Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1962, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1962, Blaðsíða 13
sambandi við Cape Race kl. 19,30. En einmitt þá kom s. s. Californ- la einu sinni enn með tilkynn- lngu um ís. Skipin voru svo ftserri hvort öðru að morsehávað- lnn frá Californíu var nærri bú- mn að sprengja hljóðhimnuna í Philippg. Varð Philipps æfareið- Ur og skipaði s.s. Californíu að halda kjafti, því að hann væri að tala við Cape Race. Síðar kom svo ístilkynning frá Mesaba og kl. 23 ný tilkynning írá s.s. Californiu, sem nú var án staðarákvörðunar. Engar ráð- stafanir voru gerðar vegna ístil- kynninganna. Farþegarnir spil- nðu á spil eða dönsuðu eftir ttijúkum dillandi tónum hljóm- sveitar skipsins. Kl. 23,40 stóð varðmaðurinn á átkikki og starði út í dimma ís- kalda nóttina. Skyndilega sá hann eitthvað svart beint fram- Undan, svartara en jafnvel ^yrkrið. Þetta nálgaðist og stækkaði með hverri sekúndu. Strax sló hann þrjú högg á klukkuna í útkikkstunnunni, Sfeip símann og tilkynnti niður á stjórnpall að ísbjarg væri beint framundan. Örfáum sekúndum síðar gnæfði borgarísjaki hátt yfír framþilfari skipsins. Rétt áður en skipsstefnið stakkst inn 1 ísblokkina beygði skipið snögg- i®ga á bakborða svo að stefnið rett slapp við borgarísjakann, Sein skauzt aftur með stjórn- berðshliðinni og hvarf aftur fyr- lr í náttmyrkrið. Þetta var eins °g að renna allharkalega með- i'rain bryggju, eins og stór fing- Ur krafsaði í skipshliðina. Farþegarnir sem enn vöktu, Urðu varir við, að eitthvað hafði Kornið fyrir en tók það ekki al- Varlega. Ismay forstjóri var sofn- aður en vaknaði við hnykkinn. Fonum var þegar ljóst, að skip- ið hafði rekist á eitthvað. Á stjórnpalli var 1. stýrimað- Ur Vilh. M. Murdoch. Hann hringdi þegar á stanz og skipaði að leggja stýrið hart í stjórn- n°rða, því næst hringdi hann á víkingur fulla ferð aftur á bak og þrýsti á hnappa þá er lokuðu hurðum vatnsþéttu rúmanna. I Nokkrum sekúndum síðar kom Smith skipstjóri hlaupandi upp á stjórnpallinn. 1. stýrimaður skýrði honum frá hvað komið hafði fyrir, en allt sem hægt var að gera var þegar gert. Fjórði stýrimaður, Boxhall, var sendur niður til að rannsaka skemmdir. Nokkrum mínútum síðar kom hann aftur og sagðist engar skemmdir sjá. Timburmanni var nú skipað að „pejla“ skipið, en enga þörf bar þó til þess, því að timburmaður- inn kom hlaupandi um hæl með öndina í hálsinum, og tilkynnti að sjórinn fossaði inn í skipið. Fáar upplýsingar liggja fyrir um hina hetjulegu baráttu véla- fólksins í þær tvær og þrjár fjórðu stundir, sem dauðastríð Titanics stóð yfir. Það var á þil- farinu fyrir opnum augum, sem fylgst var með hinum stóra sorg- arleik. Jafnvel í hinni nákvæmu frásögn „A night to remember" eftir Englendinginn Walter Lord og sem flestar heimildir þessarar greinar eru sóttar í, ræðir hann mjög lítið um þátt vélafólksins á þeirri stund. Vitað er að hver vélamaður var á sínum varðstað í hinu geysistóra véla- og ketilrúmi. Ljósavélunum var haldið gang- andi til kl. 2,18 eða þar til að- eins tveim mínútum, áður en skipið hvarf í hafið. Samkv. frásögn Walter Lord er þetta vitað: í ketilrúmi nr. 6, því fremsta, stóð Barret kyndari og var að tala við Hesketh aðstoðarvél- stjóra, þegar aðvörunarbjalla hljómaði og rautt ljós kviknaði yfir vatnsþéttu hurðinni inn í ketilrúm nr. 5. Sjórinn streymdi inn frá stjórnborðshliðinni og þeyttist um rör og ventla. Þessir tveir menn stukku gegnum dyrn- ar inn í ketilrúm nr. 5, og hurð- in skelltist aftur að baki þeirra. Fleiri menn, sem staddir voru í ketilrúmi nr. 6 komust ekki um dyrnar, en flýttu sér upp neyðar- stigann, er lá upp á efsta þilfar. I ketilrúmi nr. 5 var ástandið lít- ið betra. Stærðar sjóbuna stóð inn um skipshliðina og streymdi inn í kolaboxið, -þar sem kola- mokari var að grafa sig upp úr kolahrúgu, en við áreksturinn hrundi kolabingur ofan á mann- inn. í hinum ketilrúmunum var þurrt, en þar voru menn að jafna sig eftir skelfinguua af hinum óvænta hnykk, skruðningnum eftir skipshliðinni, lokun vatns- þéttu rúmanna og stöðvun aðal- véla. Skipanir heyrðust um að loka trekkspjöldum og draga úr eldum katlanna. Kolamokari kom hlaupandi niður og kallaði: „Guð hjálpi okkur, við höfum rekist á ísjaka“. Hesketh aðstoðarvélstjóri vann að því að lagfæra ketilrúm nr. 5, en sjórinn bunaði inn um tveggja feta langa rifu í skipshliðinni. Harway aðstoðarvélstjóri setti austurdælu í gang, sem hélt sjón- um talsvert í skefjum. Gufan streymdi út úr kötlunum gegnum öryggislokana út í glateimspíp- urnar. Og gufumekkir streymdu um ketilrúmin meðan kyndar- arnir unnu að því að eyða eldum undir kötlunum. Allir voru vongóðir og vinnan var unnin undir fullkominní stjórn. Menn fundu skipið hall- ast fram og hafa slagsíðu til stjómborða, og öllum var vel ljóst að ástandið var alvarlegt. Smith skipstjóri og Andrew skipaverkfræðingur gerðu skjót- ar athuganir. Sjór var í „for- pikki“, eitt og tvö lestum, í póst- geymslunni og í ketilrúmum nr. 5 og 6. Hvað þýðir þetta, spurði skip- stjórinn byggingarmeistara skips ins? Andrew svaraði: j,,Skipið getur flotið með tvö vatnsþétt rúm full af sjó. Já, meira að segja gæti það flotið með fjög- ur fremstu rúmin full, en skip- ið getur undir engum kringum- stæðum flotið með fimm fyrstu 213

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.