Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1966, Page 20
WÉLCOME
BACK
ABOARD
Eftir 45 daga verkfall í brezka flotanum.
Einar gamli múrari var orðinn
gamall og lasburða. Sóknarprestur-
inn vitjaði hans stundum og las
fyrir hann úr biblíunni. Eitt sinn
greip hann niður í frásögnina um
það, er múrar Feríkóborgar hrundu.
„Hvað finnst þér um þetta,“
spurði prestur að lestri loknum.
„O, þeir hafa hróflað þeim upp í
ákvæðisvinnu bölvaðir,“ svaraði
Einar gamli.
*
Indíánastúlka hryggbraut indíán-
ann Rauða Örninn með þessum orð-
um:
„Ég mundi ekki vilja giftast þér
þótt þú værir síðasti Móhikaninn!"
*
Félagsfræðingurinn var að halda
fyrirlestur á kvenfélagsfundi:
„Hafið þið hugleitt það, að á ein-
um eða öðrum stað á jörðinni fæð-
ir kona barn á hverri mínútu. Hvað
á að gera við þessu?“
„Ég legg til,“ svaraði ein fundar-
konan, „að reynt verði að hafa upp
á manneskjunni og reyna að stoppa
hana-“
*
„Er það satt,“ spurði borðdama
frægs landkönnuðs, „að þér hafið
eitt sinn lent í klónum á mannæt-
um?“
„Já, svo sannarlega, kæra ung-
frú,“ svaraði landkönnuðurinn, —
„og meira aö segja settur á matseðil
fyrir trúlofunarveizlu."
„Drottinn minn,“ hrópaði stúlk-
an, „og hvernig fór þetta?“
„O, eins og venjulega, — það
slitnaði upp úr trúlofuninni!"
K
T
I
IN
Maður nokkur hafði dregið und-
an skatti. Hann fékk samvizkubit
og varð svefnlaus um nætur. Hann
tók því það ráð að skrifa Skatt-
stofunni eftirfarandi bréf:
„Ég hefi dregið gróflega undan
skatti og get ekki sofið. Hérmeð
sendi ég yður 5000 krónur, og ef ég
fæ ekki svefninn aftur, skal ég
senda meira!“
„Hvernig er það, hr. fangavörð-
ur,“ spurði kona eins fangans, sem
var í heimsókn, „sleppur maðurinn
minn ekki bráðum út?“
„Fyrir hvað situr hann inni?“
spurði fangavörðurinn.
„Hann nældi sér í nokkrar pyls-
ur.“
„Það var nú slæmt tilfelli, — þér
saknið hans eflaust mikið?“
„Nei, hreint ekki.“
„Nú, hversvegna viljið þér þá fá
hann heim?“
„Það er bara af því að við erum
að verða búin með pylsurnar!“
*
Minningarnar fegra lífið, en hæfi-
leikinn til að gleyma gerir mönnum
mögulegt að lifa þær.“
*
Jón gamli í Halakoti átti afbragðs
mjólkurkú, og hafði hugsað sér að
láta hana sem heimanmund dóttur
sinnar, sem var komin á ríflegan
giftingaraldur. Hann lét því hafa
eftir sér eftirfarandi:
„Sá sem eignast dóttur mína, fær
beztu mjólkurkúna í sveitinni!“
*
„Ég er mannþekkjari," sagði
ungi maðurinn í samkvæmi. „Ég
þarf aðeins að tala við fólk í nokkr-
ar mínútur, þá veit ég hvað það
hugsar um mig.“
„Það hlýtur að vera mjög óþægi-
legt fyrir yður,“ svaraði einn gest-
anna þurrlega.
*
Allt jafngott.
„Hvað er eiginlega Croquete a la
Cambaceres?"
Þjónninn: „Það er svipað og poché
a la Boulognes mes sauce rapout
fine.“
„Takk, mætti ég biðja um Bac-
caba a la Espagnol — með kartöfl-
um og mörfloti.“
238
VlKINGUR