Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1962, Blaðsíða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1962, Blaðsíða 34
Gunnar Magnússon frá Reynisdal: Á TOGARANUM „KÓP" Veturinn 1932 réðist ég sem háseti á togarann Kára Sölmundarson frá Viðey. Var það síðasta úthald þaSan. Skipstjóri var Gruðmundur GuSmunds- sdn Ránargötu 18 Reykjavík. Guðmundur þótti harSduglegur skipstjóri og góður fiskimaSur, en nokkuð kröfuharður við menn sína. I ViSey var þá dálítið þorp á aust- ur enda eyjarinnar meS eitthvað á þriSja hundrað manns. Þar stendur nú ekkert eftir nema skólahúsið autt og yfirgefið. I Viðey var bryggja allgóð og aSstaða til aS taka á móti fiski til verkunar (saltfiski), og hafði veriS þar all -blómlegt atvinnulíf með- an Kárafélagið var og hét. Útgerð þennan vetur rak Þórður Ólafsson í Reykjavík, og hafði hann togarann Kára Sölmundarson á leigu. UthaldiS mun hafa staðið í tvo mánuði marz og apríl eða þann tíma sem fiskirí var mest. Það var ekkert sögulegt við þetta úthald. Ollum, sem viS það unnu þótti þaS fremur stutt og tekju- rýrt, enda var kreppan þá komin til sögunnar og hafði sín lamandi áhrif á útgerðina. Að vertíSarlokum kvaðst Guðmund- ur skipstjóri vilja fá mig fyrir háseta til sín næsta vetur, ef hann yrði meS skip. Hélt ég svo heim til mín austur í Mýrdal. Um mánaSamótiu janúar og febrúar hringdi Guðmundur til mín og falaði mig fyrir háseta. Kvaðst hann vera búinn að kaupa togarann Þorgeir Skorargeir (gamla Ýmir), sem áSur hafði veriS eign Kárafélags- ins í Viðey. RéSist ég til Guðmund- ar og hélt hið fyrsta til Reykjavíkur. Þegar þangað kom frétti ég nánara um þetta nýstofnaða útgerSarfélag. Meðeigandi og framkvæmdastjóri var Páll Ólafsson frá HjarSarholti. Fé- lagið hét s. f. Kópur og var nafn tog- arans sama. Togarinn Kópur var um 270 smálestir brúttó aS stærð. Upp- haflega hét hann Ýmir~eins og áður segir, byggður í Þýzkalandi fyrir Hjalta Jónsson og Agúst Fiygenring 234 og fleiri. SíSar komst hann svo í eigu Kárafélagsins í Viðey og hét þá „Þorgeir Skorargeir". Hafði hann æ- tíS reynst mesta happaskip og góður í sjó að leggja. Skipstjóri var GuS- mundur Guðmundsson, sem fyrr get- ur, stýrimaður Sigfús Magnússon og vélstjóri Sigurjón Kristjánsson. Kokk ur var GuSmundur Sveinbjörnsson, kallaður Dúddi. Hafði hann lengi ver- ið meS GuSmundi skipstjóra á Kára. Hásetar voru margir utan Reykjavík- ur og á öllum aldri Þar á meðal var Sigvaldi Indriðason kvæðamaSur frá Skarði, bróðir IndriSa miSils. Þórarinn Böðvarsson í Hafnarfirði átti aS annast verkun aflans, og átti að leggja upp í Hafnarfirði ÞaS mun hafa veriS um 20. feb. sem skráð var á Kóp og lagt út til fiskiveiða frá Hafnarfirði. Fylgdu fé- laginu og skipshöfn góðar óskir, því aS þá valt á ýmsu fyrir útgerðinni. Nú var stímað vestur í Jökuldjúp. ÞangaS gerSum við nokkra túra, og var afli allsæmilegur á Kóp, þótt lít- ill væri og orðinn nokkuð aldraður. Reyndist hann prýðilegt sjóskip. Velti af sér