Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Page 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Page 29
inn, tottandi langan, boginn vindil og við gengum fyrir. — Eftir svo sem tvö hundruð metra vegalengd frá höfninni vorum við komin inn í borgina — það var jafn óvænt eins og að sjá þessa fallegu eyju allt í einu rísa úr hafinu, kannski væri nær að kalla þetta þorp en borg, eða kaupstað — íbúarnir voru naumast yfir þrjú fjögur hundruð, en þetta er höfuðborgin — hafnarborgin — eina borgin á Holbox og allir íbúarnir á eyjunni búa þar við sandbornar götur, litlu stráþöktu húsin eru vel umgengin og hrein — sum hafa verið máluð í skemmtilegum litum, húsin eru númeruð og göturnar heita hver um sig sínu fallega nafni. Á miðju torgi er stytta af Juarez hinum fræga syni Mexico — undir pálmatrjánum sitja áhyggjulausir íbúar eyjarinnar á hvítskúruðum trébekkjum, innan um blómin og fuglana — öðrumegin við torgið er kirkjan — kirkjuklukkumar hanga utaná henni eins og í Mexico. — Á altarinu er hvítur blúndudúkur, slitinn af elli, en fallega bættur og stoppaður, kirkjan er skreytt með heimatil- búnum pappírsblómum og flösk- um fylltum af lituðum sandi — uppí rjáfrinu hanga model af bát- um og skipum — allt er gert af listrænni smekkvísi og umhyggju, sem vekur hátíðlega stemmningu í öllum sínum einfaldleika. Presturinn býr ekki á eyjunni og hefir yfir sjó að sækja. Ráðhúsið er stærsta húsið á Holbox — þar er smávaxni borg- arstjórinn og borgarráð til húsa. — Þessi smávaxni maður er Mayahöfðinginn á Holbox, virðulegur á svip með sakleysisleg augu. Pósthúsið er einnig notað sem skóli og samkomuhús eftir þörf- um. í borginni eru tvær verzlanir, sem fróðlegt var að sjá — þar var ótrúlegt samsafn af allskyns vör- um: bjórflöskur, vín, niðursuðu- dósir, skór, föt, álnavara, kaðall, pottar og pönnur, stráhattar, ank- eri, önglar og krókar, leikföng, kex, smíðatól, hreindýraskinn, tó- bak — en mesta forvitni vekur þó tugir hakkavéla á einu borðinu — ég gat ekki setið á mér að spyrja vingjarnlega, litla borgarstjórann, hversvegna væri svona mikið keypt af hakkavélum — borgar^ stjórinn kváði eins og hann hefði ekki skilið orðið hakkavél og lit- aðist um í búðinni — en ég benti þá til frekari skýringar á hakka- vélarnar — „ah! las maquinas, dios mio — þetta eru maskínur til þess að mala korn — já, já, við hérna á Holbox fylgjumst vel með framförum — við erum löngu hættir að nota steina til þess að mala korn, nú á dögum mölum við allt okkar korn í vélum eins og Ameríkanarnir gera.“ Afkomendur hinna fornu Maya tala ennþá Mayamálízku sín á milli — eins og indíánarnir í Perú tala cetehua — en allir tala spænsku jöfnum höndum — og nú eru Mayaindíánarnir á leið á nýtt menningarstig, ef svo mætti segja — sem sumir nvena „véla- menning“ — þeir mala kornið sitt í vélum, sem við notum til þess að hakka kjöt. Meðal íbúanna á Holbox ríkir friður og samheldni — þar fyrir- finnast ekki hegningarhús og engin þörf fyrir lögreglulið. Þar er hvorki lögfræðingur, læknir eða dómari — ekki einu sinni grafari og hvergi sjáanlegur kirkjugarður — fólkið er ef til vill óvenju hraustbyggt, en einhverntíma hljóta menn þó að deyja. „Holbox er heilnæmur staður,“ sagði litli borgarstjórinn „hér veikist aldrei neinn og enginn deyr — nema þeir yngstu og þeir elstu.“ Hvert, sem litið var á eyjunni veltust bömin um í sólskininu, en inn á milli var einn og einn hæru- kollur að breiða kókoshnetu- kjarna til þerris — hverjir teljast yngstir og hverjir elstir? „Ah! Ungier eru þeir, sem ekki eru farnir að skríða — aldnir hin- ir, sem ekki geta skriðið lengur, þarna er langafi minn hann er hundrað og tveggja ára gamall, en vinnur enn á við hvern sem er — auðvitað! Pablo Gonzales varð níutíu og átta ára í vikunni, sem leið hann hélt upp á afmælið sitt með því að kvænast aftur — ynd- isleg brúður, bráðfalleg kona, að- eins níutíu og sex ára. Já við erum hraust og heilbrigt fólk — það er matarræðinu að þakka, við borðum hákarl og fisk — mikið af fiski — það er hollur matur. Því er þó ekki þannig farið að íbúarnir á Holbox nærist ein- VlKINGUR 413

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.