Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1962, Blaðsíða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1962, Blaðsíða 36
Elgur skipstjóri Framhald af bls. 207. láta prenta boðskort að jarðarför- inni? segir hún. Það var nú ekki notalega sagt við sjúkling á með- an hann er þó ekki alveg dauður. En Elgur sagði: Já, láttu bara prenta. Prentaðu bara. Annan dag koin svo frœndinn upp til hans, sezt á rúmstokkinn hjá honum og segir: Já, nú fer víst að líða að lokum hjá þér, Elgur, segir hann. En ég hef verið að hugsa um það hvað erfitt verður að koma þér niður þennan þrönga stiga. Þú hefð- ir átt að athuga það áður en þú lagðist hér uppi. Þú hefðir eins vel getað legið niðri í stofunni. Nú komumst við ekki hjá því að bogra við að mismuna þér niður þennan þrönga stiga, sagði frændinn. En nú var alveg eins og að losn- að hefði um eitthvað í brjósti Elgs og hann sagði: Út með þig djöfull- inn þinn. Og svo reis hann á fætur og var þá heill að kalla. Það var mikið undur eins og þið hljótið að sjá. Og þegar hann svo staulaðist niður í stofuna, gefur að skilja að hann sá, að þau höfðu lifað þar sam- an eins og hjón, það sást glöggt á rúminu. Og þó Elgur væri slappur, svo slappur að fætur hans orkuðu naumast a ðbera hann, varð hann svo illur og manndráparalegur á svipinn, að skötuhjúin hypjuðu sig á augabragði burt úr húsinu. Og svo fékk hann hjónaskilnað, þó prest- urinn, hann Jónsi í Laufási, talaði um fyrir honum oft og mörgum sinnum. Hann Elgur skipstjóri hafði grætt heilan haug af peningum og átti skútuna að mestu leyti, svo ekki skorti skildingana. Eftir hjónaskiln- aðinn varð hann að greiða konunni stóra peningafúlgu. En skömmu síð- ar dó hún af barnsförum, — og það var reyndar lán í óláni. Þegar hún var dáin seldi Elgur hlut sinn í út- gerðinni og varð það sem kallað er „undarlegur“. Hann fór að lesa bæk- ur og brjóta heilann um margvísleg efni. Og þó undarlegt sé er hann áreiðanlega ástfanginn af manneskj- unni enn þá. Að síðustu keypti hann bátinn, sem hann á nú. Hann siglir honum hér um Skerjagarðinn á meðan sjór er auður. Á veturna býr hann einnig í honum. Og nú er hann orðinn sannfærður um að bát- urinn verði uppnuminn til himna. Reyndar held ég, að hann trúi ekki á guð, en hann heldur að hann muni fá að slaga um himingedminn á milli fastastjarna og reikistjarna að eilífu, amen. . . . Og á hverjum ein- asta degi talar hann við drenginn sinn, sem drukknaði. Það er átak- anlegt að heyra til hans á kvöldin, þegar hann stendur á þiljum og tal- ar við himininn. — Jú, víst þekki ég Elg. En tóku herrarnir eftir því hvað vel hann hirðir bátinn? Ég þori að fullyrða að enginn bátur í öllum flotanum er eins vel hirtur og fágaður. Og greindur er Elgur, þegar liann er ekki geggjaður. Því segi ég það: Það er djöfulsnauð að ein kvensnift skuli hafa gert slíkan mann vitlausan. Jæja, svo herrarnir hittu Elg, — Elg skipstjóra, skyldi ég sagt hafa, þó við höfum reyndar verið skips- félagar hér fyrr meir. Já, slíkir sjómenn eru ekki á hverju strái, og vitrari er hann en við allir til sam- ans. Og ósínkur er hann að .gefa í staupinu, þó hann neyti ekki sjálf- ur þeirrar vöru að neinu ráði. Og segja verð ég, að það er ekki ýkja oft, sem maður á völ á slíku, og ekki ítilefni þess atð á Alþingi var sam- þykkt að opna landhelgislínuna inn að sex mílum, bárust Víkingnum eft- irfarandi vísur eftir Hálfdan Bjama- son í Bolungarvík frá útsölumanni blaðsins á ísafirði. Velvild hálf mun varla seggjum veitt í friðardúr, ef við sjálfir eyðileggjum okkar forðabúr. Þéttriðin botnvarpa Mynd þessi er tekin úr júlíhefti World’s Fishing og tekstinn er: Þetta er belgísk botnvarpa (White Fish Trawl). Við höfum ekki mælt möskva- stærðina. Þetta er auðvitað frá Norð- ursjónum og við birtum myndina at- hugasemdalaust. Það myndi gleðja okkur að fá aðra svipaða, sem sýni- legt sönnunargagn. Peningurinn er enskur one penny. hef ég ráð á að veita mér það sjálf- ur, — ekki eins og tímarnir eru nú. Þakka kærlega, en ekki meinti ég neitt þannig. En þakka skal maður, og ekki neitar maður þegar vel er boðið. Þórir Friðgeirsson Varla mun það velsæld þoka vorri, á liærra stig, þð við nœldum nokkra polca nokkur augnablik. Það er hart að þola töp, og það i sjóferð hverri. Alltaf verða eigin glöp öðrum glöpum verri. H. B. Hver maður í Bandaríkjunum át að meðaltali hvem dag 1500 punda þunga af fæðu árið 1960. Ágræðsla hornhimnu heppnast betur ef gefandi og sjúklingur eru í blóð- flokki, sem eiga saman. VÍKINOUR 236

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.