Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1962, Blaðsíða 9
A«sakið herrar mínir, ég verð að
skjótast upp á þiljur sem snöggvast".
Hann klifraði upp og gekk franr á
skipið.
..Hvernig lízt þér á þetta?" spurði
iæknirinn.
..Auðvitað er hann geggjaður, en
Pað eru bjórar í heimspekinni
hans".
»Já, hún er að ýmsu leyti stór-
orotin og athyglisverð. En heldurðu
^kki að við ættum að fara um borð
1 bátinn okkar og lofa þeim gamla
að sofa hér einum?"
»Jú, og vissara er að við höldum
vörð, ef ske kynni að þessi geð-
veiklingur fengi æðiskast og honum
Pytti í hug að skera á festina okk-
ar. Ef veikindi hans eru krónisk, er
hann bara hættulaust flón".
Elgur skipstjóri kom brátt til
baka aftur.
»Þetta er bágt að vita. Eitthvað
nlýtur að hafa komið fyrir dreng-
lnn. Hann svarar mér svo ógreini-
le8a, en hann veinar og barmar sér
stöðugt. Kannske að þar séu líka
"1 sjúkdómar. — Vilja ekki herr-
arnir bæta í glösin? Nú fer að
storma svo um munar. Heyrið þið
nerrar mínir. Nú, jæja, ég er allt
af ferðbúinn. En leiðin er vandröt-
Uo. ef ég skvldi eiga að létta akker-
Um nú þegar".
..Hvaða leið?"
..Þessi".
Hann benti beint upp á stjörnu-
*ortið i káetuloftinu.
>,Við höfum maras að gæta þarna
^npi, herrarnir auðvitað lika. Bara
a° allir hefðu jafn góða reglu á
skutunum sinnm og ég. Jæja, við
'áum okkur auðvitað eitt glas ð-
"'andað áður en við förum í hátt-
lRn, ef herrarnir eru á förum. Ég
Svaf líka vel á meðan ég var ungur.
Ekkert að þakka. Góða nótt og vær-
an svefn".
Þegar við vorum komnir um borð
1 okkar eigin bát og seztir að kvöld-
Srogginu þar, sáum við að Elgur
skipstjóri kom upp á þiljur með
sextunginr|. Stormurinn hafði svipt
Pokunni úr loftinu og nokkrar
stJörnur blikuðu á festingunni.
^egnum stormhvininn heyrðum við
slitur af samhengislitlu tali hans
^ÍKINGUR
við sjálfan sig. Síðan gekk hann
undir þiljur. Ljósið í káetugluggan-
um hans var slökkt nokkrum mín-
útum síðar. Við gengum einnig til
hvílu og slökktum okkar ljós. Storm-
urinn færðist í aukana.
Storminn lægði þegar leið að
morgni. Við vöknuðum snemma og
risum úr rekkju. Víkin var næstum
því spegilslétt. Elgur skipstjóri svaf.
Við heyrðum hroturnar í honum,
þegar við bjuggumst til að leysa
kaðalinn okkar. Ef til vill hef ég far-
ið klaufalega að því verki og vakið
hann. Dyrnar opnuðust og Elgur
skipstjóri stakk höfðinu út.
„Vill ekki skipstjórinn þiggja
morgunkaffið hjá okkur?"
„Nei, þökk. Nú er bezt að herr-
arnir hafi upp akkerið og noti golu-
blæinn. Ég hef öðru að sinna. — Úti
á firðinum er enn þá leiði".
„Við lögðum nafnspjald okkar
með árituðum nokkrum þakkarorð-
um inn í stýrishúsið, því við vildum
ekki vekja gamlan mann".
„Þakka fyrir. — Annars fæ ég nú
bráðlega heimsókn. Ef til vill verð
ég að leysa festar strax í dag. Um
það er aldrei hægt að segja neitt
með vissu. Já, verið þið sælir herr-
ar mínir, — og góða ferð".
Um kvöldið vörpuðum við akk-
erum undan vitanum á Héraeyju.
Hafnsögumaðurinn þar þekkti Elg
skipstjóra. Östlund hafnsögumaður
sagði svo frá:
„Jú, herrarnir mega trúa því, að
sé nokkur maður brjálaður, þá er
Elgur skipstjóri það. Því, sjáið þið
til: hann er guðspekingur, særinga-
maður eða hvern skollann maður á
að kalla það. Ágætur sjómaður var
hann nú samt, og um öll heimshöf
hefur hann siglt, og margsinnis um-
hverfis jörðina. En svo varð hann
fyrir ýmisskonar óláni. Fyrst dó
konan hans, þar næst drukknaðf
sonur hans, sem var stýrimaður á
«nsku skipi og hafði tekið skip-
stjórapróf í Englandi. Hvorttveggja
var mikið áfall fyrir hann. En svo
giftist karlflónið á gamalsaldri ungri
konu, hún var af bændaættum langt
ofan úr sveit. Fljótlega gaf hún sig
í kunningsskap við aðra karlmenn,
en hann var afbrýðisamur og ást-
fanginn, sá gamli. Svo veiktist gamli
maðurinn af því að stinga sér í sjó-
inn í Vesturvík til að bjarga manni
frá drukknun. Það var að áliðnu
hausti, hann ofkældist og fékk
lungnabólgu. f Skerjagarðinum átti
hann smábú, og nú þegar hann var
orðinn veikur, sagði frúin, að hún
yrði að fá mann til hjálpar við bú-
skapinn, þvi hún kæmist ekki yfir að
annast heimilisstörfin ein. Elgur
skipstjóri gat raunar hvorki sagt já
né nei, þar sem hann lá helsjúkur
í herberginu sínu, og svo tók frúin
frænda sinn á heimilið, einmitt
manninn, sem hún hafði átt í mest-
um kærleikum við. Elgur skipstjóri
hefur sagt mér þetta sjálfur, þeg-
ar við sigldum saman á skipi frá
Gavle.
Einn góðan veðurdag kom svo
frúin upp í herbergið þar sem
vesalings skipstjórinn lá og kljáðist
við dauðann, og segir: Eigum við að
Framhald á bls. 236.
Togari á heimleið.
209