Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1962, Blaðsíða 28
til farþegaflutninga, vöruflutninga
eða fiskveiSa."
IV. kafli um skoSun skipa, sein
Henry vísar í, nær því aSeins til
þeirra báta, sem eru 6 metrar eða
lengri.
Úr V. kafla 34. greinar gömlu lag-
anna, tekur Henry upp eftirfarandi,
(sem í núgildandi lögum er í 31. gr.)
„Um smíði, búnaS breytingar og
innflutning á skipum.
31. gr.
Skip skal að jafnaSi fullnægja skil-
yrSum þeim, sem hér segir:
A, Skrokkur, reiSi og vélar.
1. Skrokkur og yfirbygging, reiði
og reiSabúnaSur og vélar skal vera
nægilega sterkt og í góðu ástandi.
2. í stálskipi skulu vera fullnægj-
andi vatnsþétt skilrúm.
3. Stýri og stýrisbúnaSur, akkeri,
keSjur, kaðlar og dælubúnaður skal
vera fullnægjandi og í góSu ástandi.
4. í skipi skulu vera varahlutir,
verkfæri og önnur nauðsynleg áhöld.
5. Skip skal láta vel að stjórn og
vera nægilega stöSugt svo að því
verSi örugglega siglt. Athugun á
stöðugleika annarra skipa en þeirra,
sem um ræðir í 36. gr. framkvæmir
skipaskoSunarstjóri á þann hátt, er
hann telur fullnægjandi, eftir atvik-
um meS tæknilegri rannsókn."
Hér er Henry A. Hálfdánarson
hreykinn, því hér er nefndur stöðug-
leiki skipa, — en hann sleppir að
geta um lokalið sömu greinar, sem
hljóSar svo:
„Sé eigi annars getið í lögum þess-
um eða reglugerðum settum sam-
kvæmt þéim, skal kröfum þeim, sem
um ræSir í 1.-5. liS, aS jafnaSi talið
fullnægt, ef skip fullnægir þeim kröf-
um, er flokkunarfélag, viSurkennt af
ráðherra, gerir til þess á hverjum
tíma, aS slíkt skip nái 1. flokki, þegar
gætt er tegundar þess og þeirra ferða.
sem því eru ætlaðar."
Ef skip þannig uppfyllir flokkun-
arfélagsreglur um þessi atrið,i, þá,
telst þeim fullnægt. Nú er það hins-
vegar svo, aS ekkert þeirra flokkun-
arfélaga, sem viðurkennd eru af ráS-
herra, hafa sett neinar kröfur né á-
kvæSi um stöðugleika skipa. Engar
reglur hafa heldur verið settar um
slík ákvæði.
Skipaöryggismálanefndin, sem í
228
var fulltrúi m.a. frá F.F.S.Í. setti
engar reglur um þessi atriði heldur.
Við samning íslenzku reglnanna var
stuðst mikiS viS tilsvarandi reglur
hinna Norðurlandanna, og ekkert
þeirra landa hefir í sínum reglum á-
kvæði um stöSugleika fiskiskipa.
Um farþegaskip og að nokkru um
flutningaskip gegnir öðru máli. Þar
eru íslenzk ákvæði einnig mjög áþekk ,
ákvæSum nágrannalandanna..
ÞaS er alger misskilningur hjá
Henry A. Hálfdánarsyni að lög um
eftirlit með skipum segi fyrir um
hvemig finna beri stöðugleika far-
þegaskipa án útreikninga. Stöðug-
leiki farþegaskipa er ávallt reiknað-
iir út, en liður í þessum útreikning-
um er hallaprófun, til að ákveSa
byrjunar-metaeenterhæS skipsins viS
fárra gráðu halla, því metaneenter-
hæðin er breytileg við meiri halla. Að
lögin segja fyrir um að farþegaskip
skuli „vera nægilega stb'Sugt moS alla
farþega í annarri hliðinni á efsta þil-
fari", er ekki prófun á stöðug-
leika, er kæmi í staS útreikninga,
heldur mælikvarSi á þaS, hvers kraf-
izt er sem niðurstaða útreikninganna,
enda verSur að reikna út stöðugleika
farþegaskipa áður en þau eru smíðuS.
