Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1963, Qupperneq 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1963, Qupperneq 10
V. Sigurðsson: Úr þróunarsögu siglingafræðinnar Sjókortið. — Nokkurs konar leiðsögubók fyrir sjófarendur var skrifuð fáum öldum fyrir Krist. Þó að ekki sé hægt að rekja sögu sjókortsins það langt aftur í tímann er ekki óhugs- andi, að sjókort hafi verið til á þeim tíma. Frá fyrstu tímum hafa menn án efa vitað, að það er erfiðara að útskýra hvemig eigi að komast milli tveggja staða heldur en að búa til línu- rit, og þar sem elztu koi*t, sem þekkt eru, eru tiltölulega ná- kvæm og yfir stór svæði, þá virðist það líkleg röksemd, að eldri kort hafi verið höfð til hliðsjónar af kortagerðarmönn- um. Án efa hefur ekki verið not- uð nein felling við gerð fyrstu sjókortanna,, heldur hafa þau verið einföld línurit, sem ekki tóku neitt tillit til lögunar jarð- arinnar. Reyndar voru þessi flötu kort notuð í margar aldir eftir að felld kort voru búin til, en kortafellmg er sú aðferð, sem notuð er til að sýna lögun jarðarinnar á flötu korti. Korta- fellingaraðferðir eru margar og hefur hver aðferð sína vissu eiginleika og notagildi. Talið er að gnomoniska fell- ingin hafi verið gerð af Thales frá Míletus (640-546 f. Krist). Hann var leiðtogi hinna „sjö vitru manna“ Grikklands, og var frumkvöðull' grískrar flatar- málsfræði, stjömufræði og heim- speki. Hann var ennfremur sigl- ingafræðingur og kortagerðar- maður. Stærð jærðwrinnar, var mæld þegar á þriðju öld f. Krist af Erastosthenes. Mæling á stærð jarðarinnar er fyrsta sögulega afrekið,, sem unnið er í beinu sambandi við kortagerð. Erasi> osthenes tók eftir því, að á há- degi um sumarsólstöður lýsti sólarljósið alveg upp ákveðinn brunn í Syen, þegar sól var í hádegisstað, en í Alexandríu um 500 mílum norðar, þarkast- aði sólarljósið skuggum, þegar sól var í hádegisstað. Hann á- lyktaði, að þetta orsakaðist af bogalögun yfirborðs jarðarinn- ar, og jörðin hlyti því að vera kúlulaga. Með því að nota skugga af húsi Alexandríu, sem hann vissi hæð á, mældi Erast- osthenes zenithfirðina 7,5 gráð- ur eða 1/48 af ummáli (þ.e.a.s. af 360°) jarðarinnar. Ummálið hlaut því að vera 500 x 48 = 24000 landmílur. Rétt lausn er hins vegar um 24900 landmílur. Talið er að Erastosthenes hafi fyrstur manna mælt breidd og notað gráður við mælinguna. Hann bjó til 16 strika vindrós, útbjó vindatöflu og gerði grein- armun á staðarvindum og ríkj- andi vindum. Af eigin uppgötvunum og úr handritum sjófarenda, land- könnuða, ferðamanna, sagnfræð- inga, og heimspekinga viðaði hann að sér fróðleik og skrifaði mjög merkilega lýsingu á hin- um þekkta heimi, sem hóf landafræðina upp á vísindalegt stig. Sterografiska og orthograf- iska kortafellingin er komin frá Hipparkusi á annarri öld f. Krist. Heimskort Ptolemys. — Eg- yptinn Kládíus Ptolemy var uppi á annarri öld f. Krist: Hann var stjörnufræðingur, rit- höfundur,, landafræðingur og stærðfræðingur. Hann átti eng- an jafningja í stjömufræði fyrr en Kóperníkus kom fram á sjónarsviðið á 16. öld. Ptolemy- var mesti kortagerðarmaður sinnar tíðar og gerði mörg kort, þar sem hann sýnir lengd og breidd staðanna, eins og ákveð- ið hafði verið með himinhnattar YlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.