Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1963, Qupperneq 41
stýrimaður
F. 10. júlí 1892 - D. 4. maí 1963
Einn þekktur íslendingur, bú-
settur í Kaupmannahöfn, er ný-
lega dáinn þar og grafinn. Það
var Sigurður Hjálmarsson frá
Stakkadal í Aðalvík.
Frá því dugnaðarheimili hafa
komið fjórir bræður, ungir á-
gætismenn, sem unnu sig hér
áfram til náms og framtíðar-
starfa. Elztur þeirra var Jón
Hjálmarsson, vélstjóri. Gegnum
nánar tengdir kynntist ég
mannúð hans og afli þeirra
dyggða er einkenna aðeins úr-
vals menn. Það þökkum við og
munum, þó að mörg ár séu liðin
síðan hann dó.
Sigurður Hjálmarsson varfrá
barnæsku hneigður til sjó-
mennsku og stórra tilþrifa, enda
beitti hann afli sínu ungur til
ýtrustu framsóknar í þeirri
grein. Hann lauk farmanna-
prófi frá Stýrimannaskóla Is-
lands árið 1915 með ágætisein-
kunn. Hélt svo aftur til hafs og
vann með sínum seigludugnaði
mörg erfið og vandasöm verk
til nauðsynlegra æfinga að settu
marki.
Árið 1918 hóf hann svo
fast starf sem stýrimaður hjá
Eimskipafélagi fslands, fyrst á
Sterling, síðast á gamla Gull-
fossi eða Lagarfossi. En varð
loks að hætta siglingum vegna
sjóngalla. Hélt þó áfram hjá
Eimskip sem vaktmaður þess í
Khöfn og eitthvað hjá öðru
skipafélagi þar í viðlögum.
Erfitt mun hafa orðið, svo
dyggum og tryggum manni sem
Sigurður var, að skilja við báða
Gullfossana í þeim óhöppum
VÍKINGUK
hentu þau blessuðu skip. Og
allt hófst það endilega í Khöfn.
Getur skeð að brunasárin í vet-
ur hafi orðið hans síðasta sorg.
Við skulum vita það og skilja,
að sjómenn elska skipin sín al-
varlega, því að það eru fleytur
hafsins, sem eru iíftaug þeirra.
Sterka stráið, sem von þeirra
og vissa hvílir á — til margvís-
legra bjargráða.
Sigurður Hjálmarsson var vel
greindur, hæglátur og hlýr í við-
móti. Fylgdi þó málum sínum
fast fram, með djörfung og rétt-
læti. Trúði algjörlega á Guð og
reyndist jafnan hverjum manni
vel. f störfum sínum var hann
dyggur og svikalaus, enda munu
þeir sem þekktu Sigurð mest,
lýsa honum bezt.
Sigurður kvæntist hér heima
góðri konu, sem Ingibjörg hét
Gunnarsdóttir, en missti hana
eftir fá ár. Þau eignuðust tvær
yndislegar dætur, sem nú lifa
báðar við góð skilyrði. Síðar
giftist hann svo danskri konu,
er reyndist honum mjög vel. Þau
eignuðust þrjú efnileg börn, sem
auðvitað hafa aukið hamingju
þeirra og farsæld. Má því segja
að lífsbraut Sigurðar hafi orðið
honum, svo sem vænta mátti —
hagstæð, því hann var sjálfur
góður maður.
Og nú er þessi þögula hetja
dáinn. Þess vegna sendi ég öll-
um ættingjum hans og ástvin-
um innilega samúðarkveðju og
bið ykkur öll að þakka Guði fyr-
ir góðar minningar um íslenzka
vininn okkar, Sigurð Hjálmars-
son stýrimann.
Kristín Sigfúsdóttir
Sjóvinnunámskeið
FramhaM af bls 181
aði smá seglpjötlu, það var allt
og sumt og held ég að þetta sé
svona enn. Það er þetta, sem
ekki getur gengið lengur. Stýri-
maður sem útskrifast, á skil-
yrðislaust að kunna öll störf
sem tilheyra starfinu, hvort
heldur er á fiski- eða fraktskipi
eða hverju öðru skipi. í sjó-
vinnudeild verknáms eru kennd
öll venjuleg stöi’f til sjós og að
auki siglingafræði, sem veitir
30 tonna réttindi. Væri sú til-
laga ekki athugandi, að sett
yrði, að skilyrði fyrir inngöngu
í Stýrimannaskólann, að um-
sækjandi hefði próf úr sjóvinnu-
deild verknáms og mætti þá um
leið stytta siglingatímann um
helming. Flestir skólar setja ein-
hver skilyrði um þekkingu til
inngöngu í sinn skóla og virð-
ist því, að til inngöngu í Stýri-
mannaskólann væri þetta skil-
yrði mjög eðlilegt og ákjósan-
legt.
Ekki get ég lokið svo þessu
spjalli, að ég minnist ekki og
flytji mínar þakkir, og vil ég
segja allrar þjóðarinnar, þeim
Jóni Gissurarsyni, skólastjóra
verknámsins og Séra Braga
Friðrikssyni frkvstj. Æskulýðs-
ráðs. Þó þessum málum sé í dag
sýnt tómlæti, mun sá tími koma,
að þjóðin læri að meta störf
þessara manna og mun þá minn-
ast þeirra síðar meir með þakk-
læti. Þó mundi ég telja að bezta
viðurkenningin fyrir brautryðj-
endastarfi þeirra væru tafar-
lausar framkvæmdir að hálfu
forráðamanna sj ávarútvegsmála
í þá átt, að bæta úr því ófremd-
arástandi sem lýst hefir verið
hér að framan.
Hör'Óur Þorsteinsson
209