Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1966, Qupperneq 6
nógu margir til. Þá hygg ég að
hægt myndi með góðu móti að
sortéra ísinn frá karfanum með
líkum vélum og flokkunarvélarn-
ar eru fyrir síld.
Ég tel mig hafa tapað minnst
einum túr á sumri fyrir lélega
löndunarmöguleika.
— Segjum nú að Norðurlandið
fengi tíu 500 tonna skuttogara.
Hvernig myndir þú vilja stað-
setja þá?
— Akureyri þyrfti að fá flesta,
en hinum yrði dreift á Sigluf jöi'ð,
ólafsfjörð, Sauðárkrók og kann-
ske einn fyrir Hólmavík, Skaga-
strönd og Húsavík.
— En myndi nú þessi útgerð
borga sig?
— Ég tel að svo myndi verða,
ef skipin kostuðu ekki meira en
20 til 24 milljónir og væru búin
sjáfvirkni-útbúnaði. Kæmumst
við þá af með 11 til 14 menn.
Vaktaskiptin yrðu að breytast og
menn standa 6 og 12 tíma. Þetta
á að vera auðvelt á heimamiðum
með 14 daga útivist. Hjá okkur
er oftast ekki nema 8 til 12 tíma
starf við veiðarnar á sólarhring
og því engin ofþrælkun að hafa
þessa tilhögun.
Háseti sem vinnur 6 og 12 tíma
vaktir mætti ekki bera minna úr
býtum en 30.000 kr. á mánuði
miðað við núverandi verðlag, því
að þegar menn eru orðnir þetta
fáir þýðir ekki að vera með ann-
að en góða menn, jafnvel úrval.
Þá er ákaflega mikilvægt, að
á skipin veljist menn úr sjálfum
plássunum, sem þau eru gerð út
frá. Slíkt fólk skilur alltaf betur
hvaða þýðingu atvinnutækið hef-
ur og verður miklu betra vinnu-
fólk, heldur en hinir sem koma
aðkomnir og eru oftast lausamenn
með engan áhuga. Það er nú einu
sinni svo með togaraútgerð að
þar þarf samstillt átak svo vel
fari.
Með þessu tel ég miklar líkur
fyrir því, að hægt verði að veiða
að minnsta kosti 150 tonn á ári
pr. mann, jafnvel 200 tonn á
mann, eins og var þegar bezt gekk
hjá togurunum árin 1950 til 1958.
— Já, menn fást alltaf þegar
kaupið er nóg.
— Duglegur maður spyr ekki
um hve mikið hann á að vinna
heldur hvaða kaup hann ber úr
býtum.
— En hvernig verður með
vörpustarfsemina með svona fá-
um mönnum?
— Með tilkomu gerfiefnisins,
sem nú er notað í vörpurnar,
er ekki lengur neitt vandamál
að geyma vörpurnar. Áður var
Hamp-sísal varpan ónýt eftir
Séð inn í frystilest á nýtízku togara.
mánaðargeymslu, þoldi ekki
meira. Við getum því geymt nýju
vörpurnar takmarkalaust og
myndi ég því vilja, að hvert skip
hefði 5—10 vörpur um borð og
léti þær svo á land, þegar gera
þyrfti við þær, líkt og bátar gera
við nætur sínar, ef um meirihátt-
ar viðgerð er að ræða.
Þessi skip þyrfti líka að útbúa
þannig að þau gætu stundað síld-
veiðar. Mætti nota þau við slíkar
veiðar á þeim tíma sem bolfiskur
lægi niðri .til dæmis á haustin.
Því miður eru nýju síldarskipin
okkar ekki nothæf til togveiða
vegna þess að ekki er gert ráð
fyrir því í vélar- og spilstærðum
og engar tilfæringar fyrir gálga
og bobbinga.
Skip ætluð til veiða á bolfiski
og síld verða að hafa góða klæðn-
ingu í lestum, en í norskbyggðu
skipunum vantar mikið á þetta.
Hins vegar virðist klæðningin í
„Jörundunum", sem smíðaðir
voru í Bretlandi gallalaus.
— Hvað segir þú um Reykja-
fjarðarálinn og gömlu miðin á
Húnaflóa, sem aldrei brugðust á
vissum árstíma hér áður fyrr?
— Ég myndi leggja til að leyft
yrði að veiða þarna til reynslu
með trolli í 2 ár að minnsta kosti
og sjá hvort veiði ykist ekki,
en hún hefur að mestu horfið á
Flóanum eftir útfærsluna. Það
bendir margt til þess að fiskur-
inn liggi bara við botninn. Því
að fiskigengd er þarna og veiða
Englendingarnir fiskinn bæði
þegar hann gengur upp og út.
Að fiskurinn liggur sést einnig
á því, að í honum er mikið af
ormi. Þetta er mikið vandamál,
einnig fyrir frystihúsin allt frá
Látrabjargi til Vestmannaeyja.
Með því að leyfa togveiðar á þess-
um slóðum myndi fiskurinn
plægjast upp og losna við óþrifin
og betur nást hjá bátum við veið-
ar á svæðinu.
— Hvað myndir þú segja um
afstöðu fiskifræðinga gagnvart
togveiðum á íslandsmiðum?
— Þetta er víðtæk spurning,
sem erfitt er að svara í stuttu
máli. Þó vildi ég segja svo mikið
að ég tel að okkar íslenzku fiski-
fræðingar hafi undanf arin ár ver-
ið frekar neikvæðir í garð hinnar
íslenzku togaraútgerðar. Smærri
skipin hafa hins vegar stundað
togveiði innan landhelgi. Mun hún
oft á tíðum hafa verið stunduð
af næsta vafasamri fyrirhyggju
af smærri bátum og aðþvíervirð-
ist hefur eftirlitið verið harla lé-
legt, og vil ég sérstaklega benda
á snurvoðina, sem fiskifræðingar
hafa talið skaðlitla.
— Þú nefndir áðan úthafsveið-
arnar. Hvað leggur þú til í þeim
málum ?
— Við megum alls ekki leggja
þær niður. Island liggur svo mið-
svæðis við fiskimiðum Norður-
hvels að við ættum að eiga mesta
möguleikana af öllum þjóðum til
þess að láta veiðarnar bera sig
En við komumst ekki hjá að end-
urnýja skipaflotann til að stunda
þær veiðar.
Við verðum að fá 1500—2000
tonna stóra skuttogara með
fyllstu sjálfvirkni. Á þessi skip
þurfum við 24—28 menn og þar
yrði að ganga 6 og 6 tíma vaktir.
VÍKINGUR
224