Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1962, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1962, Blaðsíða 4
aörir, sera féllu frá á annan hátt, eins og margir gerðu, er i sjóinn fóru og voru oftast í fremstu röð á allan hátt. Framfarir í Eyjum urðu miklar, og er óhætt að fullyrða að þær hafa aldrei verið eins miklar á jafn skömmum tíma. Þessir menn og bátar breyttu Vestmannaeyjum úr smáþorpi i blómlegan bæ og skal þá nefna helztu framkvæmdir: „Það voru byggðir hafnargarðar, fjöldi fiskhúsa, íbúðarhúsa, þrjár bryggjur, sem engin var til áður og lagðir vegir, byggt stórt skóla- hús, ræktað landið og svo keypt björgunarskip. Það er óhætt að segja, að þessir menn og bátar settu svip á bæinn.“ Víkingurinn mun í næstu blöðum birta myndir af formönnum og bát- um frá Vestmannaeyjum þau fyrstu ár, sem vélvæðingin var innleidd þar Hér er um geysi mikinn fróðleik að ræða og ætla má að allir lesendur Víkingsins fylgist af áhuga með því „ævintýri", sem þar gerðist á þess- um árum, og ekki hvað sízt Vestmannaeyingar sjálfir. Hér voru að verki menn, sem höfðu fengið staðgóða og harða reynslu frá árabáta öldinni, eða réttara sagt öldunum. Menn sem fljótir voru að eygja þá miklu möguleika, sem buðust við það að fá vél í bátinn sinn, enda má með sanni segja að ekki lágu þeir á liði sínu. Framtaks- semin og áhuginn hefir óviða komið betur í ljós á byggðu bóli og fullyrða má að hér hafi skapast aldahvörf í íslenzkum atvinnuháttum hvað útgerð og aflabrögð snerti. Jón Sigurðsson Vestmannabraut 72 í Vestmannaeyjum hefir sýnt það lofsverða framtak að halda til haga myndum af hinum dugmiklu braut- ryðjendum í vélvæðingu fiskibáta á þessu tímabili og bátum þeirra. Hann hefir sjálfur teiknað alla bátana, sem myndir birtast af með mikilli ná- kvæmni svo að þar skeikar engu. Mun það sjaldgæft að maður, sem enga sérmenntun hefir fengið á því sviði skuli hafa haft svo næmt auga fyrir lagi hvers báts, en varla fer hjá því, að einhverjir hæfileikar hafi búið þar undir. Jón sendi nokkrar línur um sjálfan sig eftir beiðni Víkingsins: Ég hefi lítið af mér að segja. Ég er Eyfellingur að ætt og lippruna. For- eldrar mínir voru Sigurður Jónsson frá Syðstu Mörk og Margrét Gísladóttir frá Saurum í Helgafellssveit, en þau fóru til Ameríku þegar ég var eins árs. Varð ég eftir hjá afa mínum í Syðstu Mörk. Þar var ég í nokkur ár og síðar á fleiri bæjum undir Eyjafjöllum. Ungur fór ég til Vestmanna- eyja, um það leyti, sem mótorbátarnir voru að hefja innreið sína í þorpið, og auðvitað lifði ég og hrærðist í þessu atvinnulífi. Ég þekkti alla for- mennina og reri á fjórum af þessum bátum, átti ég hlut í einum þeirra í 14 ár. Það var Gammur. Þegar aldurinn færist yfir, dettur manni í hug að rifja upp gamla tímann og vaknaði þá hjá mér löngun til að rissa upp gömlu bátana. Hætti ég ekki við fyrr en ég kláraði þá alla. Svo hefi ég ekki meira um þetta að segja. Ég hefi litinn tíma til að skrifa. Eflaust hefði verið hægt að segja meira, hefði tími og næði verið fyrir hendi og læt ég svo staðar numið.“ Þetta eru orð hins hógværa manns, sem lagði á sig að halda til haga einhverjum merkilegustu heimildum, sem við eigum í sögu íslenzkrar út- gerðar frá aldamótum. Hér mun vera um að ræða einn snarasta þáttinn í lífsbaráttu þjóðarinnar frá aldamótum og þeir sjómenn, sem öfluðu mikið og unnu mikið, samkvæmt þeim hörðu lögmálum, sem þá voru í gildi eiga fyllilega það mikið inni hjá þessari kynslóð, að þeim sé ekki gleymt. Afkomendur þeirra í öðrum eða þriðja lið munu eflaust fagna því að svip- ur þeirra birtizt á síðum Víkingsins. Auðvitað er það svipur hjá sjón. Margir hverjir af þessum formönnum voru afreksmenn á sínu sviði. Menn, sem kunnu að mæta öllu því, sem að höndum bar, mótlæti sem meðlæti. Sem sagt, þeim var ekki fisjað saman. Annálar þeirra tíma munu túlka á hinn raunfasta hátt þá lífsbaráttu, sem þá var háð til verðandi velmeg- unar, sem við í dag njótum góðs af. G. Jensson. Sigurður Sigurfinnsson „Skeið“ 8 tonn, smíðaður 1906 í. ■ V estmannaegjum Sigurður Sigurfinnsson Heiði, var fæddur 6. nóvember 1851 í Yzta- bæli undir Eyjafjöllum. Foreldrar: Sigurfinnur Runólfsson og Helga Jónsdóttir. Sigurður fluttist til Vestmanna- eyja 1872 og stundaði sjómennsku, en gerðist brátt formaður, bæði á opnum bátum og Hákarlaskútum. Sigurður var annar sá fyrsti, sem keypti vélbát, það var „Knörrin' og sigldi Sigurður honum sjálfur frá Danmörku. Eftir eitt ár seldi hann bát þennan og smíðaði bát sjálfur, sem „Skeið" hét. Var hann tvo vet- ur formaður á þeim báti en eftir þn® hættir Sigurður formennsku. Hann var helzti framámaður Vestmannaeyja í mörg ár. Hann var hreppstjóri í tvo áratugi. Sigurður lézt 8. sept. 1916. 204 VÍKINGUé

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.