Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Page 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Page 11
Forstjórinn: — Hefur nokkur spurt eftir mér meðan ég var fjar- verandi? Sendisveinninn: — Já, hér kom maður áðan, og var ógurlega reið- ur. Hann sagðist þurfa að skamma yður ærlega og lemja yður í þokkabót. Forstjórinn: — Jæja, og hvað sagðir þú? Sendisveinninn: — Ég sagði, að mér þætti það mjög leitt, að þér væruð ekki við. * Maður nokkur sat inni í sal í Sandnesferjunni og reykti pípu í ákafa. Miðasalinn vakti athygli hans á skilti, sem á stóð að reyk- ingar væru bannaðar. „Ég tek nú ekki mikið mark á þessum skiltum. Þarna er t.d. skilti, sem á stendur: „Notið Flampfer brjóstahaldara“!“ ★ Óli hestaprangari sat inni á veitingahúsi allþéttur. Kom þá gárungi að borðinu til hans: „Hér situr þú Óli og drekkur brennivín meðan hesturinn þinn liggur fyrir utan og syngur — Ó, guð vors lands.“ „Hvað segirðu maður,“ hrópaði Óli og spratt á fætur. „Veit klár- skrattinn ekki að hann á að standa teinréttur þegar hann syngur þjóðsönginn. VlKINGUR Gamli hershöfðinginn var orð- inn hálfsljór. Við hersýningu átti hann að heiðra nokkra hermenn sem stóðu í röð og var einn þeirra negri. Hershöfðinginn gekk á röðina, hengdi heiðursmerkin á hermenn- ina og sagði nokkur viðurkenn- ingarorð við hvern þeirra. Þegar kom að negranum varð þeim gamla orðfall: „Þér eruð negri?“ , Já, herra,“ svaraði negrinn. „Ágætt, hm, haldið áfram að vera það.“ ★ Allir stjórnmálaflokkar veslast upp að lokum við að éta oní sig sín gömlu — og nýju kosningaloforð. — (John Arbutnnot.) ★ Húsgagnasmiður var nýkominn frá skemmtireisu til Parísar og kunni frá mörgu að segja. „Hvernig gekk þér, svona alveg málllaus?“ spurði kunningi hans. „Það gekk ágætlega. Einu sinni fór ég á næturklúbb. Þá kom til min fegurðardís og fleygði sér í fangið á mér. Ég tók þá bara blý- ant og teiknaði flösku og glas og samstundis var það komið á borð- ið. Svo tók stúlkan blýantinn og teiknaði rúm. En geturðu skilið hvernig hún gat vitað að ég var húsgagnasmiður?l“ Ljúfar minningar ★ Eiginmaðurinn, þekktur sagn- fræðingur, kom heim síðla nætur eftir stranga útivist. Á jakkabarm- inum hafði verið límt vínkort og voru margir krossar settir við sumar línurnar. „Hvað á þetta eiginlega að þýða,“ hvæsti kona hans. „Þetta eru heimildir, kona góð. Sögulegar heimildir.“ ★ „Konan mín er alveg einstök. Hún er svo nærgætin að hún breiðir dúk yfir fiskabúrið þegar við höfum fisk á borðum.“ 395

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.