Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1962, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1962, Blaðsíða 27
usta fyrir einstaklinga, félög eða aðr- ar stofnanir". Hér hefir hann fellt niður á eftir „eftirlit" orSin „skipum eSa vélum", síðan bætt inn orSunum „eSa þjón- ustu" og bætt inn orðinu „aðrar" framan við opinberar stofnanir. Ef lögin væru eins og Henry seg- ir þau vera, þá mætti ráðuneytiS eSa ríkisstjórn alls ekki fela skipaskoðun- arstjóra ýmsa þá þjónustu, sem reynsla síSari ára hefir sýnt sig að nauösynleg er, t. d. ýmsar umsagnir varðandi skipakaup, samningagerð og margt fleira. Henry heldur því fram aS viS samningu reglugerðar samkvæmt lög- unum hafi ekki verið leitað álits F.- F.S.Í. Þetta er ekki sannleikanum samkvæmt. Fulltrúi frá F.F.S.Í. viS samninga reglna um eftirlit með skipum og ör- yggi þeirra sat einmitt í þeirri skipa- öryggismálanefnd, sem undir for- niennsku Bárðar G. Tómassonar vann að samningu reglnanna. Þetta veit ég mæta vel, því ég sat sjálfur í þessari sömu nefnd, eins og aS framan getur. Þessi 'reglugerS var undirrituð af ráðherra 20. janúar 1953. Mestur hluti þessara reglna er enn óbreyttur. Þó hefir cinstökum atriðum veriS breytt, aðallega 28. febrúar 1962. Þá var staðfestur nýr V., VI. og VII. kafli reglnanna og viðbót gerð viS nokkur önnur atriði. Megin- atriði þau, sem breytt vóru, sendi ráðuneytið í maí 1961 til F.F.S.f. til umsagnar, cn auk þess til þeirra ann- arra aSila er um getur í lögunum. Við samningu þessara breyttu reglna var einmitt rcynt að sameina sjónar- mið þau, er fram komu í umsögnun- •um. ÞaS er því hart aS fá það nú í grein eftir mann, sem á að vera mál- um þessum kunnugur, að ekki hafi veriS leitað álits F.F.S.f. Ekki verð- ur öðru trúað en aS hér sé ritaS gegn betri vitund. Henry segir að í lögunum standi, að skipaskoðunarstjóri skuli hafa sér við hliS (m. a.) mann er sé „ — — sérfróSur um öryggisútbúnað skipa". I lögunum stendur hins vegar „-------- með þekkingu á öryggisútbúnaði skipa". í framhaldi þessa segir Henry: „Slfkur mun þó aldrei hafa VÍKINGUR starfað hjá eftirlitinu nema nokkra mánuði, vegna þess að honum fannst öryggisviSleitni hans ekki nægur gaumur gefinn". Ég hefi grennslast eftir því hjá eldri starfsmönnum skipaskoðunar- innar, viS hvern hér geti veriS átt, og virðist Henry hér eiga við Lárus Bggertsson, sem var við stofnunina stuttan tíma líklega árið 1947, sem er alllöngu fyrir mína tíð sem skipa- skoSunarstjóri. Mér er ekki kunnugt um nánari á- stæður fyrir brottför Lárusar Egg- ertssonar, en hitt veit ég, aS við Skipaskoðun ríkisins hefir starfað um árabil samhentur og samrýmdur starfshópur, og hefir víst víðar verið meira um mannaskipti en viS þá stofnun. Hversu margir hafa t. d. komið og farið sem samstarfsmenn Henry A. Hálfdánarsonar á skrif- stofu S.V.F.Í. á undanförnum árum, og hvers vegna bauSst ekki Lárusi Eggertssyni starf við S.V.F.f. þegar hann hætti störfum við skipaskoðun Ríkisins ? Annars finnst mér hart að Henry skuli halda því fram, aS aldrei hafi starfað við skipaskoðunina maSur með þekkingu á öryggisútbúnaði skipa. Slík þekking hlýtur óhjákvæmi- lega að aukast fljótlega hjá hverj- um þeim manni, sem í fyrsta lagi hef- ir skipstjóra-réttindi, hefir verið í siglingum, og þvínæst haft það verk- efni í tugi ára aíS fylgjast með og yf- irfara öryggisútbúnað skipa við bún- aðarskoðun. Eg veit ekki til að nein afmörkuð sérmenntun sé til á þessum málum, en það hlyti aS vera einkenni- leg manngerð, sem gæti komizt hjá því að fá þekkingu á þessum hlutum með þessu lagi. Mér cr líka spurn hvaðan Henry A. Hálfdánarsyni kemur sú þekking að hann sé fær um að slá því föstu, að þeir menn sem um árabil hafa starfaS sem skipstjórnarmenn og síð- ar sem skipacftirlitsmenn, séu þekk- ingarsnauðir á þessu sviði. Það er rétt að í 18. gr. laganna stendur m. a.: „Eftirlitsmönnum ber hverjum í sínu umdæmi að gæta þess, að full- nægt sé fyrirmælum um öryggi skipa. í því skyni ber þeim m. a. að athuga skip í umdæmi sínu, hleðslu þeirra og haffæri fyrirvaralaust, þegar hentugt þykir eSa ástæða virðist til, einkum er skip kemur til hafnar eða fer úr höfn. Komi fram, að vafi leiki á því hvort skip sé haffært samkvæmt lögum þessum, skal það stöðvað til bráðabirgða samkvæmt 43. gr." Hinsvegar er rétt að geta þess, að umræddir eftirlitsmenn eru alls 4 á, landinu utan Reykjavíkur. Þeir eru búsettir á ísafirði, Akureyri, Norð- firði og Vestmannaeyjum. Þessir menn geta því að sjálfsögðti ekki haft neitt stöðugt eftirlit í um- dæmi sínu öllu meS hleðslu skipa og haffæri, enda er aðeins gert ráð fyrir að slík skoðun fari fram „þegar hent- ugt þykir eða ástæða virðist vera til Hinsvegar er ekki úr vegi að geta hér um 31. gr. Siglingarlaganna, en þar segir m.a.: „Skipstjóri annast um áður en ferS er byrjuð, að skip sé haffært og sér umþað í tæka tíS, aS það sé vel út- búið, nægilega vel mennt og birgt að vistum, hafi vatn og læknislyf, kol og aðrar vélanauðsynjar, ef það er gufuskip. Skylt er honum og að ann- ast um, aS lögboSin bendingaáhöld og björgunartæki, sæbréf og siglinga- verkfæri séu á skipi. — Skylt er honum að annast um, að skip sé ekki offermt og farmur vel búlkaður, og til að tryggja hann sé séð fyrir nægu refti, undirbreiðum, hlerum, skorSum o.s.frv., og aS lestarop séu try^ilega lukt og fleyguS. Sé farmur fluttur á þilfari, skal trj'ggilega um hann búið, og svo settur, að hann hindri ekki að mun athafnir skipverja. Fari skipið með seglfestu, annast skipstjóri um, að hún sé sæmileg að gnægS og gæS- um og svo tryggilega um hana búið, að ekki byltist á leið. —" í grein sinni segir Henry varðandi skoðun smábáta: „Undir skoSunina heyrir áreySan- lega öryggisútbúnaður allra báta," Þessi fullyrSing er ekki sannleikan- um samkvæmt, því í 2. gr. laganna segir svo m.a.: „þar, sem ekki er annars getið, taka ákvæði laga þessara til allra íslenzkra skipa og báta, sem eru 6 metrar eða lengri, mælt milli stafna, og gerðir eru út hér á landi, hvort heldur er 227

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.