Henry segir að „Stöðugleika má
sennilega finna út með einhverjum
reikníngsformúlum, sem aðeins út-
valdir skilja--------—" Ég held þaS
hefði verið mjög gagnlegt fyrir
Henry, ef hann hefði gefið sér ör-
lítinn tíma til aS kynna sér stöðug-
leika útreikningana, og þá einkum
eðli stöðugleika skipa áSur en hann
skrifaði grein sína. Þetta er ekki
flóknara mál en svo, að þeir sem á
annað borð vilja eyða í þaS smástund
geti skilið það, ef þeir aSeins hafa
viljann til þess. Það er þó ekki alveg
nóg að vigta jafnvægi skips eins og
vörur á búSarvog, því fleiri atriSi
hafa hér áhrif. Hinsvegar er byrjun-
ar-metacenterhæð skips fundin með
hallaprófun, sem fram fer meS því að
færa þyngd úr einu borSi í annaS og
mæla hve mikið lóð í snúru færist til.
Þetta er hinsvegar aðeins einn lið-
ur í stöðugleikaútreikningunum, og
þessi hallatilraun er bæSi sannpróf-
un á útreikningana, og grundvöllur
endanlegra stöðugleikaboga.
En eins og ég sagði að framan, þá
vil ég ekki ræða nú nánar stöðug-
leikaútreikningana, en er fús til að
reyna að semja um þetta mál sér-
staka grein fyrir blaðið ef ritstjórinn
óskar þess.
AuSvitaS er hægt að gera kröfur
til þess í nýjum breyttum reglum
að framvegis verði gerðir stöðug-
leikaútreikningar á öllum nýjum ís-
lenzkum fiskiskipum, jafnvel líka
gömul skip teiknuS upp og reiknuð út.
Engin négrannaþjóS okkar hefir þó
enn sett slík ákvæði, eða lagt út í
þann kostnaS, sem það hefir í för
með sér. Hinsvegar er nauðsynlegt að
gera sér strax Ijóst hverjar afleið-
ingar þetta hefði, og hvers þetta
krefSist.
Tæknileg vinna við aS teikna upp
eldri skip og reikna síðan út er geysi-
mikil, og myndi krefjast margra
skipaverkfræðinga um alllangan tíma.
Segjum að þetta atriSi væri
leysanlegt, þá eru það einkum eftir-
talin þrjú atriSi, sem menn verSa að
yfirvega gaumgæfilega, þau eru svo
nátengd hvort öðru, að annaShvort
verða þau að koma öll til fram-
kvæmda eða ekkert þeirra.
Þessi atriSi eru um þaS hvort:
1. AS setja beri reglur um að kraf-
izt verði stöðugleikaútreikninga á öll-
um íslenzkum fiskiskipum og gögn
þar um verði gcymd um borð í skip-
unum til notkunar fyrir skipstjórnar-
menn.
2. AS settar verði reglur er kveði
á um HeSsluborS fiskiskipa, einnig
er þau stunda fiskveiðar og síldveið-
ar, en ekki eins og nú er aðeins er þau
flytja fisk milli landa. Ennfremur
að auk hleSsluborSs, sem hindri of-
hleSslu, verSi settar reglur til aS
varna vanhleðslu fiskiskipa, og að
strangt eftirlit verSi haft í öllum
höfnum og kært ef fiskiskip koma of-
hlaSin eða illa hlaðin til hafnar, eSa
láti úr höfn.
3. Að kennsla fiskiskipstjóra verði
aukin svo, að kennt verSi þaS mikið
um stöðugleika-útreikninga skipa, aS
þeim geti komið að gagni útreikning-
ar þeir, sem um getur hér að framan,
til aS meta sjóhæfni skips viS mis-
munandi hleðslu.
Til frekari skýringar nokkurra
framangreinlra atriSa skal eftirfar-
andi tekið fram:
VÍKINGUR