Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1962, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1962, Blaðsíða 12
Eltt átakanlegasta s|ó> slys veraldar Að áliðnu sunnudagskvöldi 14. apríl 1912 sigldi hið stóra nýja skip White Star línunnar, Titan- ic, ljósum prýtt á 24 mílna hraða eftir spegilsléttum haffleti Norð- ur Atlantshafsins. Logn var á og fremur bjart veður, en mjög kalt. Þetta var 5. dagur ferðarinn- ar, en skipið var á leiðinni frá Southampton til New York. Allt hafði gengið vel. Um borð í skip- inu voru 2207 menn og konur, 1316 farþegar og 891 maður í áhöfn. Flestir farþega höfðu tekið á sig náðir í skrautlegum svefn- klefum skipsins. Á fyrsta far- rými höfðu menn aldrei áður séð annan eins lúxus, skrautleg hús- gögn og dúnmjúk teppi. Titanic var mjög fallegt skip, það var 46,328 brt. Lengdin 882,5 fet og breiddin 92,5 fet. Hæð skipsins frá sjávarlínu upp á bátaþilfar var 60,5 fet og fjar- lægðin frá kili upp í topp reyk- háfa skipsins var 175 fet, eða álíka hæð eins og ellefu hæða hús í stórborg. Reykháfarnir voru fjórir, þrír í gagni en sá fjórði gerfireykháfur til skrauts. Tit- anic var búið 3 skrúfum. Voru hliðarskrúfurnar tengdar sitt hvorri fjögra strokka gufuvél, en miðskrúfan knúin gufuhverfli. Þessar þrjár vélar framleiddu 50000 hestafla orku, sem auðvelt var að hækka upp í 55000 hestöfl. Hin geysistóra kyndistöð skips- ins var skipt niður í 6 ketilrúm með samtals 29 kötlum. Hvað smíði Titanics snerti, þá vakti mesta eftirtekt hin mörgu vatnsþéttu rúm, sem fyrirbyggja attu að skipið gæti sokkið. í skip- inu var tvöfaldur botn. Þá var skipinu skipt niður í 16 vatns- þétt rúm, semmynduð voru úr 15 skiljum, er lágu þversum gegn- um skipið. En þótt undarlegt sé, þá náðu skiljurnar ekki mjög hátt upp. Tvær fremstu og fimm öftustu náðu aðeins upp að D þiifari, og hinar 8 í miðjunni náðu ekki ofar en að E þilfari. Samt var öruggt talið að Titanic gæti flotið, jafnvel þótt tvö rúm fylltust samtímis af sjó. Og eng- um datt í hug að alvarlegra slys gæti komið fyrir en það að skilja milli tveggja rúma gæti orðið fyrir áfalli. Og út frá þeirri kenningu var skipið talið algjör- lega ósökkvandi. 31. maí 1911 var Titanic sjó- sett úr skipasmíðastöð Harland & Wolff í Belfast, eftir allmarg- ar reynsluferðir var svo White Star línunni afhent skipið. Og 3. apríl 1912 kom það til Southam- ton þaðan sem það lét úr höfn 10. apríl í fyrstu sjóferð sína með samtals 2207 menn um borð. Skipstjóri á Titanic var elzti skipstjóri WThite Star línunnar, Edv. J. Smith að nafni. Yfirvél- stjórinn hét Josep Bell. Einnig voru með skipinu umboðsmaður skipafélagsins J. Bruce Ismay forstjóri, og aðalskipaverkfræð- ingurinn er smíðaði Titanic, Tomas Andrews forstjóri fyrir Harland og Wolff í Belfast. Með- al farþega voru margir velþekkt- ir háttsettir og vellauðugir menn. Árið 1912 voru loftskeytin enn í bernsku. Farþegar Titanics höfðu því mjög gaman af að senda kveðjur til frænda og vina heima. Sunnudaginn 14. apríl sendu farþegarnir mörg skeyti og kom þá að því að fyrsti loftskeyta- maður, John Philipps, var orð- inn mjög þreyttur eftir allar þess- ar mörgu skeytasendingar. Ýmis skip sendu þennan dag út tilkynningar um ís á svæð- inu 44° til 42° norðlægrar breiddar og 49° til 52° vestur lengdar. Þannig tilkynnti s. s. Caronina kl. 9 og s. s. Baltic kl. 13,42 og nokkrum mínútum síð- ar s. s. Ameríka, en enginn tók þessar tilkynningar neitt alvar- lega. í framsiglunni stóð jú varð- maður á útkikki, og hvað gat eig- inlega hent jafn ágætt skip og þetta. Um kvöldið var Philipps loft- skeytamaður gjörsamlega út- taugaður eftir starf dagsins. Og nú var hann einmitt búinn að ná Fyrstu björgunarbátarnir sjósettir frá Titanic. 212 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.