hverri báru. Var veltingurinn aS vísu nokkuð þreytandi, en Kópur var ekki „blautur" eins og margir hinna togaranna voru. Togaði hann vel á öllu venjulegu dýpi, vélarafl hans var 550 hestöfl. ViS vorum nokkuS færri hásetar á Kóp en á stærri togurunum og höfð- um því heldur betri útkomu úr hverju lifrarfati. Kaup háseta þá var 214 kr. á mánuði og lifrarhlutur 28 kr. af fati. Venjulegast skiptist lifrarhlutur- inn í 28 staði og kom þá 1 kr. af fat- inu í hlut hvers. Við fengum þetta 80 til 90 tunnur af lifur í túr. Kópur rúmaði ekki meiri afla af fiski fram- an af vertíS. En á Selvogsbanka var fiskur oft betur lifraður, enda þar ufsablandiS. Þegar á vertíSina leið, var haldið á Selvogsgrunn, og þangað gerðir nokkrir túrar. Skömmu fyrir páskana lukum við túr á „Bankanum", allt var gert klárt og haldiS heimleiðis. Stór- viSri var komið af suðaustri meS snjókomu, og var það lens fyrir okk- ur. Kópur gerði það gott á lensinu vestur fyrir Reykjanes. Bar ekkert til tíðinda þar til komiS var aS Garð- skaga. Heyrði þá loftskeytamaSurinn neyðarkall frá „Skúla Fógeta" sem þá var strandaður við Grindavík í mold ösku byl og stórbrimi. Er sú harmsaga enn í fersku minni. Eftir að viS vorum komnir fyrir Reykjanes varS miklu sjóminna en snjókoma á- köf. Við GarSskaga var tekin stefna til Hafnarfjarðar og stímað á fullri ferð. Skipstjóri var á stjórnpalli. Sjó- lagið batnaSi óðum eftir því sem inn- ar dró, lágsjávaS var. Segir svo ekki af ferSum okkar, fyrr en að Kópur strandar á fullri ferð. Reyndist þetta vera á Keilisnesi á Vatns- leysuströnd. Við strandið varð uppi fótur og fit um borS í Kóp. Skipið hafSi skriðiS nokkurn spöl á botnin- um, áður en það stöðvaðist. Upp úr sjó stóðu flúSir og sker umhverfis togarann. Halli allmikill kom á skipiS þar sem það lá strandaS. Skipstjóri lét lóða allt í kring um Kóp og reyndist um jafnt dýpi að ræða. Loft- skeytamaðurinn kallaSi þegar upj> Reykjavíkurstöðina og tilkynnti strandiS. Þar sem aðfall var og eng- in hætta á ferðum um borð voru eng- ar ráðstafanir gerðar til aS yfirgefa skipið. Skipstjóri beið svo í eina og hálfa klukkustund, en gerSi þá til- raun til aS bakka skipinu út, og losn- aði Kópur þá úr strandinu. Leki dá- lítill hafði komiS á botninn, en ekki hættulegur. Guðmundur skipstjóri lét nú kcyra hálfa ferð til Hafnarfjarð- ar, og komum við þangaS síSari hluta nætur. Aflinn var settur í land og síðan haldiS til Reykjavíkur og Kóp- ur tekinn í slippinn til skoðunar. — Reyndust nokkur hnoð sprungin og margar plötur beyglaðar. Sérfræðing- ar ákváSu aS gera við hnoSin og steypa í botninn. Að þessu loknu var skipið sctt á flot, tekið kol, salt og vistir og lagt í nýjan túr að kvöldi skírdags. Um nóttina var stímað aust- ur á Selvogsbanka í afspyrnu austan roki. En Kópur gamli svamlaSi vel og tók engan sjó k sig. VeðriS hélzt all- an föstudaginn langa og var alltaf „slowaS" og látið reka á víxl. Þegar VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.