Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1962, Blaðsíða 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1962, Blaðsíða 33
leggnum, þurrkaði einu barninu um nefið og flýtti sér síðan til nýlenduvörukaupmannsins. — Tveir strákar komu út úr Fries- enkránni og slöngruðu framhjá. Ágúst von Katjendorf kom út úr eldhúsklefanum á þilfarinu, af nærgætni leit hann fyrst upp í loftið og yfir víkina en því næst á tollvörðinn. Hanrt þóttist huga að reiðaútbúnaði skipsins. Tollarinn hamaðist með hey- kvíslina og svitnaði, hausinn á honum var jafn rauður og blússan hennar Ágústu. Hann bað með sjálfum sér að hún kæmi ekki hingað og sæi skömm hans. En frétta myndi hún af þessu — já, áreiðanlega mun hún frétta þetta. Þegar allt heyið var komið upp á vagninn studdist tollar- inn við heykvíslina og kastaði mæðinni, opnuðust þá dyr Fries- enkrárinnar og bóndinn kom aftur. Hann rannsakaði heyið, leysti tauminn og klifraði upp á heyið. „Nú, segið mér aðeins",. sagði bóndinn ofan úr heyinu, „að hverju voruð þér að leita hjá mér?" „Mér var tilkynnt",, sagði tollarinn sneyptur, „að þérhefð- uð 180 pund af pipar á vagni yðar". „Það er rétt",. sagði bóndinn og lét hestinn fara af stað. „Ég heiti Pipar og veg 180 pund". Hann ók á braut. „Lifandi þungi", hrópaði hann hlæjandi. Tollþjónninn gekk heim,. hann leit hvorki til hægri né vinstri. Hann var alveg niðurbrotinn. Það hafði verið leikið á hann og nú yrði hann settur frá em- bætti áður en hann drykki einn „grogg" með fólkinu við víkina. Hann settist niður í herbergi sínu og ákvað að láta engan sjá sig þennan dag. Hann reyndi að lesa, hann leit yfir síðustu toll-fyrirskip- anirnar, en hann gat ekki hugs- að um neitt. Það húmaði að kveldi. Loftið yfir víkinni var mollulegt og VÍKINGUR blátt. Hár bærðist ekki á höfði. Ágústa von Katjendorf stóð við bátastiginn kl. 9.00 í rauðu blússunni sinni og grænu pilsi. Hún stóð hreyfingarlaus. Toll- arinn var á gægjum á bak við gluggatjöldin. „Eins og blóm", hugsaði hann,. „eins og blóm stendur hún þarna". En hann þorði ekki að fara til hennar. Ágúst von Katjendorf sat á þilfari skips síns og blés frá sér bláum reykjarmekki úr stuttu pípunni sinni. Við hlið Lochness skrimslið Mikið og margt hefur verið ritað og rætt um skrímsli þetta síðastliðin, já, 1000 ár. Fjöldi sjónarvotta hafa til- kynnt aö hafa séð skrímsliö, en þó hefur engin óyggjandi sönnun feng- izt fyrir tilveru þess — ennþá. Meðal þeirra sem segjast hafa séð skrímslið eru menn, sem ekki verSa sagSir Ijúga, eins og til dæmis þeir, sem ekkert höföu heyrt um það áður, læknar, prestar, lögfræSingar o. fl. lærSir menn. Vísindamenn segja að í minnsta kosti 50 tilfellum síðastliðin ár, sem frásagnir af skrímslinu hafa veriS sendar þeim, sé ómögulegt að rengja og telja allt sjónhverfingu eina eða vitleysu. En nú skal gerð tilraun, sem vonandi sker úr um mál- iS. Brezkir vísindamenn hafa nú sam- einazt um aS rannsaka þetta og hafa veriS valdir til þess þekktir fræSi- menn frá báðum hinum viSurkenndu háskólum landsins, Cambridge og Ox- ford, en undirbúningsrannsókn fór fram árið 1960, þar sem vísindamenn létu halda, eíSa héldu sjálfir vörð um hans sat Liider Bohls með drag- spilið á hnjánum. Hann lék lagið „Sveinninn rauða rósu sá . . ." ög dró lang- an seiminn. Þegar tollarinn gekk hring- ferð sína næsta morgun, heils- aði fólkið honum jafn vinalega og áður. Víkin var björt og ró- leg, léttur andvari gáraði aðeins sjóinn. Út úr húsunum lagði ný- brenndan kaffi-eim. Ö. S. þýddi. vatnið mánuðum saman, en án árang- urs. Nú skal nota nýjustu tækni, nefni- lega asdietæki og allt vatnið nákvæm- lega rannsakað frá yfirborði niSur að botni. Undirbúningsrannsóknirnar gáfu glöggt yfirlit yfir fiskalíf í vatn- inu, því aö skrímslið er ekki einbúi þarna og þarf sennilega eitthvað til þess að lifa á, eins og aSrar (ekki dauSlegar) skepnur. Rannsóknir þessar byrjuSu nú í júlímánuSi, og vekur mikla athygli meðal leikra og lærðra, sem vænta má og verður fróðlegt að heyra ár- angurinn. Vonandi upplýsist þessi aldagamla ráSgáta nú, á þessu sumri. STÓR SKIPSSKRÚF/I Onnur af tveim skipsskrúfum smíð- aSar af Birkenhead Works Mangan- ese Bronz Ltd., eru álitnar vera þær stærstu í heimi. Ónnur er ætluð 77.000 lesta (d.w.) skipi en hin 86.000 lesta olíuskipi, sem verið er að byggja fyr- ir Esso Petroleum Co. Ltd. Þvermál skrúfunnar er 7.500 m/m eSa 24 fet og 7,5 þumlungar. Þá vita menn þaS. Heimsins stœrsta skipsskrúfa. 233

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.