þar mjög liögg- 230 stað á sér, eins illa og sjálfbyrgings- lega sem hann tekur réttmætum ábend- ingum um öryggismál, sem hann á þó að láta sig einlæglega varða. Hitt er svo annað mál að hvorki ég né SjómannablaSið Víkingur, höf- um áhuga fyrir öSru í sambandi við skipaskoSunarstjóra, en að fá hann til' að vinna að bættu öryggi sjó- manna. Því mun áreiðanlega verða haldið áfram hvort sem Hjálmari lík- ar betur eða ver. ÞaS litla sem skipaskoðunarstjóri kemur inn á málefniS sjálft í þessari löngu grein sinni, er réttur útdráttur úr bréfum sem hann hefur skrifað stjóm F.P.S.Í. um þessi mál, ég teldi því æskilegt að blaðið birti um leiS svörin við þessum bréfum, svo að sjá megi svart á hvítu, álit og viShorf sambandsins og sjómanna til skipa- skoSunarinnar um þessi mál, Skipaskoðunarstjóri telur aS ávalt hafi verið leitað álits sjómanna varð- andi reglur um skipaeftirlit og skal ég ekki mótmæla því, enda eru um það ákvæði í lögum. En hefur þá verið tekið tillit til óska sjómanna varðandi breytingum hans á reglugerðinni ? Er Hjálmar R. Bárðarson búinn að gleyma bréfi sjó- mannasamtakanna dags. 9. nóv. 1959, undirskrifaS af Alþýðusambandi fs- lands, Earmanna- og Eiskimannasam- bandi Islands, Sjómannasambandi fs- > lands og Sjómannafélagi Reykjavíkur. Þar sem þessi samtök segjast ekki geta fallist á tillögur SkipaskoSunar- stjóra um þær breytingar eSa viðbæt- ur er hann leggur til að gerðar verði á IV., V. og VI. lið reglugerSar sinnar og samtökin fara fram á aS VIII. liður verSi umorðaður til meira öryggis fyrir sjómenn. — Hvað kom sldpaskoSunarstjóra til að beita sér fyrir minnkuSum öryggisbúnaði skipa að áliti allra sjómannasamtakanna1? — Skýrir þetta ekki nokkuð viðhorf sjó- manna til hans og viðhorf hans til þeirra. Það er ólán Iíjálmars og þeirra sem skipaskoSunarinnar eiga að njóta, aS hann skuli ekki hafa þurft að sækja sjó í misjöfnum veðr- um, að því leiti eru allir meðstarfs- menn hans honum langtum fremri. Hjálmar segir, að ég hafi aldrei rætt við sig um nein öryggismál og gleymir hann þá þeirri viðloytni minni að fá hann til aS gera nauðsynlegar umbætur á umbúnaði gúmbáta, þa® er öryggisgjörS með teygju fyrir festilínuna, en sjálfur taldi hann nóg aS línan yrði höfÖ sterkari, þótt aug- ljóst sé, að bátarnir þola ekki sterk- ari línu nema sett sé á þá öryggis- gjörð og átakateygja um leiS. Aftur hefur skipaskoSunarstjón sýnt áhuga fyrir að kenna sjómönn- um meðferS gúmbáta og talið þörf á að kenna þeim stöSugleikaútreikninga og lætur þannig liggja að öll mistök séu vankunnáttu sjómanna aS kenna. Ég er á gagnstæðri skoðun, og veit fá dæmi því til sönunnar, því til viS- bótar námi sínu hafa þeir lærdóm dýr- mætrar reynslu og ábyrgSartilfinningw í starfi. ÞaS verður aldrei hægt að kenna skipstjórnarmönnum eSa öðrum af áhöfn skipanna um það ef gúmmbát- ur revnist ónothæfur tekinn ósnertur úr umbúSum öryggiseftirlitsins, eða að skip hvolfi í góðviðri vegna vöntunar á stöðugleika sem skipstjóri tæpast getur varaS sig á fyrr en hann hefur rekist á það og þá því miður oft um seinann. Sjómenn geta heldur ekld varaS sig á því ef „flangsar" á skipsbotnum eSa borð detta úr, því þessu eiga menn aS geta treyst. Að bera sigsaman við bifreiSaeftirlit-ið varðandi öryggis- skoðun getur veriS gott, en er alveg út í hött í því sambandi sem skipa- skoöunarstjóri vill vera láta. SkipaslcoSunarstjóri flíkar mjög skyldum skipstjórnarmanna og birtir lagabókstaf því viðvíkjandi, en hann gleymir, að það er skylda skipaskoð- unarinnar aS hjálpa þeim til aS rækja þessar skyldur. Hinn mikli kostnaður viS stöðug- leika prófanir sldpa, virðist skipaskoð" unarstjóri setja fram til að hræ'Sa stjórnarvöldin frá aS hefjast handa um að fyrirskipa stöðugleika prófun skipa. Hinir flóknu útreikningar stöðugleika er Hjálmari R. Báröar- syni verður svo tíSrætt um, virðist mest snerta byggingu skipa en kostn- aöur viö mistök skipaverkfræðinga eða skipasmíðastöSva, ÚBtti að vcra skipaskoSuninni óviSkomandi, en henn- ar aS dæma með hallaprófun eða öðru, livort útreikningarnir og bygg" ingalagið fái staðist sjóhæfnis próf- VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.