Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1966, Qupperneq 23
„Meta“ 36.oo tonn.
SmíSuð í Danmörku 1919.
Emil Andersen, Sólbakka, er
fæddur í Vestmannaeyjum 31.
júlí 1917. Foreldrar Peter Ander-
sen og kona hans Jóhanna Guð-
jónsdóttir. Emil byrjaði sjó-
mennsku sína með Jónasi í Skuld
á „Skógarfossi" 1934. Síðar var
hann á ýmsum bátum, en for-
maður með „Skógarfoss" 1938.
Fór í Sjómannaskólann í Reykja-
vík og útskrifaðist þaðan 1942.
Síðar sigldi hann stýrimaður
stríðsárin, á „Helga“ og „Sæ-
felli.“ 1946 tekur hann við for-
mennsku á „Metul.“ Árið 1953
kaupir hann Júlíu og hefir verið
formaður með hana til þessa
dags. Emil hefir verið traustur
og ábyggilegur formaður alla tíð,
bæði stjórnsamur og aflamaður
góður. Einnig hefir hann verið
hið mesta snyrtimenni við útgerð
sína, bæði til sjós og lands. Allt
er fágað og prýtt sem að hans
atvinnu og tækjum viðkemur.
„Leó“ 39.00 tonn.
SmíSaSur í Danmörku 1916.
Óskar Matthíasson, Byggðar-
enda, er fæddur 21. marz 1921 í
Garðsauka, Vestmannaeyjum. —
Foreldrar: Matthías Gíslason og
Þórunn Sveinsdóttir. — Sjó-
mennskuferil sinn byrjaði Óskar
með föðurbróður sínum, Ingi-
bergi Gíslasyni, á „Auður“ 1938,
eftir það er hann með Jóni Benó-
nýssyni á „Skuld,“ unz hann fer á
„Skíðblaðnir“ sem vélstjóri 1940.
Er svo áfram vélstjóri á „Birg-
ir,“ „Gullveigu" og „Glað,“ þar
til hann tekur við formennsku á
honum í júní 1944. Er hann svo
með hann og „Skuld“ til skiptis,
þar til hann kaupir „Nönnu“ að
hluta 1946 og er með hana sam-
fleytt til í maí 1951. Kom þar
fram sem síðar staðfestist, að
Óskar er dugnaðar sjó- og afla-
maður og vinsæll af undirmönn-
um sínum. Ásamt stjúpföður sín-
um, Sigmari, kaupa þeir „Leo“
1951 og gera þeir hann saman út
Framhald á bls. 259
„Gullveig“ 38.oo tonn.
Óskar Þorsteinsson, Jómsborg,
er fæddur 15. júlí 1915 í Jóms-
borg, Vestmannaeyjum. Foreldr:
ar: Þorsteinn Jónsson og kona
hans Margrét Johnson. Óskar
byrðjaði kornungur sjómennsku,
fyrst á „Kára,“ síðar á „Herjólfi“
hjá Magnúsi Jónssyni, Sólvangi.
Áfram með „Benóný" í Gröf, í
nokkur úthöld. Formennsku byrj-
aði óskar 1939 á „Gullveigu“
er Sæmundur frændi hans var
eigandi að. óskar var með þann
bát til 1943. Eftir það tók hann
við „Týr,“ er Einar Sigurðsson
lét byggja, 36 lesta bát, er þótti
mikið og frítt skip á þeim tíma.
Með „Týr“ var hann til 1946,
hætti þá formennsku og fór í
land.
Þorsteinn faðir hans rak nú
umfangsmikla verzlun og um-
boðssölu og fór óskar í félag við
hann.
óskar var harðfylginn við sjó-
Framhald á bls. 259
VÍKINGUR
241