Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1962, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1962, Blaðsíða 26
Hjálmar R. Bárðarson: Nokkrar athngaisemdír við rabb Henrýs A. Hálfdánarsonar í síðasta blaði í síðasta tölublaði sjómannablaðs- ins Víkingur birtist grein í viðtals- formi eftir Henry A. Hálfdánarson skrifstofustjóra S.V.F.Í. í grein þessari er svo margt mis- skilið er varðar stöðuðleika skipa og missagt, jafnvel tilvísanir í lagagrein- ar umritaðar, að ekki verður hjá því komizt að svara henni nokkrum orð- um. Stöðugleiki og óstöSugleiki skipa byggist á mörgum atriðum, en ekki á því einu hvar þyngdarpunktur skipsins er hverju sinni. Þar kemur einnig til lag skipsins, stærðarhlutföll, lokaðar yfirbyggingar og síSast en ekki sízt hversu mikiS fríborð skipið hefir. Þetta er einmitt ein meginástæð- an fyrir því, að hleðslmnerki eru sett á skip, til að sýna dýpstu leyfilega hleSslu. Þessi ákvæði voru sett eftir mikla baráttu til að auka öryggi sjó- manna á hafinu. Það er því ljót saga sem fram kemur í greininni, aS Henry A. Hálfdanarson, sjálfur skrif- stofustjóri S.V.F.f. og fonnaSur ör- yggis- og slysavarnanefndar á þingum F.F.S.Í., skuli vera hreykinn af því, að hafa verið með í vitorði, aS „Súð- inni“ var siglt vel yfir hleðslumerki. Já, víst er þetta vond og ljót saga, en enn verra er þó máliS þegar um er aS ræða fiskiskip, sem yfirleitt hafa mun minna fríborS en flutningaskip. Stöðugleiki skips minnkar snögglega strax þegar sjór flýtur yfir þilfar. Ef skip hallast þannig, að sjór flýtur yfir þilfarið öðru megin, minnkar verulega sá kraftur, sem vill rétta skipið viS aftur. Vatnsþétt lok- uð þilfarshús og hvalbakur, einkan- lega ef þilfarshús ná alveg út aS borS- stokk eru mikill kostur til aukins ör- yggis. Þyngd yfirbygginga og þilfars- húsa hefir aS sjálfsögðu minnkandi áhrif á stöðugleikann, en þó er það svo, að ef þau eru vatnsþétt lokuð, eru þau ómetanleg til aukins öryggis, sem vel getur gert miklu meira en bæta úr færslu á þyngdarpunkti. Þessi vatns- þéttu rými ofan aSalþilfars hafa sömu áhrif og aukiS fríborð á stöðug- leika skipsins. Stöðugleiki skipa virðist fyrir mörg- um vera eitthvað dularfullt og tor- skiliS mál. Það er aS vísu nokuð erf- itt að útskýra nema hafa skýringar- myndir meS. Ef ritstjóm sjómanna- blaðsins Víkingur óskar þess, skal ég fúslega reyna að skrifa síðar eina eða tvær greinar í blaSið, ásamt skýring- armyndum, og útskýra á sem einfald- astan hátt þessi mál. Ég vil því ekki koma nánar inn á þessi einstöku at- riSi hér, en ekki hefði mér fundizt óeSIilegt þótt Henry A. Hálfdánarson hefði kynnt sér eitthvað stöðugleika- útreikninga, áður en hann lætur gamminn geysa og ritar þessa löngu og vanhugsuðu grein um þessi atriSi. f grein sinni telur Henry A. Hálf- dánarson sig hafa orðiS góSan vin fyrirrennara míns Ólafs heitins Sveinssonar. Ég kynntist allvel þeim mæta manni, er ég tók við starfi hans en aldrei heyrði ég hann telja Henry meðal vina sinna. Henry verður tíðrætt um föður minn BárS G. Tómasson. Vil égþakka honum falleg orS í hans garð, sem ég tel verðskulduð. En glaðst hefði ég meira ef þessi orS hefðu veriS sögð meSan hann lifði. Það er huggun þeim sem enn lifa, að verið getur að þeir fái fegurri um- mæli dánir en í lifanda lífi, fyrir þau störf er þeir telja sig framkvæma eftir beztu getu. ÞaS vill nú svo til, að eftir að skipaöryggisnefndin hafði samiS lög- in um eftirlit með skipum er gildi tóku 1947, tók ég sæti í nefndinni meðan hún vann að reglum um eft- irlit með skipum og öryggi þeirra. Þetta var áSur en ég tók við starfi Hjálmar B. BárSarson. skipaskoSunarstjóra. Aldrei heyrSi ég þess getiS, aS nefnd þessi hafi haldið fundi á skrifstofunni hjá Henry A. Hálfdánarsyni. Allir fundir nefndar- innar meðan ég starfaði í henni, voru haldnir á skrifstofu Bárðar G. Tóm- assonar í húsi Fiskifélags íslands. Þá kemur Henry A. Hálfdánarson aS því, aS vísa í framangreind lög frá 1947 um eftirlit meS skipum, Núgildandi lög um eftirlit með skipuin eru reyndar lög nr. 50, frá árinu 1959. Þó eru þau atriði, sem Henry vísar til í grein sinni, óbreytt. Ekki hefir hann þó einu sinni tekið orðrétt upp úr lögunum sem hann vísar til, heldur bætir inn orðum í lögin, breytir orðalagi, fellir niSur og hagræSir eftir því sem honum þykir henta. Þetta er aS mínum dómi víta- verð aðferð, sem ég tel bera vott um óskiljanlegt virðingarleysi fyrir heim- ildum. Um störf skipaskoðunarstjóra stend- ur m. a. í 8. gr. laganna: „Eigi má hann hafa þau störf á hendi, er telja má ósamrýmanleg stöSu hans, svo sem eftirlit með skipum eSa vélum fyrir einstaklinga, félög eSa opinberar stofnanir“. Þennan greinarhluta segir Henry vera svo: „— og má ekki hafa þau störf á hendi, er telja má ósamræmanleg stöðu hans, svo sem eftirlit eða þjón- VÍKINGUB 226

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.