Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1963, Blaðsíða 38
þrælurn sínum, hrakyrti þá,
sparkaði í þá og gaf þeim vindil
á eftir talaði í hálfkveðnum
vísum um „hærri staði“ hvað til
stæði „bak við tjöldin“ með svo
áhrifaríkum leyndardómssvip, að
hann hafði þá alla á nálum, og
allur hópurinn bölvaði sér upp
á það hver við annan og í eyru
honum,. að hann væri heimsins
mesta afbragð.
Hann var samanrekinn, svip-
harður maður stuttklipptur og
rauðbirkinn, og snubbótt arnar-
nefið og breið hakan voru í ætt
við Indíánamynd á vindlakassa
— og þó svo, að Indíáninn, sem
hér er beðinn afsökunnar á sam-
líkingunni, virtist ímynd barns-
legs sakleysis og blíðu í saman-
burði við blóðhundinn.
Allir óttuðust hann og skriðu
fyrir honum. Menn, sem vildu
hafa gott af Peckham komu sér
fyrst í mjúkinn hjá O’Brien,
sem talinn var hafa húsbónda
sinn í vasanum; lögregluþjónar
og njósnarar sóttust eftir að
láta hann fjalla um kærur sín-
ar; dómarar leituðust við að
gera honum til geðs í þeirri trú,
að hans biðu síaukin metorð og
völd, ef til vill saksóknaraem-
bættið við næstu kosningar.
Hvenær sem athyglisvert mál
kom fyrir eða mál, sem vakti
almenna eftirtekt, sendi hann
eftir málsskjölunum til réttar-
fulltrúans og sölsaði undir sig
málið. Þess voru jafnvel dæmi,
að hann hrifsaði til sín mál, sem
öðrum fulltrúum hafði verið
fengið til meðferðar. Hann gaf
út fréttatilkynningar til blaða,
titlaði sig „settan saksóknara"
hvenær sem Beckham brá sér
frá og meira að segja oftar en
einu sinni þó að hann væri við-
staddur og belgdi sig yfirleitt
út eins og mest hann mátti.
Hann var ekki sem verstur
þeim, sem stóðu með honum, og
ef hann hefði ekki verið þorp-
ari að eðlisfari, gat hann
engu að síður látið gott af sér
leiða en illt. Það er ekki hægt
að gera of mikið úr valdi eins
og því, sem honum var gefið,
því að hann var stórvesír hins
voldugasta embættismanns
Bandaríkjanna, jafnvel ekki að
undanteknum forsetanum. Hann
gat ráðið örlögum lögreglu-
manna hvort heldur var til auk-
ins frama eða ófarnaðar, og
hann gat eyðilagt mannorð
hvaða manns, sem honum sýnd-
ist, í lögsagnarumdæminu. Þetta
var hinn æruverðugi William
Francis O’Brien!
Og hvað átti Ephraim gamli
Tutt veslingurinn að gera á móti
slíkum manni?
III
Billi blóðhundur strunsaði inn
í stúkuna fyrir framan dómara-
borðið, hneigði sig fyrir dómar-
anum og reigði sig frammi fyr-
ir gapandi mannfjöldanum, litil
keisarinn, alvitringurinn, mont-
rassinn mikli, — meðan gamli
lögmaðurinn var að ráðgast við
sinn nýja skjólstæðing. Eitthvað
í fari Tutts vakti strax fullt
traust Paddýs Mooney, og með-
an rétturinn dokaði við, skýrði
hann í flýti frá handtöku sinni
og hvernig hún atvikaðist. Hann
hafði engin vitni, sagði hann;
það var logið upp á hann sök-
um, og hann vildi láta rannsókn
fara strax fram. O’Brien sperrti
sig við dómgrindurnar.
„Nújæja,“ sagði hann hrana-
lega. „Játið þér sakargiftun-
um?“ Hvað ætlið þér að gera?
Þið getið ekki stungið þarna
saman nefjum endalaust.“
Tutt brosti hæversklega, eins
og hans var vandi, þegar hann
var í mestum bardagahug.
„Mér þykir fyrir að hafa taf-
ið réttinn að ófyrirsynju, herra
O’Brien. Við játum engum sak-
argiftum, og við óskum eftir
tafarlausri málsrannsókn."
Á þessari stundu hallaði Del-
aney lögregluþjónn sér fram
yfir grindurnar og kippti í ermi
blóðhundsins.
„Herra O'Brien," hvíslaði
hann. „Ef þér látið djöfsa ekki
komast upp með neinn moðreyk
er hann vís með að játa. Við
höfum kverkatak á honum.
Hérna er byssan, sem ég tók af
honum — hlaðin!“
Hann lagði byssuna í höndina
á O’Brien sem ekki ætlaði að
láta sitt eftir liggja og stakk
hendinni í vasann.
„Hefur hann setið inni?“
spurði hann út undan sér.
„Ég held nú það! Nýkominn
úr steininum. Greip hann með
fulla tösku af drasli, sem hann
hafði nælt í tóbaksbúð. Hann er
gamall kunningi, einn af stöðvar-
þjófunum. Ef hann játar ekki,
þá er bara að þjarma að honum
fyrir réttinum. Hann sleppur
ekki.“
Blóðhundurinn kinkaði kolli.
„Láttu mig um það. Þið
þama!“ — hann sneri máli sínu
að Mooney og herra Tutt, eins
og þeir væru ein heild — „Játið
þið ákærunni og ég skal láta
ykkur sleppa með innbrotstil-
raun af annarri gráðu.“
Herra Tutt hristi höfuðið al-
varlegur í bragði.
„Nei,“ svaraði hann, „ég get
ekki látið það viðgangast undir
neinum kringumstæðum, aðsak-
laus maður játi á sig glæp.“
Það færðist hörkusvipur yfir
andlit O’Briens.
„Eins og ykkur sýnist,“
hreytti hann út úr sér. „Ef
hann gerir það ekki, fær hann
þyngsta dóm.“
„Ekki nema hann verði dæmd-
ur sekur,“ sagði herra Tutthóg-
látlega.
„Einmitt?“ hreytti andstæð-
ingur hans út úr sér. „Svo þér
haldið að þér getið fengið hann
sýknaðan? Mér þykir þér vera
bjartsýnn. Málið liggur alveg
opið fyrir. Jæja, ætlið þér að
láta undan eða ekki? Ef þér
neitið, skal hann verða kominn
á leið í tugthúsið klukkan tvö.“
Það var farið að síga í herra
Tutt.
„Herra saksóknari,“ sagði
hann með þungri áherzlu,
„mætti ég spyrja, hvortþérhaf-
ið kynnt yður þetta mál?“
„Ég hef talað við eina vitnið,
sem um er að ræða,“ sagði
O’Brien. „Maðurinn er tugthús-
VÍKINGUE
206