Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1962, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1962, Blaðsíða 15
Vissulega var hægt að setja út a flest í sambandi við slysið. En Þar var líka margt að læra. Skipaverkfræðingar sáu nú, að nauðsynlegt var að hafa skilj- umar milli vatnsþéttu rúmanna nægilega háar. Stjórnarvöld og skipaeigendur sáu einnig nauð- synina á því að láta sérhvert skip nafa björgunarbáta fyrir allan Pann mannfjölda sem á skipi hverju er. Einnig með tilliti til *°ftskeytaþjónustunnar lærðu menn að brynja sig gegn því að n&rstödd skip kæmust hjá að heyra neyðarkallið SOS. Stuttu eftir Titanicslysið skrif- aði enskt dagblað á eftirfarandi leið: »,Margar lýsingar eru á hetju- aírekum farþega og skipverja. ^ngar sérstakar hetjufrásagnir eru af vélafólkinu. Ekki einn vélstjóri bjargaðist og við vitum ao" dælur og ljósavélar voru í gangi allan tímann. Þessir menn v°nj á verði sínum allt til dauð- ans. Ekki uppi á þilfari undir kerum himni með möguleika á Carpathia leggwr af stað eftir a(f hafa bjargað 700 mönnum. björgun, heldur niðri í vélarúm- inu og kyndirúmunum við sín skyld'ustörf. Þessir menn sýndu alveg sérstaklega mikinn sálar- styrk, þar sem þeir mættu ekki einungis sömu hættu og allir aðr- ir, heldur og til viðbótar alls- konar sprengingarhættu, sem gat orsakað bruna og miklar kvalir. Engan þessara manna finnum við meðal þeirra, sem björguðust, og enginn varð þeirra var á þil- farinu". Samkvæmt skýrslum kemur einnig í Ijós að skipstjóri, loft- skeytamenn og allir stýrimenn voru á sínum stað allt fram á síðustu stund. En enska þjóðin skyldi vel bar- áttu mannanna undir þiljum og framlag þeirra til björgunarinn- ar. 1 tilefni þessa var sérstakt minnismerki reist í Southampton til minningar um þá 32 vélstjóra, er létu lífið um borð í Titarác. Það liggur ekkert á drengir "ndir þessari fyrirsögn langar mig 11 að skrifa nokkur orð um atvik Sem henti mig og félaga minn á sjón- ^m fyrir 45 árum. En félaginn heit- r PórSur Maríasson á, SuSureyri vi?5 S%andafjöro\ ^að var í byrjun síldveiða sumariS J-917. ViS vorum á bát sem Ingvi hét Ira Isafir<5i, og vorum vifS sendir n°r6ur aS Hesteyri til þess að sækja Sll3artunnur, sumar saltfullar og atSr- ar tómar. ViS vorum með tvo stóra ^Ppskipunarbáta í togi. Nú er komið 11 Hesteyrar, byrjað að lesta alla atana fnllar tunnnr látnar í lestina JS á þilfarið, og bátarnir einnig fyllt- af fullum tunnum aS því búnu er atiÖ báfermi af tómum tunnum á öll ^Pin. Nú er lagt af stað heimleiðis. að var töluverð vindbára á móti inn Hesteyrarfjörð. Við Þórður vorum í itari bátnum, einnig voru tveir menn Peim fremri og enn tveir í stýris- ^ÍKINGUII húsinu á Ingva, sem því miður Iitu aldrei aftur. Við Þórður stýrðum og dældum til skiptis því að alltaf gaf á. Eg er nýkominn að dælunni og stend með bakið við tunnuhlaðann. Þá finn ég að það kemur hreyfing á tunnuhlaðanin og sé að báturinn er fullur af sjó. Eg held í dæluna en tunnurnar hendast allar aftur af bátn- um en Þórður er horfinn. Mér varS það, að ég svamlaði fram eftir bátn- um sem ekki hvolfdi úr sér, og fer að draga hann að hinum bátnum og þeg- ar ég á eftir h. u. b. hálfa bátslengd, þá skellur önnur bára á hann og kippir mér fram af en ég missti ekki af festinni sem betur fór, en komst upp í hinn bátinn. Þá voru strákarn- ir sem sáu hvað okkur leið, komnir langleiðina heim að Ingva og þegar við vorum orðnir þrír þá gekk það nú betur. Þegar báturinn rak stefnið upp undir skutinn, þá litu drengir aftur og stöðvuðu vélina og við komumst upp í Ingva. En nú var ekki hægt vegna háfermis að renna lífbátnum í sjó, svo við urðum að skera hann niður. Svo fórum við þrír í bátinn til þess að huga að Þórði, sem vi?5 hugðum dauðan, því hann var ósynd- ur með öllu, og var þá helzt að leita innan um tunnurnar sem flutu um allan sjó. Þá heyrum við allt í einu þessi eftirminnilegu orð, sem frásögn- in byrjar á, „það liggur ekkert á, drengir". Hann bjargaði sér með þeim undursamlega hætti ásamt snar- ræði, að um leið og tunnurnar hent- ust aftur af, þá greip hann eina þeirra sinn hvorri hendi í laggirnar, þannig að hann hélt henni þvert yf- ir brjóstið, höfuðið stóð upp undan tunnunni annars vegar en stígvéla- tærnar hins vegar. Nú er sagan ekki lengri og vona ég ef Þórður k eftir að lesa þessa grein, að þá muni hann gamlan félaga. Guðjón E. Svemsson. 215

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.