Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1962, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1962, Blaðsíða 14
rúmin full af sjó.“ Þetta var reið- arslag fyrir skipstjórann, því að hann, eins og allir aðrir, trúði því, að skipið gæti ekki sokkið. Kl. 12,05 eða 25 mínútum eftir áreksturinn fékk yfirstýrimað- urinn, Wilde, skipun um að gera björgunarbátana klára. Skip- stjórinn fór síðan inn í loft- skeytaklefann og skipaði 2. loft- skeytamanni, Bride, að senda út hjálparbeiðni. Kl. 12,12 hljómaði alþjóða neyðarkallið CQD, sem var notað í viðskiptum skipa, á eftir því var skipsnafnið Titanic morsað ásamt staðará- kvörðun. Aðeins í 10 mílna fjarlægð sigldi s. s. California á leið sinni frá London til Boston. Loft- skeytamaðurinn þar, Evans, var þreyttur og svekktur yfir ókurt- eisislegu svari loftskeytamanns- ins á Titanic. Kl. 11,30 slökkti Evans á loftskeytatæki sínu. Næstum samtímis sáu menn á stjórnpalli ljósin á Titanic og ætluðu að senda þeim ljósmorse, en hættu við það, þegar Titanic stanzaði og slökkti öll Ijós. Engum datt í hug, að ljósin höfðu ekki verið slökkt, heldur skipinu snúið hart á bakborða þannig að hliðin snéri ekki leng- ur að Californiu. California hefði getað víerið komin til Titanic eftir % úr stund. En nú höguðu örlögin því þannig, að California hlustaði ekki og heyrði því ekki neyðar- kall Titanics. Titanic lá því þarna eitt og yf- irgefið. Að vísu heyrðu fimm skip neyðarkallið, en það næsta var í 58 mílna fjarlægð. Skip þe.tta, Carpathia, svaraði kallinu, og sagðist koma á fullri ferð. En Titanic gat ekki flotið svo lengi. Kl. 0,45 sendi Titanic í reynslu- skyni út fyrsta neyðarkallsmerk- ið SOS, sem alþjóðleg ráðstefna var þá nýbúin að samþykkja, sem alheims neyðarkallsmerki. Frá kl. 0,45 til 1,40 voru send upp neyðarljósmerki með 5 til 6 mínútna millibili. Ljósmerkin sá- ust frá Californian en voru ekki tekin alvarlega. Á bátaþilfari Titanics var unnið að því að koma bátunum á flot og láta konur og börn ganga fyrir. En það var erfitt, að fá fólk til að viðurkenna hætt- una, og margar konur neituðu að fara í bátana án eiginmanna sinna. Margir átakanlegir at- burðir gerðust þarna á bátaþil- farinu. Hljómsveit skipsins tók nú að leika án afláts f jörug dans- lög til að reyna að dreifa huga mannanna. Nokkrir bátar voru sjósettir hálftómir. Minnismerki um 32 vélstjóra sem fórust með Titanic. Niðri í vélarúmi hvarflaði ekki að neinum að yfirgefa vinnustað sinn. Hér var unnið af mikilli elju að því að viðhalda gufuþrýstingi, svo að ljósavélar og dælur mættu ganga. Yfirvél- stjórinn lét opna allar vatnsþéttu hurðirnar aftan við ketilrúm 4, svo að auðveldara væri um alla vinnu í vélarúminu, hægt var að loka þeim aftur, ef sjórinn leit- aði á. Smyrjari reyndi að bjarga félaga sínum, sem lokast hafði aftur í ásgangi, er vatnsþéttu hurðinni þar var lokað. Nokkrir unnu að því að fá meiri afköst úr austurdælunni, sem dældi frá ketilrúmi nr. 4. Kyndari í ketilrúmi 4 vann að því að minnka eldana þar, þetta þýddi auðvitað minni gufu, en sjórinn hækkaði stöðugt í ketil- rúmi 4, og enginn vildi eiga það á hættu að fá ketilsprengingu. Kl. 1,20 var hann næstum búinn að eyða eldinum, en þá fann hann sjóinn hækka upp fyrir gólfplöt- urnar. Hann hélt áfram að vinna við katlana þar til sjórinn náði honum upp að hnjám, en hljóp þá upp stigann. Á leiðinni upp fannst honum hann vera að svíkja félaga sína og fór því of- an aftur. Hægt og hægt fylltust björg- unai’bátarnir, sem síðan var slakað í sjóinn og róið burt frá hinu sökkvandi skipi, er nú lyfti skutnum hátt yfir hinn slétta hafflöt. Kl. 2,10 var síðasta neyðarkall- ið sent frá loftskeytaklefa Titan- ics. Kl. 2,18 slokknuðu öll ljós, og tveim mínútum síðar M. 2,20 hvarf hið stóra, fagra skip í djúpið. Tæpum tveim tímum síðar kom Carpathia og tók fyrstu báts- verja um borð. Kl. 8,30 hafði skipið bjargað öllum, sem á líf1 voru og lagði af stað áleiðis til New York með 705 menn, er bjargað var af Titanic. Titanicslysið kom sem reiðar- slag yfir heiminn. Slysið olli mik- illi tortryggni og vantrú á full' komleika tækninnar. Menn ræddu ástandið sín á milli og íhuguðu hvernig farið hefði, ef Titanic hefði tekið eitthvað tillit til þeirra 6 íshættutilkynninga, er skipinu barst daginn sem slysið henti.....ef sjóleiðin hefði ver- ið íslaus...., ef tunglsljós hefði veri, ....... ef borgarísjakinn hefði sézt 15 sek. fyrr,.... ef vatnsþéttuskiljurnar hefðu verið einu þilfari hærri,.... ef nægur fjöldi björgunarbáta hefði verið fyrir allt fólkið, og fe Californian hefði bara komið til hjálpar. Já, ef allt hefði verið öðruvísi en það var, þá hefði þetta sorg- lega slys ekki komið fyrir. Það varörlagaríkt, að vatns- þéttu skiljurnar voru svo lága1' að næstu rúm fyllti er sjórinn rann yfir skiljurnar. Og það var fyrir neðan allar hellur að björg- unarbátamir báru ekki meira en helming þess mannfjölda, er um borð var. 214 YÍKINGtlB

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.