Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1966, Qupperneq 29
Ný gerð af rœkjuvörpu, sem sleppir ungviðinu.
Það er álit fiskifræðinga, að á árinu 1964 hafi eitt þúsund milljón af kola ung-
viði fallið dautt í rækjuvörpum Hollendinga.
Þetta vakti, að vonum, mikla athygli þeirra, og til þess að fyrirbyggja áfram-
haldandi rányrkju, hófu sérfræðingar í netagerð tilraunir með þeim árangri, að út-
búin var rækjuvarpa með „opnum“ poka.
Tilraunir með þessa vörpugerð, sem útbúin var af hollenzkum veiðarfærasér-
fræðingi, dr, Bodekki, þóttu gefast mjög vel, og varð rækjuveiðin miklum mun
„hreinni," þannig að rækjan féll eins og áður í poka vörpunnar, en hið fljótandi
ungviði slapp að mestu lifandi út um opið, eins og til var ætlazt,
Enda þótt þessi vörpugerð kunni að vera nokkuð frábrugðin þeim, sem við
notum hér við land á grunnslóðum, látum við teikningu sem birtist nýlega í World
Fishing, fylgja til athugunar fyrir íslenzka fiskimenn og netasérfræðinga,
0<XXKxXXX>0000000«XXXXX>00000000000000<X>000000000000000000
auk aðalhafna, einnig ná til
hafna þar sem viðgerðir eru
framkvæmdar á skipum, og að
því er varðar olíuflutningaskip,
til fermingar- og affermingar-
hafna fyrir olíu.
— Ný ákvæði banna öllum
skipum 20.000 brl. og stærri, sem
samið er um smíði á gildistöku-
dag breytinganna eða síðar, að
losa olíu í sjó hvar sem er í heim-
inum, nema þegar ekki verður
umflúið vegna sérstakra að-
stæðna.
— Hafsvæði þau, þar sem öll
losun olíu er bönnuð, hafa verið
aukin víða í heiminum. Þessi
aukning bannsvæða nær til eftir-
talinna hafsvæða: Kanada-haf-
svæðið í Kyrrahafi, Norðvestur-
Atlantshafssvæðið, íslenzka haf-
svæðið (aukið í 100 mílur frá
strandlínum), Norska Norður-
sjávarsvæðið og Eystrasalts-
svæðið, Norðaustur-Atlantshafs-
svæðið. Með þessum breytingurn
verður Norðursjór og Eystrasalt
og töluverður hluti Norðaustur-
Atlantshafssvæðisins að 40° vest-
lægrar lengdar og suður að Fini-
stere-höfða algjör bannsvæði.
— Við bætast nokkur 100
mílna strandlengjubannsvæði út
frá ströndum landa, þegar ríkis-
stjórnir viðkomandi landa hafa
staðfest breytingarnar, þar á
meðal öll Miðjarðarhafslöndin.
VÍKINGUR
247